Hefur þú einhvern tíma velt því fyrir þér, á göngu um náttúru Íslands, hvað blómin og jurtirnar í kringum þig heita? Nú er tækifærið til að taka fyrsta skrefið í þeirri þekkingarleit því næsta laugardag ætlar Sigurður H. Magnússson, hjá Náttúrufræðistofnun Íslands að fræða gesti í Sesseljuhúsi um blóm og jurtir. Sigurður mun byrja á stuttu fræðsluerindi innandyra en síðan verður farið út og spáð í náttúruna.

Fundurinn er laugardaginn 14. júní, kl. 13:00 og er aðgangur ókeypis. Tilvalin samverustund fyrir fjölskylduna!

Menningarveisla Sólheima stendur nú yfir og í boði eru tónleikar, fjölbreyttar sýningar og verlsun og kaffihús opin frá 12-18. Sjá frekar á vefnum solheimar.is.

Myndin er af drúpandi hóffílsbreiðu í lok maí. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
11. júní 2008
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Lærum að þekkja blómin - Sesseljuhús“, Náttúran.is: 11. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/11/laerum-ao-thekkja-blomin/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: