Börn í Waldorfskólanum Lækjarbotnum að búa til þæft grænmeti og ávexti fyrir jólabasarinn.Hinn árlegi Jólabasar Waldorfleikskólans Yls og Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn laugardaginn 15. nóvember milli kl.12:00 og 17:00.

Margir fallegir hlutir verða í boði í umhverfi og stemmningu sem hverjum og einum er hollt að upplifa; m.a. brúðuleikhús, barnakaffihús, „Waldorfsseríur", jurta apótek, handunnar jólagjafir úr náttúruefnum, kaffi og kökur, Eldbakaðar pizzur og skemmtiatriði í skemmunni

Járnsmiðjan ...

Í upphafi leiksins þarf að finna 6-10 hluti úr náttúrunni, s.s. stein, strá, grein, lauf.

Þessir hlutir eru uppistaðan í bingóinu og hver og einn þátttakandi þarf að búa til sitt eigin bingóspjald út frá þeim.

Það gerir hann með því að finna 3-5 hluti af þeim 6-10 sem hafa verið valdir. Ath. enginn hlutanna, hvorki í pottinum eða ...

Það er sérstaklega skemmtilegt að „setja sögu á svið“ í náttúrunni.

Þátttakendur koma sér saman um hvaða sögu þeir vilja leika og skipta með sér hlutverkum.

Allir hjálpast að við að finna hluti í umhverfinu sem verða brúður í brúðuleikhúsinu.

T.d. getur köngull sem rautt reyniber er fest á verið prýðileg Rauðhetta og úlfinn er þá heldur ekki erfitt ...

Gögn/áhöld: Dúkur eða viskastykki sem undirlag

Allir finna einn hlut í umhverfinu sem þeir leggja á gott undirlag, t.d. viskastykki eða dúk.

Allir setjast kringum dúkinn og hjálpast að við að finna rímorð við hvern og einn hlut og einnig er hægt að leita að nýjum hlutum sem ríma við þá sem fyrir eru á dúknum.

Gögn/áhöld: Rammar úr pappakartoni, umbúðir allskonar

Þátttakendur fá ramma (sem geta verið alls konar að lögun) sem þeir hafa val um hvar þeir koma fyrir í umhverfinu. 

Innan rammans eiga þeir að leysa fyrirfram skilgreind verkefni, s.s. finna samsett orð, lýsingarorð, nafnorð, telja, flokka o.s.frv. 

Í sama tilgangi er hægt að nota rör og umbúðir.

Gögn/áhöld: Tvö viskastykki (annað til að breiða undir og hitt til að breiða yfir).

Á viskastykki er raðað 10-15 mismunandi hlutum úr umhverfinu hverju sinni. Farið er yfir heiti, útlit eða einkenni þessara hluta þannig að allir þátttakendur læri ný hugtök eða orð.

Því næst breiðir sá sem leiðir leikinn annað viskastykki yfir og segir hinum að loka augunum ...

Gögn/áhöld: Poki

Ýmsa hlutum úr náttúrunni er safnað saman, s.s. stein, köngul, grein, fjöður, blómknúpp. Hlutirnir eru skoðaðir og settir í poka.

Þátttakendur setjast í hring og sá sem leiðir leikinn lætur hvern og einn fara með höndina ofan í pokann og finna einn hlut. Sá á að lýsa honum og allir reyna að finna út hvaða hlutur ...

Gögn/áhöld: Plastglös og undirlag.

Hlutir úr umhverfinu eru settir á dúk eða annað undirlag, tveir af hverri sort.

Plastglösum eða dósum er hvolft yfir og þátttakendur keppast um að finna samstæður með því að snúa við tveimur glösum í senn.

Sá sem finnur samstæðu fær að geyma hana á meðan leikurinn er kláraður.

Þar sem samstæðurnar eru yfirleitt ekki ...

Þátttakendur eru tveir og tveir saman. Annar þeirra hefur augun lokuð og er leiddur áfram af félaga sínum.

Félaginn stillir hinum upp, rétt eins og ljósmyndari stillir upp myndavél sinni, og þegar hann þrýstir fingrinum á öxl hans opnar sá augun eitt augnablik og lokar augun aftur. Þannig „tekur hann mynd“ af fyrirbærum í umhverfinu.

Mikilvægt er að sá sem ...

Á gönguferð er hægt að gefa börnum leiðbeiningar sem halda athygli þeirra á áfangastað.

T.d. er hægt að gefa þeim fyrirmæli um að finna þrjá hluti; einn mjúkan, einn kaldan, einn blautan.

Einnig er hægt að fara í ýmsar útfærslur af þrautakóng, þannig að í stað þess að þrautakóngurinn leiði hreyfingar hópsins stingur hann upp á einhverju sem allir ...

Daníel skoðar jurtirÞegar fullorðnir fylgja börnum út í náttúruna getur samvera þeirra orðið að ógleymanlegum stundum uppgötvana og ánægju.

Jákvæð upplifun af náttúrunni er lykillinn að umhverfisvitund einstaklingsins og því mikilvægur grunnur til að auka vilja okkar og getu til að lifa í sátt við Jörðina.

Að sjálfsögðu getur slík stund orðið án þess að nokkur undirbúningur hafi átt sér stað en ...

Markmið: Að þjálfast í að skoða nákvæmlega lítið svæði.
Að gera sér grein fyrir að svæði eru ólík í grunninn.

Undirbúningur: Útbúnir litlir hringir, 15-20 sm í þvermál, t.d. úr mjóum vír, helst einn fyrir hvern krakka.

Verkefni: Staðið á ákveðnum stað og hringjunum hent tilviljanakennt.

Síðan er rannsakað nákvæmlega hvað er innan hringsins. Hvað eru t.d. margar ...

Nemendum eru sýnd spjöld með mismunandi grunnformum (hringir, tíglar, ferningar ...) eða þeir fá slík spjöld.

Finna sömu form í umhverfinu og benda á þau? (Gluggar og þök á nærliggjandi húsum, gangstéttarhellur – allt mögulegt.)

Óskasteinninn í Tindastóli (bók með þjóðsögum á skólasafni).

+ sönn saga eða ævintýri?

Kerlingin sem vildi fá nokkuð fyrir snúð sinn (bók með þjóðsögum á skólasafni). Sumir kennarar vilja kannski milda endi sögunnar þegar lesið er fyrir lítil börn og sleppa heilaslettunum!

+ Er þetta ævintýri eða sönn frásögn?

+ Fléttur á steinum. Getum við fundið slíkar?

Hver krakki velur sér „sitt“ tré, rannsakar það og svarar um það spurningum.

Líka hægt að velja sér skika, ákveðinn blett hugsanlega um einn fermetra. Þetta er þeirra blettur. Þau fylgjast með honum hvenær er þar snjór og hvenær ekki. Hvaða dýr búa þar? Hvenær finnst þar fyrsta græna stráið á vorin? Hvernig breytist skikinn yfir árið? Skikinn teiknaður eða ...

Undirbúningur: Áður en farið er út er búið að fara um ákveðið svæði og þar safnað tíu hlutum og þeim vafið inn í klút svo að krakkarnir sjái þá ekki. Þetta geta verið steinar, mismunandi plöntur, laufblöð af ýmsum gerðum, könglar eða annað sem þarna má finna. Athuga þarf að skemma ekkert og taka bara hluti sem eru í nokkru ...

Grænar síður aðilar

Barnauppeldi

Skilaboð: