Umhverfisátakið Grænn apríl hefst í dag 1.4.2012

Grænn apríl er umhverfisátak, sem hefur að eitt að markmiði að koma á framfæri við neytendur upplýsingum um vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn, svo og upplýsingum um hvaða fyrirtæki bjóða upp á slíkt. Þetta er í annað sinn sem félagasamtökin Grænn apríl standa fyrir þessu mánaðarlanga átaki, með góðri þátttöku fyrirtækja sem vilja skilgreina hluta af eða alla vöru sína sem græna og umhverfisvæna.

Neytendur hafa gífurlega mikið vald og geta ráðið miklu um framtíð okkar ...

Grænn aprílGrænn apríl stendur fyrir dagskrá á Degi Jarðar í ár. Dagskráin verður haldin í Háskólabíói, sunnudaginn 21. apríl kl. 15:00. Þema dagsins er birting loftslagsbreytinga.

Víða um heim hefur alþjóðlegum Degi Jarðar (22. apríl) verið fagnað í meira en fjörutíu ár. Í fyrstu var um að ræða áhugamannasamtök í Bandaríkjunum en síðar tilnefndu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag sem Dag ...

Grænn apríl er umhverfisátak, sem hefur að eitt að markmiði að koma á framfæri við neytendur upplýsingum um vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn, svo og upplýsingum um hvaða fyrirtæki bjóða upp á slíkt. Þetta er í annað sinn sem félagasamtökin Grænn apríl standa fyrir þessu mánaðarlanga átaki, með góðri þátttöku fyrirtækja sem vilja skilgreina hluta af ...

01. apríl 2012

Til að slá botninn í Grænan apríl er Brauðhúsið í Grímsbæ með tilboð á lífrænum súrdeigsbrauðum út mánuðinn. Fyrstir koma, fyrstir fá 2,5 kg. lífrænt speltmjöl frá Saltå + súrdeig og uppskrift einungis 1.000 kr.

Brauðhúsið í Grímsbæ notar engin kemísk bökunarefni og býður upp á brauð og kökur úr lífrænt ræktuðu hráefni. Höfuðmarkmiðið er að framleiða hágæðavöru, en ...

Þau voru glöð og kát börnin á Njálsborg þegar þau tóku við fyrstu verðlaunum í listaverkasamkeppni leikskólanna í gær fyrir verk sitt SKÁK OG MÁT. Hugmyndin að verkinu tengist sjálfsagt því að þau hafa verið að læra mannganginn af skákmeistara, en þeirra sérstaka taflborð var þó þeirra eigin sköpun. Dómnefndin hafði við val sitt í huga frumleika og endurnýtingu á ...

Fríkirkjan við Tjörnina er græn og grasrótarvæn og tekur auk þess þátt í Grænum apríl, sem sannkallaður „grænjaxl“.
Allt frá stofnun árið 1899 hefur Fríkirkjan við Tjörnina verið  íslensk grasrótarhreyfing.  Stofnun Fríkirkjunnar gegndi mikilvægu hlutverki í sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar.  Hún var miðlæg í þeirri lýðræðisvakningu sem átti sér stað hér á landi um aldarmótin 1900 og árin þar á eftir ...

Þann 14. apríl nk. er opið hús í Vélamiðstöðinni - metanbill.is – frá klukkan 16:00 -18:00 í tilefni af Grænum apríl.
Vélamiðstöðin er til húsa í Gufunesi 112, Reykjavík.

Metanbílar verða til sýnis og til prufu. Sérfræðingar Vélamiðstöðvarinnar sitja fyrir svörum og þú getur óskað eftir föstu verðtilboði í breytingar á bílnum þínum.

Einnig mun Metanorka kynna starfsemi sína ...

Nýtt efni:

Skilaboð: