Mold. Ljósm. Landgræðsla ríkisins.Í tilefni árs jarðvegs 2015 verður boðið upp á mánaðarlega „örhádegisfyrirlestra" um moldina/jarðveginn. Lögð verður áhersla á að draga fram víðtækt mikilvægi jarðvegsins í sveit og borg; meðal annars innan vistkerfa, til vatnsmiðlunar, loftgæða, bygginga og listsköpunar. Fyrirlestraröðin hefst á morgun, 8. apríl í Kaffi Loka, Lokastíg 28 í Reykjavík, og verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni Moldin er málið! Dagskráin hefst kl. 12 og lýkur kl. 13.

Dagskráin er svohljóðandi:

  • Hlutverk jarðvegs innan vistkerfa - Ólafur Arnalds prófessor, Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Jarðvegsmyndun, eyðing og endurheimt - Jóhann Þórsson sérfræðingur, Landgræðslu ríkisins
  • Jarðvegsvernd gegn loftslagsbreytingum - Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor, Háskóla Íslands

Að loknum fyrirlestrum geta gestir komið með spurningar eða stuttar hugleiðingar um viðfangsefni dagsins. Á matseðli Loka er fiskréttur eða kjötsúpa á viðráðanlegu verði.

Birt:
7. apríl 2015
Tilvitnun:
Landgræðsla ríkisins „Moldin er mikilvæg - Örfyrirlestrar fyrir upptekið fólk“, Náttúran.is: 7. apríl 2015 URL: http://nature.is/d/2015/04/07/moldin-er-mikilvaeg-orfyrirlestrar-fyrir-upptekid-/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: