Næstum þrír fjórðu hlutar neytenda hafa breytt kaupvenjum sínum vegna ný legrar fjölmiðlaherferðar á Bretlandseyjum þar sem athygli var vakin á illri meðferð fiðurfjár í matvælaiðnaði.

73% aðspurðra í könnun sem Guardian segir frá sögðust nú frekar kaupa kjúklinga sem átt hefðu betra líf. Jafnháu hlutfalli fannst að stórmarkaðir ættu aðeins að selja kjúklinga sem notið hefðu ásættanlegra lífsgæða.

Einnig kom í ljós að langstærstur meirihluti, eða 90%, metur lífsgleði fiðurfjárins ofar eigin heilsu og smekk þegar kemur að kaupvenjum.

Enn sem komið er er enginn kjúklingaframleiðandi á Íslandi með lífræna vottun. Sjá hér á Grænum síðum hverjir eru með lífræna vottun í hinum ýmsu flokkum.

Birt:
9. mars 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Lífsglatt fiðurfé rennur ljúfar niður“, Náttúran.is: 9. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/09/lifsglatt-fiourfe-rennur-ljufar-niour/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: