Fyrsta skrefið í löngu samstarfi 09/19/2008

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, undirritaði í dag ásamt fleirum viljayfirlýsingu um samstarf við Mitsubishi-samsteypuna um innleiðingu rafmagnsbíla og þjónustunets.

Við sama tækifæri var undirrituð yfirlýsing um að Mitsubishi þrói hér á landi DME-eldsneyti (demethyl ether), dísel-eftirlíkingu sem unnin verður úr kolefnisútblæstri álvera.

Iðnaðarráðherra sagði gamlan draum sinn um lausn á ýmsum umhverfisvandamálum loks rætast með samstarfinu, sem hann þakkaði forseta Íslands fyrir að hafa átt frumkvæði að.

„Að losa sig við olíuna, það hefur verið draumurinn,“ sagði Össur í ávarpi sínu ...

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, undirritaði í dag ásamt fleirum viljayfirlýsingu um samstarf við Mitsubishi-samsteypuna um innleiðingu rafmagnsbíla og þjónustunets.

Við sama tækifæri var undirrituð yfirlýsing um að Mitsubishi þrói hér á landi DME-eldsneyti (demethyl ether), dísel-eftirlíkingu sem unnin verður úr kolefnisútblæstri álvera.

Iðnaðarráðherra sagði gamlan draum sinn um lausn á ýmsum umhverfisvandamálum loks rætast með samstarfinu, sem hann þakkaði forseta Íslands ...

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti í morgun samgönguráðstefnuna Driving Sustainability á Hilton Nordica.

Þetta er annað árið í röð sem ráðstefnan er haldin, en hún fjallar um vistvæna orkugjafa í samgöngum. Í ár er kastljósinu einkum beint að rafmagni.

Í ávarpi sínu vakti Ólafur Ragnar máls á nauðsyn þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Hann sagði að jafnvel olíuauðug ...

Sænski orkurisinn Vattenfall hefur opnað tilraunaorkuver í Þýskalandi knúið kolum sem losar nánast engan koltvísýring út í andrúmsloftið.

Talsmenn fyrirtækisins segja að verið sé það fyrsta sinnar tegundar í heiminum, en umhverfisverndarhópar draga gildi verkefnisins fyrir loftslag jarðarinnar í efa.

Kolaverið, sem er staðsett nálægt Berlín, notfærir sér nýjustu tækni á sviði föngunar og förgunar koltvísýrings (carbon capture and storage ...

Nóbelsverðlaunahafinn Al Gore segir að eftir tíu ár ætti allt rafmagn í Bandaríkjunum að vera framleitt á endurnýjanlegan máta. Hefur hann skorað á Bandaríkjastjórn þess efnis. Telur hann að Bandaríkin geti vel stólað á sólar- og vindorku.

Gore segir núverandi umhverfisvanda og efnahagslægð megi rekja til oftrú manna á olíu og öðru kolefnaeldsneyti. Þjóðaröryggisvanda Bandaríkjanna megi einnig rekja til þessara ...

Jónas R. Viðarsson útskrifaðist í vor úr meistaranámi í umhverfisog auðlindafræði við Háskóla Íslands. Jónas er í hópi fyrstu nemanna sem útskrifast úr náminu, en hann fjallaði í lokaverkefni sínu um umhverfismerki í sjávarútvegi og naut stuðnings Matís á meðan á undirbúningi þess stóð, en í dag vinnur Jónas þar sem fastur starfsmaður.

„Ég hafði gífurlegan áhuga á að fjalla ...

Gervihnattamyndir í Afríkuatlas SÞ sýna með óyggjandi hætti áhrif mannsins á náttúrufar í álfunni á síðustu fjórum áratugum. Allt efni atlassins má nálgast ókeypis á netinu.

Þróunarstofnun Sameinuðu Þjóðannna (UNDP) hefur tekið saman umfangsmikinn atlas sem sýnir hnignun náttúrufars í Afríku með samanburði á gervihnattamyndum. Atlasinn var kynntur fyrr í vikunni á ráðstefnu umhverfisráðherra Afríkuríkja í Jóhannesarborg í Suður-Afríku.

Atlasinn ...

Alls eru 37 einstaklingar og fyrirtæki tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008.

Meðal þeirra eru, eru dekkjaframleiðendurnir Nokian Tires í Finnlandi og danska rakarastofukeðjan Zenz, AGA Gas í Svíþjóð, Norðmaðurinn Finn Larsen, sem fann upp Multishower sturtuhausinn, orku- og umhverfisvæna gistiheimilið Bomans Gästhem á Álandi og Marorka frá Íslandi sem þróað hefur orku- og brennslukerfi fyrir sjávarútveginn.

Þetta kemur fram ...

Forsætisráðuneytið og Kolviður hafa skrifað undir samning um kolefnisjöfnun á öllum vélknúnm ökutækjum í eigu ríkisins fyrir árið 2008.

Samningurinn er gerður á grundvelli mats sem Ríkiskaup gerðu á heildarlosun ökutækja ríkisins, en hún er talin vera um 9 þúsund tonn af koltvísýringi á ári. Til að binda samsvarandi magn kolefnis mun Kolviður samkvæmt samningnum gróðursetja um 84 þúsund plöntur ...

Vindmylluvirkjanir úti fyrir ströndum Noregs gætu framleitt 5-8 þúsund megawött af raforku til útflutnings samkvæmt nýrri skýrslu orkumálaráðuneytis þar í landi. Einnig kemur fram í henni að Noregur ætti að geta útvegað allt að 40 terawatt-stundir af endurnýjanlegri orku fyrir 2025, en þar af yrði um helmingur fenginn með vindmyllum. Slík vindmylluvirkjun myndi kosta á bilinu 100 til 220 milljarða ...

Greenpeace samtökin gagnrýna framleiðendur leikjatölva og segja að á meðan leikjatölvurnar sjálfar séu framleiddar samkvæmt lögum þá innihaldi stýripinnarnir sjálfir ýmis eiturefni.

Tölvurnar sem um ræðir eru Playstation 3 frá Sony, Xbox 360 frá Microsoft og Nintendo Wii.

Greenpeace rannsökuðu hvaða efni eru notuð í tölvurnar og í ljós kom að í stýripinnum leikjatölvanna var mikið magn svonefndra þalata (e ...

Ný og afar viðamikil skýrsla sem birtist í tímaritinu Nature þ. 14. maí sl. staðfestir með aukinni vissu fyrri niðurstöður Vísindanefndar SÞ um að hlýnun jarðar er af mannavöldum.

Skýrslan byggir á meiri fjölda gagnasafna og beitir auk þess öðrum aðferðum en Vísindanefndin. Ákveðnara orsakasamband en áður er sett við tilteknar náttúrufarsbreytingar, svo sem bráðnun túndru og jökla.

Skýrslan þykir ...

"Ef þú veist ekkert um málin þá geturðu ekki myndað þér skoðun."

Umræðan um loftslagsmál er á köflum óábyrg og komin langt frá sínu upphaflega samhengi, segir Siggi Stormur, og kemur málunum á hreint.

Sigurður Þ. Ragnarsson - einnig þekktur sem Siggi Stormur hefur starfað sem veðurfræðingur 365 miðla í meira en tíu ár. Hann býður nú ásamt fyrirtækinu Þekkingarmiðlun ...

Umhverfismálasjóður Sameinuðu Þjóðanna setti sér í gær markmið í átaki sínu til að stuðla að plöntun trjáa um allan heim. Takmarkið er 7 milljarðar trjáa fyrir 30. nóvember 2009, en þá hefst loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna í Danmörku þar sem stendur til að koma á nýjum sáttmála um baráttu gegn loftslagsbreytingum í stað Kyoto-bókunarinnar.

Tré binda koldíoxíð meðan þau lifa en ...

Tveir þriðjuhlutar jarðarbúa, eða 66%, telja sig verða vara við alvarleg áhrif loftslagsbreytinga í nærumhverfi sínu, ef marka má könnun sem Gallup International vann í tilefni af Degi Jarðarinnar þann 22. apríl síðastliðinn.

Íslendingar eru í þeim hópi sem verulega víkur frá meðaltalinu, en einungis 29% þeirra tóku undir fullyrðinguna "Hlýnun jarðar hefur nú alvarleg áhrif á svæðið þar sem ...

Bráðnandi jökull í BólivíuBráðnun jökla af völdum loftslagsbreytinga er ekki aðeins hafin á Íslandi, heldur hefur hún nú þegar áhrif í Chile, Perú og Bólivíu.

Um 99% af Chacaltaya-jöklinum í Bólivíu hafa horfið síðan árið 1940, ef marka má skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga í Rómönsku Ameríku sem unnin var fyrir Alþjóðabankann. Chacaltaya er yfir 18 þúsund ára gamall jökull í talsverðri hæð, en ...

Vinsældir bláu pappírstunnunnar vaxa jafnt og þétt. 1.668 tunnur eru í umferð í borginni og eru um það bil 50 tunnur pantaðar vikulega hjá Sorphirðu Reykjavíkur.

„Tæplega 60 tonn af dagblöðum söfnuðust í marsmánuði í bláu tunnurnar en það er þriðjungur þess magns sem safnast í grenndargámana,“ segir Guðmundur B. Friðriksson hjá skrifstofu Neyslu- og úrgangs á Umhverfis- og ...

Umhverfisstofnun hefur gert athugasemdir við yfirlýsingu Norðuráls um bókhald stofnunarinnar yfir losun á gróðurhúsalofttegundum. Þetta kemur fram í frétt frá umhverfisráðuneytinu.

Norðurál hefur sagst hafna þeirri niðurstöðu Umhverfisstofnunar að losun vegna flúorkolefna frá álverinu á Grundartanga hafi verið 319 þúsund tonn af CO2-ígildum á árinu 2006. Norðurál heldur því fram að hið rétta sé að losunin hafi numið að hámarki ...

General Motors eru í óða önn að undirbúa Chevrolet Volt bílinn, sem á að koma á markað 2010, en hann það er rafmagnsbíll.

General Motors treysta að sögn Reuters á Volt bílinn til að sýna heiminum að þeir geti keppt við Toyota og önnur viðlíka fyrirtæki í eldsneytissparandi tækni. Bíllinn er hannaður til að geta keyrt 40 mílur á einni ...

Niðurstöður áhættumats fyrir fyrirhugaðar virkjanir verða kynntar íbúum Ásahrepps og Rangárþings ytra miðvikudaginn 16. apríl kl. 20:30. Fundurinn verður haldinn á Laugalandi í Holtum. Á fundinum mun Dóra Hjálmarsdóttir verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. fara yfir forsendur og niðurstöður áhættumatsins.

Umrædd virkjunaráform Landsvirkjunar snúast um gerð þriggja virkjana á neðri hluta Þjórsárssvæðisins. Fáir virtust hafa áhyggjur af þessum ...

Ford Motor Co kynnti í gær áætlun fyrirtækisins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á næstu 12 árum. Þar með varð Ford fyrsta bandaríska bílafyrirtækið til að kynna hvernig þeir ætla að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá nýjum bílum um 30%.

Eftir þetta hættu ýmis samtök sem höfðu áætlað herferð gegn Ford við herferðina. Aðallega eru þar á ferð samtök sem nefnast ...

Bandaríska flutningafyrirtækið UPS hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að það ætli sér að fjölga metanbifreiðum í flota sínum um 167 en fyrirtækið hefur haft 800 metanbifreiðar í þjónustu sinni síðan 1980.

Nýju bifreiðarnar verða allar verksmiðjuframleiddar metanbifreiðar, sem er ólíkt þeim sem fyrir eru, en þeim var upphaflega breytt úr því að brenna bensíni og dísilolíu í það ...

Wal-Mart, stærsti smáseljandi í heimi, hyggst á fundi með kínverskum viðskiptavinum sínum setja sér markmið um að takmarka áhrif fyrirtækisins og viðskiptavina þess á umhverfið.

Rétt tæplega 10% innflutnings Bandaríkjanna til Kína eru á vegum Wal-Mart, en fyrirtækið flutti inn vörur til Kína fyrir 321 milljarð Bandaríkjadala á síðasta ári.

Lee Scott, forstjóri Wal-Mart sagði í viðtali við Financial Times ...

Þþski smábærinn Staufen er að sökkva vegna jarðhitaborana sem stjórnvöld ákváðu að ráðast í til að beisla umhverfisvæna orku, að því er fram kemur í frétt The Daily Telegraph.

En aðeins tveimur vikum eftir að verktakar höfðu borað 460 feta holu til að vinna hita úr jörðinni, hafa myndast stórar sprungur í byggingum eftir að miðbærinn hefur sigið um tæplega ...

Bretar draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 2% milli ára

Nýjustu tölur umhverfisráðuneytis Breta sýna að þeim gengur vel að ná settum markmiðum í loftslagsmálum.

Hilary Benn, umhverfisráðherra Bretlands, sagði í gær að landið væri að ná árangri í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, en að "meiriháttar breytingar" væri þörf í öllu efnahagslífinu ef landið ætlaði að ná markmiðum sem sett eru ...

Bílaframleiðandinn Toyota og The National Audubon Society, bandarísk fugla- og náttúruverndarsamtök, tilkynntu í vikunni að fimm ára samstarfsverkefninu Together- Green hefði verið hleypt af stokkunum.

Verkefnið snýst um að fjármagna verkefni á sviði náttúruverndar, þjálfa leiðtoga í umhverfismálum og bjóða upp á möguleika á sjálfboðaliðsstörfum.

Toyota leggur 20 milljónir dollara til verkefnisins, en Audubon hefur aldrei þegið jafn háan styrk ...

Vara frá farsíma aukahlutafyrirtækinu Strax var á dögunum valin Uppfinning Ársins (Innovative Product of the Year), á The Mobile News Awards í London.

Umhverfisvæna Hleðslutækið (The Green Charger) frá Strax notar enga raforku þegar sími er ekki tengdur við tækið, ólíkt öllum öðrum hleðslutækjum fyrir farsíma á markaðinum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strax.

„Með þessu nýja ...

Ástralskir vísindamenn segja að lykillinn að verndun kóralrifa fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, mengun og annarra ógna geti verið fjölgun fiska í sjónum. Sumir fiskar losi kóralla við þörunga.

Hópur vísindamanna kom fyrir þingið í Canberra og fjallaði um málið. Þeir sögðu að ákveðnar fiskategundir haldi þörungum frá dauðum kóralrifum, sem gefur kóröllunum færi á að vaxa aftur og endurnýja sig.

Rannsóknir ...

Japan telur að árið 2005 væri „sanngjarnt“ grunnár til að reikna út frá samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda í samningi sem tæki við af Kýótó-samningnum, að því er Reuters hefur eftir háttsettum embættismanni þar í landi.

Japan hefur hafnað því að halda árinu 1990 sem viðmiðunarári fyrir niðurskurð útblásturs í samningi sem tæki við eftir að Kýótó-samningurinn fellur úr gildi árið ...

Til að fá rétta hljóminn í gítar er mikilvægt að notuð sé rétt viðartegund við smíði hans. Margar eftirsóttustu trjátegundirnar í smíði gítara eru tré sem tekur áratugi og jafn vel árhundruð að vaxa þannig að þau hljómgæði sem sóst er eftir náist úr við þeirra.

Sameiginlegt skógræktarátak stærstu gítarframleiðenda heims er nú að komast af stað. Gítariðnaðurinn tók upp ...

Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur frumkvæði að losunarsamdrætti

Umhverfisstofnun Bandaríkjanna gaf í síðustu viku út strangar reglugerðir um losun gróðurhúsalofttegunda vegna báta og lesta. Dráttarbátum, ferjum, skemmtiferðaskipum og lestum verður skylt að nota vélbúnað og eldsneyti sem minnki sót um 90% og nituroxíð, skaðlega gróðurhúsalofttegund, um 80%.

Krafa er gerð um að nýjar vélar í þessar gerðir farartækja mæti öllum kröfum stofnunarinnar ...

Fjárfestingargeirinn í Bandaríkjunum hefur tekið vel í ýmis viðskipti tengd kolefnisverslun og umhverfisvernd jafnvel þótt ríkisstjórnin hafi ekki innleitt kolefnisskuldbindingar

Í fyrradag hófst í Bandaríkjunum verslun með fyrstu afleiðusamningana sem tengdir eru markaðsverði kolefnislosunarheimilda. Hún fer fram á markaðnum Green Exchange, en aðstandendur hans eru New York Mercantile Exchange, Evolution Markets, Morgan Stanley, Merrill Lynch og fleiri.

Tímaritið The Economist ...

Kolefnismarkaðir Evrópusambandið vill að þróunarlönd taki meira frumkvæði í samdrætti

Framtíð Clean Development Mechanism-verkefna (CDM) og mikillar verslunar með losunarheimildir sem þau hafa gefið af sér kann að vera í hættu, ef marka má yfirlýsingar Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Carbon Positive.

Flest lönd sem taka þátt í CDM-verkefnum eru innan Evrópusambandsins, en framkvæmastjórn þess hefur gefið ...

Hópur þeirra ríkja sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum á ári hverju hafa lýst yfir stuðningi við átak undir forystu Sameinuðu þjóðannam til að minnka losun lofttegundanna. Hins vegar hefur ekki náðst samstaða um hvernig væri best að nálgast það markmið. Fulltrúar frá mest mengandi þjóðum heims, Bandaríkjunum og Kína, eru á svæðinu ásamt fulltrúum harðvaxandi hagkerfa á borð við Brasilíu ...

Forsætisráðherra Breta vill verðleggja plastpoka.

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta vill setja í lög að neytendur þurfi að greiða ákveðið lágmarksgjald fyrir einnota burðapoka úr plasti í verslunum. Hugmyndin á bak við gjaldið er að draga úr notkun einnota plastpoka og minnka mengun af þeirra völdum.

Talið er að Bretar noti um 13 milljarða einnota plastpoka á ári og er mengun ...

Næstum þrír fjórðu hlutar neytenda hafa breytt kaupvenjum sínum vegna ný legrar fjölmiðlaherferðar á Bretlandseyjum þar sem athygli var vakin á illri meðferð fiðurfjár í matvælaiðnaði.

73% aðspurðra í könnun sem Guardian segir frá sögðust nú frekar kaupa kjúklinga sem átt hefðu betra líf. Jafnháu hlutfalli fannst að stórmarkaðir ættu aðeins að selja kjúklinga sem notið hefðu ásættanlegra lífsgæða.

Einnig ...

Umhverfismálanefnd breska þingsins sakar fjármálaráðuneytið um viðvarandi metnaðarleysi og skort á hugmyndaflugi þegar kemur að mengunarsköttum. Ráðuneytið ætti að líta í ríkari mæli til þeirra meðmæla sem koma fram í Stern-skýrslunna að því er kemur fram á vef BBC.

Sérstaklega er litið til flugferða í þessu samhengi. Nefndin hefur bent á að ráðlegt væri að flokka tegundir millilanda- og innanlandsfluga ...

Magn raforku sem sem framleitt er um allan heim úr endurnýjanlegum orkugjöfum hefur tvöfaldast á aðeins þremur árum, ef marka má nýjustu skýrslu frá alþjóðlegri rannsóknamiðstöð. Fréttasíða Carbon Positive greinir frá þessu.

Eftir því sem fram kemur í skýrslunni Renewables 2007 Global Status Report sem gefin er út af Renewable Energy Network for the 21st Century (REN21) eru nú framleidd ...

Japanskt fyrirtæki, Suntory tilkynnti s.l. mánudag að fyrirtækið hefði hannað nýja tegund af jarðvegi sem halda muni grasi grænu en stefnt verður að því að markaðssetja vöruna til stórborga sem vilja halda sér grænum.

Þá verður einnig hægt að bera jarðveginn á húsþök og eins utan á hús kjósi fólk að njóta grænnar náttúru eins og segir í tilkynningunni ...

Íhaldsmenn í Bretlandi setja fram metnaðarfullar tillögur sem miða að því að gera London að höfuðborg grænna fjárfestinga.

George Osborne, sem fer með fjármál í skuggaráðuneyti íhaldsmanna í Bretlandi, lagði í vikunni fram tillögur um að setja á fót sérstakan hlutabréfamarkað til hliðar við Kauphöll Lundúna sem sérhæfi sig í grænum tæknifyrirtækjum.

Markaðurinn, sem nefndur er "Green Environmental Market" eða ...

George Osborne, sem fer með fjármál í skuggaráðuneyti Íhaldsmanna á Bretlandi, hefur lagt fram tillögur um að setja fót sérstakan hlutabréfamarkað til hliðar við Kauphöll Lundúna sem sérhæfi sig í grænum tæknifyrirtækjum.

Markaðurinn, sem nefndur er Green Environmental Market eða GEM, yrði byggður á velgengni Aim, sem er undirmarkaður Kauphallar Lundúna fyrir lítil og meðalstór sprotafyrirtæki. Osborne leggur til að ...

Óumflþjanlegur kolefnismarkaður Bandaríkjanna gæti orðið tvöfalt stærri en sá evrópski, en fyrir bandaríska neytendur skiptir miklu hvort markaðurinn viðurkenni erlendar losunarheimildir eða verði takmarkaður við Bandaríkin.

Innan fimm ára mun fæðast í Bandaríkjunum markaður með kaup og sölu á losunarheimildum fyrir gróðurhúsalofttegundir sem verður tvisvar sinnum stærri en hinn evrópski. Markaðurinn mun velta þúsund milljörðum Bandaríkjadala árið 2020. Þetta kemur ...

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í gær erindi um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum á málþingi sem fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum efndi til í höfuðstöðvum samtakanna í New York. Leena Srivastava, einn aðalhöfundur skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, flutti einnig erindi á málþinginu. Vísindanefndin hlaut í desember ásamt Al Gore friðarverðlaun Nóbels. Að loknu málþinginu sátu forseti Íslands og ...

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, situr nú ásamt rúmlega hundrað samráðherrum sínum á sviði umhverfismála frá öllum heimshornum árlegan ráðherrafund Umhverfisstofnunar S.Þ. (UNEP), sem hófst í Mónakó í gær.

Í Mónakó verður sérstaklega rætt um fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hvernig beina megi fjárfestingum, m.a. í orkugeiranum, í þá veru að loftslag verði fyrir sem minnstum skaða. Er þetta umfjöllunarefni ...

Framkvæmdaráð Evrópusambandsins hefur nú skilgreint sex atvinnugreinar sem leiðandi í nýsköpun í Evrópu og er ein þeirra endurnýjanlegar orkuauðlindir. Til að hraða þróun þessara atvinnugreina hafa verið útbúnar aðgerðaáætlanir fyrir næstu 3-5 árin, og er að því stefnt að ekki færri en 3 milljónir manna munu starfa í þessum greinum árið 2003 og verðmæti greinanna sex verði ekki undir 300 ...

Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa tekið forystuna í loftslagsmálum í Mið-Austurlöndum með byggingu fyrstu kolefnisjöfnuðu borgar heims. Vinna er nýlega hafin við Masdar-borg, úthverfi í Abu Dhabi, höfuðborg SAF, en þar verður aðeins notuð endurnýjanleg orka og allur úrgangur endurunninn.

Í borginni verður notast við háþróuðustu gerðir sólarraforku auk þess sem samgöngum verður sinnt með neðanjarðar-léttlest. Arkitektar segja að borgin muni ...

Breska dagblaðið Guardian hefur greint frá niðurstöðum skýrslu SÞ sem lekið var á miðvikudag. Í henni kemur fram að magn gróðurhúsalofttegunda sem losað er vegna skipasamgangna er þrefalt meira en áður var talið.

Í skýrslunni er talið að árleg losun frá flutningaskipum nemi um 1,12 milljörðum tonna af koltvísýringi, eða um 4,5% af allri kolefnislosun heims. Skýrslan gefur ...

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur rétt að reyna til þrautar að ná samkomulagi um hvernig neytendur geti afþakkað fjölpóst og fríblöð. Skorar talsmaður neytenda á aðila að vinnuhópi Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um fríblöð og fjölpóst að reyna til þrautar að ná sem fyrst samkomulagi sem tryggir rétt neytenda til þess að afþakka fjölpóst - einnig þegar fjölpósti er skotið inn ...

Orkufyrirtæki í Evrópu hafa hætt við fjárfestingar að verðmæti margir milljarðar evra sökum fyrirætlana Evrópusambandsins um að þeim verði gert að festa kaup á losunarheimildum vegna starfsemi sinnar frá og með árinu 2013. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir Johannes Teyssen, forstjóra þþska orkurisans E.ON.

Teyssen lét þessi orð falla um leið og hann kynnti skýrslu Heimsorkuráðsins (World Energy Council ...

Föngun og förgun kolefnis vinnur gegn gróðurhúsaárifum án þess að draga þurfi úr kolefnislosandi starfsemi. Því kemur á óvart að Bandaríkjastjórn dragi stuðning sinn við þróunarstarf á þessu sviði til baka.

Þróunarstarf við föngun og förgun kolefnis til að vinna gegn losun gróðurhúsalofttegunda frá kolaknúnum orkuverum varð fyrir miklu áfalli í síðustu viku þegar Bandaríkjastjórn dró til baka stuðning sinn ...

Orkusparnaður með aukinni tækni er þema náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008. Verðlaunin sem eru 350.000 danskra króna, eða jafnvirði rúmra 4,5 milljóna íslenskra króna, eru ein af fjórum sem Norðurlandaráð veitir árlega og verða á þessu ári afhent í fjórtánda sinn.

Umhverfisverðlaunin eru veitt fyrir norræna framleiðslu, uppfinningu eða þjónustu sem stuðlar að orkusparnaði. Verðlaunin eru veitt ...

Framtíðarlandið blæs í alla herlúðra daginn fyrir kosningar og býður þjóðinni til tónleika á Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni GRÆN FRAMTÍÐ? Niðurstöður kosninganna munu ráða miklu um framtíðarmöguleika græns Íslands og Framtíðarlandið vill með tónleikunum hvetja alla þá sem unna náttúru Íslands og vilja fjölbreytt atvinnulíf að haga atkvæði sínu eftir því.

Tónleikarnir marka jafnframt lok átaks Framtíðarlandsins í tengslum ...

08. May 2007

Nýtt efni:

Messages: