Föstudaginn 22. júní stendur FÍ fyrir göngu á Heklu þar sem áætlað er að standa á toppnum rétt eftir miðnætti.

Lagt verður af stað úr Reykjavík frá skrifstofu FÍ Mörkinni 6 kl. 18:00 á föstudaginn. Þátttakendur geta valið um að fara á einkabílum eða með rútu.

Í pósti frá ferðafélaginu segir: „Ekið upp Landsveit, beygt við Landmannaleið og að Skjólkvíum þar sem gangan hefst um kl. 20:30. Áætlað að vera á toppnum laust eftir miðnætti og að ferðinni ljúki um kl, 03:00 niður við bílastæði og komið verði til Reykjavíkur um kl. 05:00 í morgunsárið.“

Mikilvægt er að taka með sér góðan búnað, góða gönguskó, hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, göngustafi, bakpoka og nesti. Ekki er þörf á ísbroddum eða ísexi í gönguferð á Heklu á þessum árstíma.

Verð kr. 3000 / 5000 með rútu, þeir sem fara á einkabíll kr. 2000.

Fararstjóri verður Páll Guðmundsson en um leiðsögn sjá Sveinn Sigurjónssson, Jóhann Thorarensen.

Birt:
22. júní 2007
Tilvitnun:
Ferðafélag Íslands „Jónsmessuganga á Heklu - Ferðafélag Íslands“, Náttúran.is: 22. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/jnsmessuganga-heklu-feraflag-slands/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: