Vindmylla reist á Sólheimum
Orkugarður Sólheima er fræðslugarður um endurnýjanlega orkugjafa. Þar verður hægt að fræðast um endurnýjanlega orkugjafa bæði innan- og utandyra. Verið er að leggja lokahönd á sýningu í Sesseljuhúsi og utandyra er hægt að skoða sólarsellur og vindmyllu, fyrirhugað er að virkja bæjarlækinn og Sólheimar eiga sína eigin hitaveitu. Líforkan er auk þess allt um kring í formi gróðurs og trjáa en auk þess er lífrænum úrgangi (matarleifum og gróðri) umbreytt í moltu í jarðgerðarvél.
Hægt verður að ganga um og skoða en einnig að panta leiðsögn fyrir hópa. Því hentar garðurinn bæði einstaklingum og hópum. Mynd af vef Sesseljuhúss.
Birt:
21. desember 2008
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Vindmylla reist á Sólheimum“, Náttúran.is: 21. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/21/vindmylla-reist-solheimum/ [Skoðað:14. mars 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. janúar 2011