Austurdalur í Skagafirði - Myndakvöld FÍ 15.4.2009

Myndakvöld Ferðafélags Íslands í kvöld miðvikudagskvöldið 15. apríl fjallar um Austurdal í Skagafirði. Sýndar verða myndir og sagt frá dalnum. Kynntar verða gönguferðir um dalinn, bæði dags- og helgarferðir. Myndasýningin verður í húsnæði Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík.

Austurdalur er afar friðsæll, býr yfir mikilli náttúrufegurð og lætur engan ósnortinn sem um hann fer.  Gísli Rúnar Konráðsson sýnir.  Einnig verða sýndar myndir frá ferðum Þórhalls Ólafssonar á 151 tind.  Guðmundur Jónsson  og Þórhallur sýna myndir og segja frá ...

Kýlingar í Friðlandi að Fjallabaki. Verðlaunaljósmynd Roar Aagestad í ljósmyndaleik Hjarta landsins.Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4x4, Framtíðarlandið og SAMÚT (Samtök útivistarfélag) bjóða til hálendishátíðar í Háskólabíói.

Með stuttum ræðum í bland við tónlist, myndbönd og skemmtiatriði mun athygli verða vakin á fyrirhuguðum framkvæmdum á hálendi Íslands og mikilvægi þess að vernda hálendið.

Meðal listamanna sem fram koma eru AmabadAma og Andri Snær. Frítt inn og allir velkomnir ...

Á Geyssvæðinu. Ljósm. Árni Tryggvason.Yfirlýsing frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist

Undirrituð samtök taka undir að víða þurfi að efla innviði og þjónustu til að forða ferðamannastöðum og náttúruperlum frá skemmdum og ágangi. Í þeim tilgangi er ásættanlegt að innheimta gjald af ferðamönnum sem renni til uppbyggingar og reksturs á slíkum stöðum, þ.m.t. til fræðslu, landvörslu og ...

Mastursfótur á Hellisheiði. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir."Landvernd, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbburinn 4x4 og SAMÚT, Samtök útivistarfélaga, hafa gengið frá sameiginlegum athugasemdum við drög að matsáætlun Landsnets um fyrirhugaða 220kV háspennulínu um Sprengisand og matsáætlun Vegagerðarinnar um nýjan, uppbyggðan Sprengisandsveg. Ofangreind samtök krefjast þess að Landsnet og Vegagerðin hætti við framkvæmdirnar og dragi til baka tillögur sínar.

Ljóst er að framkvæmdir Landsnets og Vegagerðarinnar myndu hafa ...

Gengið í náttúrunni, 18. maí 2014
Fararstjórar: Páll Guðmundsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Ferð í samstarfi við Landvernd þar sem farið er yfir helstu umgengnisreglur ferðamanna í náttúrunni, sérstaklega út frá sjónarhóli göngufólks. Gengið um merktar og ómerktar gönguleiðir og farið yfir það hvar má ganga og hvar má ekki ganga og hvað göngufólk þarf að hafa í huga til ...

Náttúrupassi eða gjald á einstaka staði: Vegið stórlega að almannarétti um frjálsa för fólks um landið

Í yfirlýsingu frá Landvernd, Ferðafélagi Íslands, Ferðaklúbbnum 4x4, Samtökum útivistarfélaga (SAMÚT) og Útivist segir:

Undirrituð samtök taka undir að víða þurfi að efla innviði og þjónustu til að forða ferðamannastöðum og náttúruperlum frá skemmdum og ágangi. Í þeim tilgangi er ásættanlegt að innheimta gjald ...

Háhitasvæði á Reykjanesskaga, 23. júní 2013
Fararstjóri Sigmundur Einarsson jarðfræðingur
Ferð sem hefst á fyrirlestri um jarðfræði Reykjanesskagans og hugmyndir um jarðhitavirkjanir á svæðinu. Að því loknu er ekið með rútu frá Reykjanesbraut, um Afstapahraun að Höskuldarvöllum og Trölladyngju. Gengið verður upp á hæðina sem eftir stendur af Eldborg við Trölladyngju og horft yfir jarðhitasvæðið en gígurinn er hornpunktur í ...

Myndakvöld Ferðafélags Íslands í kvöld miðvikudagskvöldið 15. apríl fjallar um Austurdal í Skagafirði. Sýndar verða myndir og sagt frá dalnum. Kynntar verða gönguferðir um dalinn, bæði dags- og helgarferðir. Myndasýningin verður í húsnæði Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík.

Austurdalur er afar friðsæll, býr yfir mikilli náttúrufegurð og lætur engan ósnortinn sem um hann fer.  Gísli Rúnar Konráðsson sýnir ...

15. apríl 2009

Ferðafélag Íslands efnir til fjölskyldu- og bjartsýnisgöngu í dag, laugardag, kl. 14:00. Þetta verður létt ganga eftir göngustígum upp í hlíðar Esju og verður lagt upp frá bílaplaninu við Mógilsá og síðan verður boðið upp á veitingar þegar komið er aftur niður. Þegar vandi steðjar að er fátt betra en að ganga með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi ...

11. október 2008

Föstudaginn 22. júní stendur FÍ fyrir göngu á Heklu þar sem áætlað er að standa á toppnum rétt eftir miðnætti.

Lagt verður af stað úr Reykjavík frá skrifstofu FÍ Mörkinni 6 kl. 18:00 á föstudaginn. Þátttakendur geta valið um að fara á einkabílum eða með rútu.

Í pósti frá ferðafélaginu segir: „Ekið upp Landsveit, beygt við Landmannaleið og að ...

22. júní 2007

Nýtt efni:

Skilaboð: