Norræn (orku)skilvirkni – Nýtt tölublað „Green Growth the Nordic Way“ 13.10.2015

Nýjasta tölublað „Green Growth the Nordic Way“ kemur út í tengslum við viðburðinn World Efficiency, sem fram fer í París 13.–15. október í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP21. Þar munu Norræna ráðherranefndin og sendiráð Norðurlandanna í Frakklandi kynna fjölda grænna lausna, úr einkageiranum svo og opinbera geiranum, undir yfirskriftinni „Norræn skilvirkni“.

Í nýjasta tölublaði „Green Growth the Nordic Way“ má lesa um spennandi, notendadrifna nýsköpun innan vébanda Nordic Built Cities, þriggja ára áætlunar til að stuðla að bættu borgarskipulagi og þéttbýlisþróun ...

Háspenna. Ljósm. Johannes Jansson/norden.orgNýjasta tölublað „Green Growth the Nordic Way“ kemur út í tengslum við viðburðinn World Efficiency, sem fram fer í París 13.–15. október í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP21. Þar munu Norræna ráðherranefndin og sendiráð Norðurlandanna í Frakklandi kynna fjölda grænna lausna, úr einkageiranum svo og opinbera geiranum, undir yfirskriftinni „Norræn skilvirkni“.

Í nýjasta tölublaði „Green Growth the Nordic Way“ má lesa ...

Nordeniskolen.org vefurinn en hann er einnig á íslensku.„Sjálfbærni er það að geyma fyrir komandi kynslóðir.“ Svona einfalt er svarið þegar spurningin er lögð fyrir fulltrúa komandi kynslóðar í 7. bekk C í Krogård-skólanum í Danmörku. Bekkurinn vann fyrstu umferð í Stóru norrænu loftslagsáskoruninni sem er námstengd keppni 12 til 14 ára barna á öllum Norðurlöndum og snýst um það að spara orku og fræðast um loftslagsáskoranir nútímans ...

Hver á heiður skilinn fyrir að hafa stuðlað að minni losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum? Nú geta allir lagt fram tilnefningar til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í 21. sinn á verðlaunahátíð í Hörpu þann 27. október.

Þema verðlaunanna í ár er losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn ...

Plastmerkin sjö.Á hverju ári er um 700 þúsund tonnum af plastúrgangi hent í rusl á norrænum heimilum. Þetta plast væri unnt að endurnýta. Norræna ráðherranefndin hefur því hrint verkefni í framkvæmd sem gengur út á að kanna leiðir til að auka endurvinnslu á plastúrgangi á Norðurlöndum. Verkefnið hefur nú skilað af sér leiðbeiningum sem miðast við norrænar aðstæður.

Víða um heim ...

Nýi vefurinn nordeniskolen.orgNorræna ráðherranefndin gerði Norræna loftslagsdaginn 11. nóvember að merkisdegi. Þá var nefnilega ýtt úr vör nýju og mjög metnaðarfullu námsefni um norrænt loftslag fyrir aldurshópinn 12 til 14 ára.

Loftslagsnámsefnið er ætlað til kennslu náttúruvísinda- og samfélagsgreina, en einn hluti þess er spennandi norræn skólasamkeppni um orkusparnað sem nefnist „Loftslagsáskorunin“.

„Með Loftslagsáskoruninni leggja Norðurlönd aukna áherslu á sjálfbærni með því ...

Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs tekur við verðlaununum. Ljósm. Magnus Fröderberg/norden.org.Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 2014 eru veitt sveitarfélagi, borg eða staðbundnu samfélagi sem sem annað hvort hefur í starfsemi sinni allri lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála. Verðlaunin að þessu sinni voru veitt Reykjavíkurborg.

Tilkynnt var um verðlaunahafann rétt í þessu, en nú stendur yfir þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi ...

Norræna ráðherranefndin gerir norræna loftslagsdaginn, 11. nóvember, að merkisdegi í ár. Þá verður nefnilega ýtt úr vör nýju og metnaðarfullu n22/09 2014

Loftslagsnámsefnið er ætlað til kennslu náttúruvísinda- og samfélagsgreina, en einn hluti þess er spennandi norræn skólasamkeppni um orkusparnað sem nefnist „Loftslagsáskorunin“.

„Með Loftslagsáskoruninni leggja Norðurlönd aukna áherslu á sjálfbærni með því að hvetja í senn til samstarfs ...

Baráttunni gegn loftslagsbreytingunum og nýjum viðmiðum í tengslum við lífhagkerfið er oft stillt upp sem andstæðum. Sumir sjá fyrir sér í þessu togstreitu milli varðveislusinna og nýtingarsinna. Í nýjasta tölublaði veftímaritsins „Green Growth the Nordic Way“ könnum við samvirkniáhrif þessara tveggja viðmiða.

Oft er litið á tengsl loftslagsbaráttunnar og lífhagkerfisviðmiða sem baráttu milli náttúruverndarsjónarmiða annars vegar og nýtingarsjónarmiða hins vegar ...

Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs verða á þessu ári veitt sveitarfélagi, borg eða staðbundnu samfélagi sem sem annað hvort hefur í starfsemi sinni allri lagt mikið af mörkum til umhverfisverndar eða lagt sig fram á einhverju ákveðnu sviði umhverfismála. Tilnefningarnar þrettán eru hér í stafrófsröð.

  • Staðbundna samfélagið Gjógv (Færeyjar)
  • Sveitarfélagið Gladsaxe (Danmörk)
  • Sveitarfélagið Hallstahammar (Svíþjóð)
  • Sveitarfélagið Ii / Ijo (Finnland)
  • Borgin Jyväskylä ...

Ákvörðunarferlar sem eiga að tryggja jafnvægi milli umhverfissjónarmiða og sjávarútvegs í Norðursjó eru flóknir og óskilvirkir og hafa neikvæð áhrif bæði á umhverfi hafsins og ríkisfjármálin. Í nýrri skýrslu frá Norrænu ráðherranefndinni er kallað eftir skilvirkara ferli.

Alþjóðlegt samstarf um sjávarútveg og umhverfisvernd í Norðursjó er tímafrekt, dýrt og óskilvirkt. Með nýju, skilvirkara ferli væri hægt að spara tíma, peninga ...

Breskur sérfræðingur um lífríki sjávar hefur varað við því að súrnun sjávar - afleiðingar loftslagsbreytinga - muni hafa gríðarleg áhrif á Íslandi.

Dan Loffoley, sérfræðingur í vistkerfum úthafanna (sjá grein hér á vefnum) m.a. helsti ráðgjafi IUCN (International Union for Conservation of Nature) í verkefnum er lúta að verndun úthafanna og heimskautasvæðanna, hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands þ ...

Nordic Built er norrænt fjármögnunartilboð til fyrirtækja sem þróa sjálfbærar vörur og þjónustu til að endurgera byggingar. Verkefnið veitir hlutafjármögnun frá norrænu hagsmunaaðilum.

Nordic Built gerir þær kröfur að verkefnin feli í sér samstarf fyrirtækja eða samtaka frá nokkrum norrænum ríkjum.

Síðla árs 2013 tók Norræna ráðherranefndin þá ákvörðun að tryggja framhald kyndilverkefnis Norræna Nýsköpunarsjóðins, Nordic Built, og var það ...

Norðurlandaráð vill umbuna leikskólum og grunnskólum sem stuðla að jafnrétti og vinna gegn mismunun með innleiðingu norræns gæðamerkis fyrir jafnræði og jafnrétti. Markmiðið er að efla þekkingu um kyn og jafnrétti og einnig að koma á jafnréttisstefnu í skólageiranum.

„Tilgangur gæðamerkisins er að koma jafnræðis- og jafnréttismálum á dagskrá og auðvelda börnum og ungmennum að taka sjálfstæðar ákvarðanir á eigin ...

Norðurlandaráð auglýsir nú eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2014.

Í ár verða verðlaunin veitt í 20. sinn. Verðlaunin nema 350 þúsund danskra króna.

Einu sinni hefur íslenskt fyrirtæki hlotið verðlaunin en það var Marorka sem fékk verðlaunin árið 2008 fyrir nýsköpun á sviði orkusparnaðartækni (Sjá grein). Á sl. ári fékk Selina Juul verðlaunin en hún hefur um árabil ...

Skyldi nokkur hafa efast um að við mennirnir erum að hafa áhrif á loftslagið á jörðinni þá afsannar skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna það, segir Ann-Kristine Johansson, formaður umhverfis- og auðlindanefndar Norðurlandaráðs. Johansson vill að Norræna ráðherranefndin og norrænu ríkisstjórnirnar sýni kjark og þor í alþjóðlegum loftslagssamningum.

Í 25 ár hefur loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna lagt sitt af mörkum til að upplýsa ...

Norðurlandaráð tilkynnir tilnefningar til Náttúru- og umhverfisverðlaunanna árið 2013. Verðlaunin verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur þróað vöru, uppfinningu eða með öðrum hætti aukið skilvirka nýtingu auðlinda og þar með stuðlað að minni neikvæðum áhrifum mannsins á náttúruna.

Afhending verðlauna Norðurlandaráðs fer fram á Norðurlandaráðsþingi ár hvert. Nýlunda er að nöfn verðlaunahafanna verða ekki tilkynnt fyrr en á ...

Ferðaþjónusta fer vaxandi á Norðurlöndum. Á krepputímum kemur það sér vel fjárhagslega, en er mikið álag á náttúruna ekki síst á Íslandi og á norðurslóðum Norðurlandaráð vill því að ferðamannastaðir verði vottaðir í líkingu við það sem gert er með norræna umhverfismerkinu Svaninum, til að vernda viðkvæm náttúrusvæði.

Ferðaþjónusta fer vaxandi á Norðurlöndunum. Samtals vex ferðaþjónustan þar um 4% á ...

Norrænu umhverfisráðherrarnir hittust þann 31. október m.a. til þess að ræða sjálfbæra þróun og eftirfylgni við Rio+20 leiðtogafundinn síðastliðið sumar. Ráðherrarnir eru sammála um að styrkja UNEP og starfs þess að grænu hagkerfi. Þeir ræddu einnig aðgerðir til að takmarka skammlífa loftslagsáhrifavalda í framhaldi af norrænni yfirlýsingu frá því síðastliðið vor.

Ráðherrarnir lögðu á fundinum áherslu á mikilvægi ...

Níu norrænir ráðherrar frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, og Álandseyjum samþykktu þann 28. júní 2012, Niðarósayfirlýsinguna um ábyrgð grunnatvinnugreinanna og matvælageirans á grænum hagvexti.

Norðurlönd hafa gott aðgengi að náttúruauðlindum sem geta skapað grundvöll fyrir hagvöxt í framtíðinni. Sjálfbær samfélagsþróun sem tekur mið af framtíðinni og grænt hagkerfi er óhugsandi án þess að tekið sé til framleiðslu ...

Pólitískur vilji til að setja á laggirnar norrænt skilagjaldakerfi fyrir flöskur og dósir liggur fyrir. Nú hafa nokkrir fulltrúar í Norðurlandaráði ákveðið að beina erindinu beint til norrænu forsætisráðherranna og samstarfsráðherranna til að reyna hraða málinu.

Borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs í samstarfi við umhverfis- og auðlindanefndina ræddu þessu mál í sameiningu á miðvikudag á fundi sem haldinn var á Álandseyjum ...

Norðurskautssvæðið stendur andspænis miklum áskorunum og nú leggur Norðurlandaráð til að gert verði átak um heilbrigða og jákvæða þróun á svæðinu. Á vorþinginu á Íslandi 22. - 23. mars hvatti Norðurlandaráð ríkisstjórnir norrænu ríkjanna til að móta stefnu um norrænt samstarf á norðurskautssvæðinu.

„Stefnan getur styrkt stöðu Norðurlanda sem öflugs samnefnara fólks, umhverfis og öryggis á norðurskautssvæðinu”, segir Kimmo Sasi, forseti ...

Nýtt efni:

Skilaboð: