Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði. Verkefnið stóð í þrjú ár og var unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Landgræðslan fylgdist með framvindu og árangri uppgræðslunnar og gerði mælingar á ...
Efni frá höfundi
Seyra til uppgræðslu á Hrunamannaafrétti 25.5.2016
Árið 2012 gerðu Hrunamannahreppur og Landgræðsla ríkisins með sér samning um tilraunaverkefni með notkun á seyru til uppgræðslu. Tilraunaverkefnið var framkvæmt innan landgræðslugirðingar fremst á Hrunamannaafrétti, þangað sem seyran var flutt og felld niður með sérstökum búnaði. Verkefnið stóð í þrjú ár og var unnið með samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Landgræðslan fylgdist með framvindu og árangri uppgræðslunnar og gerði mælingar á gróðri haustið 2015. Strax á fyrsta ári mátti sjá að gróðurþekja jókst þar sem seyru var dreift. Tilraunin sýndi að ...
Rangárvallasýsla og nágrannasveitir hennar eru markaðar af aldalangri sögu náttúruhamfara. Á svæðinu eru einhver virkustu eldstöðvakerfi landsins og hraunflæði, öskufall og hamfarahlaup hafa mótað ásýnd landsins og byggðaþróun. Á málþinginu Náttúruvá í Rangárþingi sem haldið verður í Gunnarsholti 25. febrúar er ætlunin að draga saman reynslu af síðustu náttúruhamförum á svæðinu, hvers megi vænta og hvað sé unnt að gera ...
Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 08:15-10:00 verður morgunverðarfundur á Nauthóli í Nauthólsvík undir yfirskriftinni Ár jarðvegs - Öld umhverfisvitundar - Alda nýrrar hugsunar! Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum.
Fundurinn er sá síðasti í fundaröð sem Samstarfshópur um Alþjóðlegt ár jarðvegs 2015 hefur staðið fyrir undanfarna mánuði.
Á þessum fundum hefur verið opnað á umræðu um vistkerfi jarðar og tengsl jarðvegsverndar og sjálfbærrar þróunar ...
Miðvikudaginn 4. nóvember mun samstarfshópur um Ár jarðvegs ljúka örfyrirlestraröð Árs Jarðvegs 2015 með því að opna á umræðu um vistkerfi í þéttbýli. Fundurinn verður á Kaffi Loka og hefst kl. 12 og lýkur kl. 13.
Þema fundarins er „Mold og Mannmergð“ – um mikilvægi moldarinnar í borgarvistkerfum.
Fyrirlesarar eru:
- Ása L. Aradóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands - Náttúrulegri borgir.
- Hrönn Hrafnsdóttir ...
Miðvikudaginn 7. október kl. 12:00 - 13:00 verður fjallað um mold og menntun á Kaffi Loka, Skólavörðuholti Í tilefni alþjóðlegs jarðvegsár.
Þrír fyrirlesarar:
- Mold: Lestur og menntun - Ólafur Arnalds, prófessor við LbhÍ
- Reyndu nú að skíta þig ekki út!) - Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO
- Þekking – þjálfun – þor - Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðum. Landgræðsluskóla HSþ
Að loknum fyrirtestrum gefst gestum tækifæri ...
Fjórði örfyrirlesturinn í tilefni alþjóðlegs árs jarðvegs verður haldinn þ. 9. september kl. 12:00 í Flórunni í Grasagarði Reykjavíkur. Haldnir verða þrír fyrirlestrar um vægi jarðvegs í grænu hagkerfi.
- Vægi jarðvegs í grænu hagkerfi - Björn H. Barkarson, sérfræðingur, umhverfis- og auðlindafræði HÍ
- Fjölþætt virði jarðvegs Jón Örvar G. Jónsson, umhverfis- og auðlindafræði HÍ
- Hagrænir þættir við nýtingu lífrænna úrgangsefna ...
Út er komin bókin Að lesa og lækna landið. Bókin fjallar um ástand lands og endurheimt landgæða. Höfundar eru Ása L. Aradóttir og Ólafur Arnalds, prófessorar við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Að lesa og lækna landið er tímamótarit um umhverfismál sem hentar vel almenningi og kennurum á öllum skólastigum. Þetta rit er fyrir þá sem vilja læra að skynja ástand lands og ...
Hekluskógar bjóða til málþings í Frægarði í Gunnarsholti 16. apríl kl. 11 til 16. Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu árið 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst. Á málþinginu verður farið yfir stöðu verkefnisins, þann árangur sem náðst hefur og framtíðarhorfur verkefnisins á hinu víðfeðma starfsvæði ...
Í tilefni árs jarðvegs 2015 verður boðið upp á mánaðarlega „örhádegisfyrirlestra" um moldina/jarðveginn. Lögð verður áhersla á að draga fram víðtækt mikilvægi jarðvegsins í sveit og borg; meðal annars innan vistkerfa, til vatnsmiðlunar, loftgæða, bygginga og listsköpunar. Fyrirlestraröðin hefst á morgun, 8. apríl í Kaffi Loka, Lokastíg 28 í Reykjavík, og verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan ...
Málþing um áhrif fermamanna á náttúru Íslands verður haldið þ. 23. október 2014 kl. 12:30 - 23. október 2014 kl. 16:20
„Stígum varlega til jarðar" er yfirskrift málþings um áhrif ferðamannsins á náttúru Íslands sem fer fram í Gunnarsholti fimmtudaginn 23. október nk. kl. 12:30-16:20. Fyrir því standa Umhverfisstofnun og Landgræðslan í samstarfi við Ferðamálastofu.
Fjallað verður ...
Grand Hótel 27.-29. maí n.k.
Landgræðsla ríkisins og Landbúnaðarháskóli Íslands, í samvinnu við fjölmargar alþjóðlegar stofnanir, standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um kolefnisbindingu í jarðvegi í næstu viku. Ráðstefnuna sækja um 200 manns víðsvegar að úr heiminum. Enn er rými ef fleiri vilja skrá sig á ráðstefnuna eða hluta hennar og koma þar 3 möguleikar til greina: 1 ...
Landgræðsla ríkisins og Umhverfisstofnun í samstarfi við Embætti landlæknis halda málþing í Öskju HÍ, stofu 132, föstudaginn 16. nóvember frá kl. 13:30 - 16:30.
Málþingið hefur loftmengun af völdum jarðvegsryks til umfjöllunar. Heilnæmt andrúmsloft eru mikilvæg lífsgæði. Í andrúmsloftinu er ógrynni ýmis konar agna eða svifryks, sem myndast bæði af völdum náttúrunnar sjálfrar og af mannavöldum. Svifryk hefur neikvæð ...
Vatn í listum er viðfangsefni hádegisfyrirlesturs í Þjóðminjasafninu, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 12:10. Þar mun Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands fjalla um vatn í myndlist og Karólína Eiríksdóttir, tónskáld fjalla um vatn í tónlist.
Í fyrirlestrum fyrr á árinu hefur verið fjallað um stærð og eðli vatnsauðlindarinnar á Íslandi annars vegar og í Afríku hins vegar þar sem ...
Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins kynna málþing um mat á ástandi úthaga og leiðir til að nýta þekkingu til að stuðla að sjálfbærri landnýtingu. Málþingið er öllum opið og verður haldið mánudaginn 18. júní, kl. 14-16 í sal Þjóðminjasafns Íslands og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.
Dagskrá:
- Setning málþings – Hafdís Hanna ...
Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda „Soils, Governance and Society“ verður haldin mánudaginn 4. júní 2012, kl. 8:30–16:00, á Radisson BLU Hótel Sögu, Hagatorgi (Katla, norður inngangur, 2. hæð).
Ráðstefnan fer fram á ensku, er öllum opin og aðgangur er ókeypis.Landgræðsla ríkisins, The University of New England (Ástralía) og The Pennsylvania State University (Bandaríkin) munu í ...
Landgræðsla ríkisins heldur opið málþing um alaskalúpínu í Gunnarsholti, þriðjudaginn 17. apríl, kl. 12:30-16:00.
Á undanförnum árum hefur verið unnið að fjölbreyttum rannsóknum á alaskalúpínu og vistfræði hennar. Á málþinginu verða þessar rannsóknir kynntar.
Dagskrá:
12:00 Súpa og brauð.
12:30 Málþing sett - Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri.
12:45 Ágengar aðfluttar tegundir - Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins.
13:00 ...
Mánudaginn 17. október verður haldinn hádegisfundur í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri undir yfirsögninni „Matvælaframleiðsla morgundagsins - verður nóg af mat fyrir íbúa jarðar“. Fyrirlesari er Julian Cribb, höfundur bókarinnar „The Coming Famine: The global food crisis and what we can do to avoid it“.
Fæðuöflun fyrir sífellt fleiri jarðarbúa á tímum loftslagsbreytinga, umhverfisvandamála, vaxandi vatnsskorti og dvínandi framboðs af áburðarefnum ...
Málþing í Gunnarsholti, fimmtudaginn 26. nóvember kl. 10:00-16:00.
Fjallað verður um möguleika og takmarkanir sem felast í nýtingu lífræns úrgangs til að bæta landkosti.
Þátttaka er ókeypis. Boðið er upp á léttan hádegisverð. Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 24. nóvember, á netfangið jon.ragnar.bjornsson@land.is
Dagskrá málþingsins er hér að neðan og í viðhengi ...
Landgræðslan vekur athygli á því að 22. mars er árlegur dagur vatns í heiminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa að þessu sinni helgað daginn vatni sem flæðir á milli landa. Skortur á vatni gæti orðið ein af erfiðustu kreppum mannkyns.
Okkur Íslendingum þykir stundum nóg um rigninguna. Við eigum því erfiðara með en margar þjóðir að átta okkur á að ferskvatn mun ...
Landgræðsla ríkisins vekur athygli á áhugaverðri lokadagskrá samráðsþingsins um jarðveg, samfélög og hnattrænar breytingar (International Forum on Soils, Society and Global Change), sem öllum er opin. Samráðsþingið er haldið í tilefni af 100 ára afmæli landgræðslu í landinu.
Hátíðarerindi heldur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, verndari samráðsþingsins.
Gerð verður grein fyrir niðurstöðum samráðsþingsins. Meðal annarra fyrirlesara eru Rajendra Pachauri ...