Til að slá botninn í Grænan apríl er Brauðhúsið í Grímsbæ með tilboð á lífrænum súrdeigsbrauðum út mánuðinn. Fyrstir koma, fyrstir fá 2,5 kg. lífrænt speltmjöl frá Saltå + súrdeig og uppskrift einungis 1.000 kr.

Brauðhúsið í Grímsbæ notar engin kemísk bökunarefni og býður upp á brauð og kökur úr lífrænt ræktuðu hráefni. Höfuðmarkmiðið er að framleiða hágæðavöru, en allt korn og mjöl er flutt inn frá myllum í Svíþjóð og Danmörku, sem framleiða eingöngu lífrænt ræktað korn. Það skiptir miklu hvernig mjöl er meðhöndlað. Þó gróft mjöl sé mjög steinefnaríkt kemst það ekki alltaf til skila í meltingunni. Steinefnin eru að mestu bundin í svokölluðum fýtin-samböndum og súrdeig er heppilegasta aðferðin til að leysa þau úr viðjum.

Í kökurnar er notað íslenskt smjör, lífrænt ræktað mjöl, hamingjuegg, hunang og hrásykur. Fosfatfrítt vínsteinslyftiduft og náttúruleg bragðefni. Öll framleiðslan er laus við kemísk geymslu-, litar- og bragðefni. Þá er enginn hvítur sykur notaður við baksturinn.

Hægt er að hafa samband við Brauðhúsið með því að senda póst á: braudhus@isl.is.

Sjá alla þátttakendur í Grænum apríl hér á Græna Íslandskortinu.

Ljósmynd: Súrdeigsbrauð, nosoomil flickr.com. Athugið að myndin endurspeglar ekki tilboðið enda er það heilt brauð, tveir pokar af spelti og original súrdeig sem hægt er að baka úr mörgum sinnum.

Birt:
April 28, 2011
Höfundur:
Guðrún Bergmann
Uppruni:
Grænn apríl
Tilvitnun:
Guðrún Bergmann „Tilboð á lífrænum súrdeigsbrauðum hjá Brauðhúsinu í Grímsbæ“, Náttúran.is: April 28, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/28/tilbod-lifraenum-surdeigsbraudum-hja-braudhusinu-i/ [Skoðað:June 14, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: