Framtíðarlandið blæs í alla herlúðra daginn fyrir kosningar og býður þjóðinni til tónleika á Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni GRÆN FRAMTÍÐ? Niðurstöður kosninganna munu ráða miklu um framtíðarmöguleika græns Íslands og Framtíðarlandið vill með tónleikunum hvetja alla þá sem unna náttúru Íslands og vilja fjölbreytt atvinnulíf að haga atkvæði sínu eftir því.

Tónleikarnir marka jafnframt lok átaks Framtíðarlandsins í tengslum við Sáttmála um framtíð Íslands.

Á tónleikunum kemur fram einvalalið íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita, en þær eru:
  • Benni Hemm Hemm
  • Bogomil Font & Flís
  • Sprengjuhöllin
  • Mr. Silla & Mongoose
  • Retro Stefson
  • Hjaltalín
  • Bob Justman
  • DJ Musician

Dagskrá tónleikanna hefst klukkan 21:00 og stendur langt fram eftir nóttu. Húsið opnar kl. 20:00. Aðgangseyrir er enginn en aldurstakmark er 18 ár.

Myndin er tekin af túnsúru í fyrradag, allt að grænka i náttúrunni. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
8. maí 2007
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „GRÆN FRAMTÍÐ? - Stórtónleikar“, Náttúran.is: 8. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/08/grn-framt-strtnleikar/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. maí 2007

Skilaboð: