Mold og jarðarberjaplöntur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á örfyrirlestri sem haldinn verður í Kaffi Loka, Lokastíg 28 101 Reykjavík þ. 10. júní frá kl. 12:00 -13:00 verður fjallað um moldina og mikilvægi hennar innan vistkerfa undir fyrirsögninni: Mold og menning.

  • „Var þeim sama um moldina“? - Gróður- og jarðvegseyðing í ljósi samfélagsbreytinga á miðöldum.
    Egill Erlendsson lektor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
  • Ræktað land á fyrstu öldum Íslandsbyggðar – hvað voru menn að bedrífa þá? Jónatan Hermannsson lektor við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands

Að loknum fyrirlestrum gefst gestum tækifæri
á að koma með spurningar eða sínar eigin stuttar hugleiðingar um viðfangsefni dagsins.


Birt:
June 8, 2015
Tilvitnun:
Áskell Þórisson, Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Moldin er mikilvæg – Örfyrirlestraröð fyrir upptekið fólk!“, Náttúran.is: June 8, 2015 URL: http://nature.is/d/2015/06/08/moldin-er-mikilvaeg-orfyrirlestrarod-fyrir-uppteki/ [Skoðað:June 16, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: