Orkugarður Sólheima er fræðslugarður um endurnýjanlega orkugjafa. Þar ...
Efni frá höfundi
Vindmylla reist á Sólheimum 21.12.2008
Þann 17. desember sl. var vindmylla til raforkuframleiðslu reist á Sólheimum en slíkt hefur staðið til um nokkurt skeið. Vindmyllan er hluti af Orkugarði Sólheima sem nú er unnið að og stefnt að formlegri opnun næsta vor. Það er Rótor ehf sem flytur inn vindmylluna en rafallinn er 600W af gerðinni Ampair.Orkugarður Sólheima er fræðslugarður um endurnýjanlega orkugjafa. Þar verður hægt að fræðast um endurnýjanlega orkugjafa bæði innan- og utandyra. Verið er að leggja lokahönd á sýningu í Sesseljuhúsi ...
Orkugarður Sólheima er fræðslugarður um endurnýjanlega orkugjafa. Þar ...
Mörg hundruð tilnefningar bárust skipuleggjendum ráðstefnunnar, frá öllum heimshornum og voru 25 valin til kynningar á ráðstefnunni ...
Laugardaginn 26. júlí, verður lífrænn dagur á Sólheimum en þá munu hinir góðkunnu kokkar Beggi og Pacas matreiða og selja góðgæti úr lífrænt ræktuðu hráefni í kaffihúsinu Grænu könnunni á Sólheimum frá kl. 13:00.
Á Rauða torgi Sólheima verður kynning á lífrænt ræktuðu grænmeti og trjáplöntum auk fræðslu og kynningu á námsmöguleikum í lífrænni ræktun. Í Sesseljuhúsi verður kynning ...
Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér, á göngu um náttúru Íslands, hvað blómin og jurtirnar í kringum þig heita? Nú er tækifærið til að taka fyrsta skrefið í þeirri þekkingarleit því næsta laugardag ætlar Sigurður H. Magnússson, hjá Náttúrufræðistofnun Íslands að fræða gesti í Sesseljuhúsi um blóm og jurtir. Sigurður mun byrja á stuttu fræðsluerindi innandyra en síðan ...
Laugardaginn 7. júní hefst Menningarveisla Sólheima og mun hún standa yfir í allt sumar. Dagskráin er fjölbreytt að vanda og má þar nefna tónleika alla laugardaga, listsýningar, leiðsögn um trjásafn, kaffihús og verslun/gallerí. Sesseljuhús tekur þátt í Menningarveislunni og býður upp á fjölbreyttan fróðleik sem tengist umhverfismálum á mismunandi hátt, sjá hér fyrir neðan.
Formleg opnun Menningarveislu hefst kl ...
Á laugardaginn 17. maí kl 13:00 stendur Fuglaverndunarfélag Íslands og Sesseljuhús að fræðsluerindi og fuglaskoðun. Jóhann Óli Hilmarsson flytur stutt erindi og leiðir okkur inn í heim fuglaskoðunarinnar en síðan verður farið út og fuglar skoðaðir.
Þetta er tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis en munið að taka kíkinn með.
Myndin er af heiðlóu. Ljósmynd: Jóhann Óli ...
Í erli nútímans gefst oftast lítill tími til að njóta þess sem náttúran og umhverfið hefur upp á að bjóða. Hér áður fyrr var þekking á landslagi, fuglum og jurtum eitthvað sem hvert barn lærði í æsku en nú eru aðrar áherslur. Það þýðir þó ekki að áhugi á náttúru og umhverfi fari minnkandi en tækifærin til þekkingaröflunar eru fá ...
Í kvöld, laugardagskvöldið 15. mars kl. 21:00 mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness stýra stjörnuskoðun í Sesseljuhúsi umhverfissetri, Sólheimum.
Nýverið var fjárfest í stjörnukíki í Sesseljuhúsi og markar stjörnuskoðunin annað kvöld viss tímamót því þá fáum við kíkinn í hendurnar og munum læra á hann. Þá verður hægt að boða til stjörnuskoðunar með stuttum fyrirvara. Með kíkinum verður einnig hægt að skoða ...
Nú er að hefjast háskólanám í umhverfisfræðum á Sólheimum eftir um árs þróunarvinnu Sesseljuhúss umhverfisseturs á Sólheimum og bandarísku menntasamtakanna CELL. Það var Dave Oakes, forsvarsmaður CELL, sem átti frumkvæðið að þessu samstarfi en CELL stendur fyrir “Center for Ecological Learning and Living”. Þessi menntasamtök bjóða bandarískum háskólanemum upp á svokallað “study abroad” nám en þá gefst nemendum tækifæri á ...
Á morgun opnar í Sesseljuhúsi – Umhverfissetri að Sólheimum í Grímsnesi sýning undir yfirskriftinni „Hrein orka – betri heimur - sýning um endurnýjanlega orkugjafa“.
Sýningin fjallar um þá hreinu orku sem falin er í endurnýjanlegum orkugjöfum Jarðar. Þeir eru sólarorka, vindorka, vatnsorka, jarðvarmi, líforka og sjávarfalla- og ölduorka. Auk almennrar umfjöllunar er varpað ljósi á nýtingu þessara orkugjafa hérlendis og fyrirtækjum boðið að ...
- Sigurður Ingi Friðleifsson frá Orkusetri fjallar um vistvænt eldsneyti og möguleika þeirra í framtíðinni og
- Albert Albertsson frá Hitaveitu Suðurnesja fjallar um framtíðarmöguleika í jarðvarmavinnslu.
Miðvikudaginn 09.05.2007 kl. 17:30, á fræðslufundi Sesseljuhúss og Landverndar, verður reynt að svara spurningunni: Er lífræn ræktun það eina rétta?
Flutt verða tvö erindi:
Gunnar Á. Gunnarsson frá Vottunarstofunni Tún flytur erindið „Í hverju felst lífræn ræktun? - Markaðsstaða og sóknarfæri “ og Áslaug Helgadóttir flytur erindið „Eru lífrænt ræktuð matvæli það eina rétta?“