
Náttúran heldur áfram að birta sáðalmanak og fyrstu hálfa ár ársins 2016 er þegar komið inn. Guðfinnur Jakobsson lífrænn bóndi í Skaftholti hefur tekið saman efni í sáðalmanak Náttúrunnar. Smelltu hér til að skoða sáðalmanakið.
Efnið er unnið úr garðabók Maríu Thun, en hún fékkst við rannsóknir á tengslum himintungla og gróðurs í rúmlega 60 ár og gefur út sáðalmanak ...


Matjurtargarður getur verið stór eða lítill, villtur eða ákaflega vel skipulagður eins og Eldhúsgarðurinn hér á vef Náttúrunnar en hann er hugsaður sem einskonar „fyrirmyndargarður“ sem hver og einn getur síðan breytt að eigin geðþótta og aðlagað aðstæðum svo sem; fjölskyldu- og garðstærð, tíma og nennu.
Í Amsterdam stendur til að byggja hverfi sem er hannað með umhverfissjónarmið í huga, þar verða gróðurhús og ræktun, hænsni og annað sem samfélagið þarf til að lifa. Allt í grenndinni. Flutningar langar leiðir á stórum bílum óþarfir og ferskleiki afurða með besta móti. Vörur þurfa ekki eð skemmast í kössum í verslunum heldur gerir nálægðin við neytendur mögulegt að ...
Sáðtíðin hefur hafist í höfuðstöðvum Náttúrunnar í Alviðru.
Enn á ný hefst ræktun í samfélagslega grenndargarðinum og gróðurhúsinu
Námskeið í ormamoltugerð verður haldið í Matrika Studio Stangarhyl 7 laugardaginn 30 janúar frá kl. 14:00-16:00.
Þegar haustar að standa frækrónur dilljurtanna og hreykja sér yfir hinar plönturnar sem eftir standa í garðinum. Þeim sem hafa komist í kynni við þennan sænska rétt, finnst ekkert haust mega líða án þess að bragða á nýjum kartöflum soðnum með dillkrónum. Kartöflurnar og dillkrónurnar eru látnar í skál og borðaðar með smjöri.
Hindber eru allt frá miðöldum þekkt fyrir lækningamátt sinn. Hindberið er í raun ekki ber heldur safn um 20 smárra steinaldina. Ber, blöð og rætur hindberjarunnans eru talin hafa lækningamátt.
Ég skelli hér inn smá skrifelsi og myndum með það í huga að hvetja fólk til að reyna fyrir sér með ræktun nýrra plantna hér á okkar kalda landi.
Það er ekki auðvelt að rækta rauðrófur úti þótt sumum takist það. En það má líka reyna inni. Þessar fáu er ágætt að borða hráar í sneiðum. Þær eru lostæti. Það er líka hægt að pressa úr þeim safann ef maður á nóg eða súrsa. Þær geymast best af öllum rótarávöxtum. Það er sagt að rauði liturinn stafi af járni ...
Reglugerð um plöntuverndarvörur hefur tekið gildi. Markmið hennar er að gera notkun slíkra vara eins örugga og hægt er fyrir heilbrigði manna og dýra og fyrir umhverfið. Sömuleiðis er markmiðið að bæta starfsemi innri markaðarins með því að samræma reglur um setningu plöntuverndarvara á markað. Um leið eru skilyrði við ræktun í landbúnaði og garðyrkju bætt.
Tómatplöntur þurfa mikla vökvun. Það getur tekið stuttan tíma fyrir tómatplöntur að þorna upp ef ekki er hægt að vökva þær daglega eða annan hvorn dag.
Rabarbari er ein flottasta matjurt sem til er. Rabarbarinn er í raun okkar besti ávöxtur. Þetta staðhæfi ég því rabarbarinn er ekki bara stór og mikill heldur er hann sterkbyggður og gefur uppskeru tvisvar sinnum á ári, vor og haust. Duglegir hnausar eru farnir að gefa vel af sér og uppskera má langt fram í júní eða þangað til hann ...
Ef þú ert búsett/ur í íbúð í bæ eða borg og heldur að þú getir ekki ræktað eigin mat þá hefur þú rangt fyrir þér!
Stöðu tunglsins er skipt í fjórðunga. Hver fjórðungur er sjö sólarhringar, enda tunglmánuðurinn 28 sólarhringar. Tvo fyrri fjórðungana er
Grænkál á rætur sínar, í bókstaflegri merkingu, að rekja til Tyrklands. Yngri afbrigði grænkálsins eru sætari en þau eldri voru en hafa samt viðhaldið svipuðu næringargildi en grænkál er mjög ríkt af K, A og C vítamínum auk fjölda annarra vítamína og steinefna (