Austurdalur í Skagafirði - Myndakvöld FÍ
Myndakvöld Ferðafélags Íslands í kvöld miðvikudagskvöldið 15. apríl fjallar um Austurdal í Skagafirði. Sýndar verða myndir og sagt frá dalnum. Kynntar verða gönguferðir um dalinn, bæði dags- og helgarferðir. Myndasýningin verður í húsnæði Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 í Reykjavík.
Austurdalur er afar friðsæll, býr yfir mikilli náttúrufegurð og lætur engan ósnortinn sem um hann fer. Gísli Rúnar Konráðsson sýnir. Einnig verða sýndar myndir frá ferðum Þórhalls Ólafssonar á 151 tind. Guðmundur Jónsson og Þórhallur sýna myndir og segja frá verkefninu. Myndakvöldið hefst kl. 20:00. Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.
Birt:
15. apríl 2009
Tilvitnun:
Ferðafélag Íslands „Austurdalur í Skagafirði - Myndakvöld FÍ“, Náttúran.is: 15. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/15/austurdalur-i-skagafiroi-myndakvold-fi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.