Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda
Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda „Soils, Governance and Society“ verður haldin mánudaginn 4. júní 2012, kl. 8:30–16:00, á Radisson BLU Hótel Sögu, Hagatorgi (Katla, norður inngangur, 2. hæð).
Ráðstefnan fer fram á ensku, er öllum opin og aðgangur er ókeypis.Landgræðsla ríkisins, The University of New England (Ástralía) og The Pennsylvania State University (Bandaríkin) munu í samstarfi við Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna og The Global Soil Partnership halda alþjóðlega ráðstefnu um leiðir til að auka árangur í verndun og nýtingu náttúruauðlinda. Jarðvegseyðing og önnur hnignun vistkerfa er eitt af stærstu vandamálum heimsins og ógnar stoðum sjálfbærrar þróunar. Brýnt er að snúa þessari þróun við með því að stuðla að skilvirkari starfsháttum í umhverfisvernd.
Ráðstefnan er þverfagleg og er ætluð sem vettvangur skoðanaskipta milli vísindasamfélags, stjórnsýslu og framkvæmdaaðila. Meðal þátttakenda verða m.a. leiðandi vísindamenn á fagsviðum laga, hagfræði, hegðunar, félagsvísinda, náttúruvísinda, menntavísinda, stefnumörkunar og stjórnmála.
Fyrir hádegi þann 4. júní verður fjallað um hvers vegna nauðsyn er á róttækri breytingu á því hvernig nýtingu náttúruauðlinda er stjórnað og leiðir til að auka árangur. Fundurinn eftir hádegi verður meira í formi vinnufundar um það hvaða lærdóm má draga af rannsóknum og reynslu við mótun nýrra starfshátta í umhverfisvernd.
Ráðstefnan er undanfari vinnufundar um þetta efni sem stendur til 8. júní.Í viðhengi með þessum tölvupósti er dagskrá ráðstefnunar en einnig er hægt að nálgast dagskrána og upplýsingar um framsögumenn á http://soilgovernance.land.is/conference.
Tilkynna þarf þátttöku á http://soilgovernance.land.is/registration.
Ljósmynd: Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Landgræðsla ríkisins „Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda“, Náttúran.is: May 18, 2012 URL: http://nature.is/d/2012/05/18/althjodleg-radstefna-um-sjalfbaera-nytingu-natturu/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.