
Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 19. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...


Rifsber þurfa góðan raka meðan berin eru að þroskast til þess að þau verði stór og safarík. Hefðbundna aðferðin er að gera hlaup úr berjunum. Ef hlaup mistekst hafa berin að öllum líkindum verið orðin of þroskuð. Hleypiefnið er í þeim ljósu og þarna er um að gera að tína snemma og að vera á undan þröstunum. Hlaupið verður samt ...
Ólafs sögu helga segir frá því að Knútur Danakonungur situr í York á Englandi og vill kalla til erfða í Noregi. Þegar Ólafi berast þær fregnir mælir hann þunglega: „Nú kallar hann til ættleifðar minnar í hendur mér. Kunna skyldi hann hóf að um ágirni sína. Eða mun hann einn ætla að ráða fyrir öllum Norðurlöndum? Eða mun hann einn ...
Morgunfrú, Marigold
Mjaðurt [Filipendula ulmaria]
Eggert Ólafsson, mágur Björns1, skrifaði niður hjá sér og þess vegna vitum við hvað var ræktað í Sauðlauksdal árið 1767, þegar Björn var að kljást við vinnufólkið og reyna að fá það til að borða grænmetið.
Blóðberg [Thymus praecox ssp. Arcticus]
Einstakar jurtaolíur heitar og kaldar eru ýmist gerðar úr blómum eða blöðum líkt og te. Sé annað ekki tekið fram gildir sú regla að mestur kraftur sé í blöðum plöntunnar rétt fyrir blómgun en það sakar ekki að taka blómin með. Gullgerðarlistin kenndi að í eimaðri olíu blómanna birtist sál þeirra. Þó hér sé olían ekki eimuð úr blómunum sjálfum ...
Það er ekki auðvelt að rækta rauðrófur úti þótt sumum takist það. En það má líka reyna inni. Þessar fáu er ágætt að borða hráar í sneiðum. Þær eru lostæti. Það er líka hægt að pressa úr þeim safann ef maður á nóg eða súrsa. Þær geymast best af öllum rótarávöxtum. Það er sagt að rauði liturinn stafi af járni ...
Maríustakkur [Alchemilla vulgaris]
Í gær var dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur
Skessujurt [Levisticum officinale, e. lovage] er hin besta jurt til að fá góðan jurtakraft í næstum hvaða rétt sem er.
Dagur hinna villtu blóma verður í ár haldinn sunnudaginn 14. júní. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.