Sesseljuhús umhverfissetur var nýlega valið sem framlag Íslands á heimsráðsstefnu UNESCO sem haldin verður í mars 2009. Um er að ræða útnefningu íslensku UNESCO-nefndarinnar um “gott dæmi um fræðslu í sjálfbærri þróun” hér á Íslandi. Auk Sesseljuhúss var eitt annað íslenskt verkefni tilnefnt.

Mörg hundruð tilnefningar bárust skipuleggjendum ráðstefnunnar, frá öllum heimshornum og voru 25 valin til kynningar á ráðstefnunni. Sesseljuhús var ekki í þeim hópi en bþðst þó að kynna starfsemina á vefsíðu ráðstefnunnar. Auk þess gefst forsvarsmönnum Sesseljuhúss tækifæri á að taka þátt í ráðstefnunni og miðla af reynslu sinni á vinnustofum ráðstefnunnar.

Það er mikill heiður og viðurkenning á starfsemi Sesseljuhúss að vera tilnefnt af íslensku UNESCO nefndinni. Starfsemi hússins er fjölbreytt en miðar öll að fræðslu um sjálfbæra þróun. Með tilnefningunni gefst mikilvægt tækifæri til að kynna starfsemina erlendis.
Myndin er af Sesseljuhúsi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
20. desember 2008
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Sesseljuhús valið sem framlag Íslands á heimsráðsstefnu UNESCO “, Náttúran.is: 20. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/21/sesseljuhus-valio-sem-framlag-islands-heimsraosste/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. desember 2008

Skilaboð: