Landgræðsla ríkisins vekur athygli á áhugaverðri lokadagskrá samráðsþingsins um jarðveg, samfélög og hnattrænar breytingar (International Forum on Soils, Society and Global Change), sem öllum er opin. Samráðsþingið er haldið í tilefni af 100 ára afmæli landgræðslu í landinu.

Hátíðarerindi heldur forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, verndari samráðsþingsins.
Gerð verður grein fyrir niðurstöðum samráðsþingsins. Meðal annarra fyrirlesara eru Rajendra Pachauri forstöðumaður TERI og formaður milliríkjanefndarinnar um loftslagsbreytingar (IPCC) og Dana York aðstoðarforstjóri Natural Resources Conservation Service í Bandaríkjunum. Fulltrúar innlendra og erlendra stofnana og samtaka flytja ávörp.

Dagskráin hefst kl. 10:00 og lýkur um kl. 12:30 á morgun, þriðjudaginn 4. september. Þingið er haldið á Hótel Selfossi sem stendur við Ölfusárbrú.

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
3. september 2007
Tilvitnun:
Landgræðsla ríkisins „Lokadagur samráðsþings um jarðveg, samfélög og hnattrænar breytingar“, Náttúran.is: 3. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/03/lokadagur-samrsingsins-um-jarveg-samflg-og-hnattrn/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: