Vallhumall [Achillea millefolium]

Lýsing: Jurtin er 10-50 cm há. Efst á stönglinum sitja blómin, margar körfur saman og mynda þéttan koll. Stöngullinn er seigur, hærður og á honum sitja stakstæð fín-fjaðurskipt blöð. Blómin oftast hvít, stundum bleik eða rauð. Algengur um allt land í þurrum jarðvegi.

Árstími: Takist áður en stöngullinn trénar. Júlí-ágúst. Vallhumall er bestur ef aðeins eru tekin ...

Morgunfrú, Marigold
(Calendula officinalis)

Gamla nafnið yfir þessa jurt er „gull“, Marigold á ensku enda lítur blómið út eins og glampandi gull í sinni tilkomumiklu fegurð. Morgunfrúin hefur unnið sér sess í görðum heimsins vegna þess hve hún er mikilvæg í heimilisapótekið en hún er bæði notuð innvortis og útvortis auk þess sem hún er notuð til matar. Hún er ...

Birki- og mjaðurtar - bað og nuddolía, góð fyrir liðamótin

Mjaðurt lögð til þurrkunar. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Innihald:       
Birkilauf  2/3 hluti
Mjaðurt 1/3 hluti   
Ólífuolía 2/3 full krukka
Rósmarín kjarnaolía, nokkrir dropar

Til gerðar þarf:
Ílát: Góðan pott og skál
Verkfæri: Sleif, hníf og skurðarbretti

Nýttir plöntuhlutar: Laufið af birkinu og blómið af mjaðurtinni skorið smátt   
Tími söfnunar: Birkið tínt af heilbrigðum plöntum, helst ný ...

Stönglarnir settir í krukku og flórsykri hellt yfir, hrista verður niður í krukkunni nokkrum sinnum til að geta fyllt hana alveg. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Nú er rétti tíminn til að skera hvönn og margt gott hægt að gera úr stönglum ætihvannarinnar [Angelica archangelica]. Seinna í sumar er síðan hægt að safna fræjum, þurrka og nota í brauð. Einn af eiginleikum ætihvannarinnar er að vinna gegn öndunarerfiðleikum og hósta og því tilvalið að nota þessa frábæru jurt til að útbúa hóstastillandi hálstöflur eða dropa.

Stönglarnir togaðir upp úr krukkunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Einfalt ...

27. júlí 2015

Hindber (Rubus idaeus L.)Hindber eru allt frá miðöldum þekkt fyrir lækningamátt sinn. Hindberið er í raun ekki ber heldur safn um 20 smárra steinaldina. Ber, blöð og rætur hindberjarunnans eru talin hafa lækningamátt.

Hindberjablaðate er talið geta hjálpað börnum með niðurgang, og á að geta unnið gegn krabbameini í slímhúð og um leið styrkja slímhúðina.

Hindberjablaðate er einnig talið geta styrkt móðurlífið og ...

Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóleyjar í Alviðru þ. 21. júní 2015. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Hófsóley [Caltha palustris] eða lækjarsóley er algeng á láglendi um allt land, lítið á hálendinu, nær þó stundum upp í 300-400 m inni á heiðum. Hæst fundin við jarðhita í 600 m hæð á Hveravöllum og í Landmannalaugum, í köldum jarðvegi hæst í 540 m hæð við Hágöngur í Vopnafirði.  Hún vex í mýrum, vatnsfarvegum og keldum og meðfram lygnum ...

Ljósmynd: Fjalldalafífill í Grímsnesi, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.

Fjalldalafífill [Geum rivale] er hávaxinn og drúpir höfði eins og sorgmædd rauðlituð sóley. Hann er algengur nánast um allt land en vex best í rökum jarðvegi, í grösugum móum og hvömmum.

Í íslenskum lækningajurtum Arnbjargar Lindu Jóhannsdóttur segir m.a. um fjalldalafífilinn; „Jarðrenglurnar eru bæði bragðgóðar og áhrifaríkar gegn niðurgangi. Fjalldalafífillinn allur er góður við lystarleysi og lélegri meltingu. Fjalldalafífill ...

Ein af þeim Jónsmessujurtum* sem Árni Björnsson nefnir í bók sinni Sögu daganna er brönugras [Dactylorhiza maculata]: „Loks er brönugrasið, sem á að taka með fjöru sjávar. Haldið var, að það vekti losta og ástir milli karla og kvenna og stillti ósamlyndi hjóna, ef þau svæfu á því. Það heitir líka hjónagras, elskugras, friggjargras, graðrót og vinagras. Það skal hafa ...

Brönugrös. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Þetta er auðvitað upphaflega merkistíð sem „lengsti dagur ársins“, en vegna skekkju júlíanska tímatalsins hafði hann færst til um nálægt því þrjá daga miðað við sólarárið, þegar kirkjan afréð að fastsetja fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara við sólstöður vetur og sumar. Þess skal getið í leiðinni, að júní sjálfur heitir í almanaki Guðbrands Þorlákssonar nóttleysumánuður.

Jónsmessa er kennd við ...

Mjaðurt [Filipendula ulmaria]. Ljósm. Guðrún TryggvadóttirKyngimagnaðar sögur af undrum sem gerast á Jónsmessunótt* er að finna víða í þjóðsögum og hindurvitnum. Flestir kannast við að kýr geti talað mannamál þá nótt og hafa heyrt að gott sé að rúlla sér berstrípuðum úr dögginni á Jónsmessunótt.

Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir m.a.:

„Nokkrar grastegundir skal vera gott að tína á Jónsmessunótt. Þá má ...

Tíkin Lotta og samferðarmenn njóta útsýnisins í mjúkum mosanum í blómagöngunni. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Í gær var dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur víða um land og á Norðurlöndunum. Guðrún Tryggvadóttir leiðbeindi í göngunni á Suðurlandi en gengið var upp hlíðar Ingólfsfjalls, frá Alviðru. Gestir voru fjórir og veður yndislegt, logn, sól og hiti um 15 stig.

Gróðurinn er mjög stutt kominn, að minnsta kosti 3-4 vikum seinni í þroska en í meðalári. Blóm ...

 Þegar villtar jurtir eru tíndar skal ávallt hafa góðar myndir af jurtunum til samanburðar, því það getur oft verið erfitt að greina á milli líkra plantna og hér á landi eru til nokkrar eitraðar jurtir, t.d. ferlaufungur og stóriburkni.

Gætið þess einnig að tína aldrei svo mikið á sama stað að hætta sé á að jurtinni verði útrýmt, því ...

Ekkert innlent heiti yfir te er til í málinu. Orðið nam hér land um leið og ný lendute fór að flytjast inn á 17. öld en fljótlega var farið að nota það yfir uppáhellingar með innlendum jurtum. Eggert Ólafsson, sem allt vildi hafa sem íslenskast, notar orðið te. Áður fyrr var talað um að gera seyði og við segjum – fáðu ...

23. nóvember 2014

Blóðberg í skjóðu. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eins og það er skemmtilegt að fara út og finna í matinn og leita ákaft að fyrstu vorjurtunum, þá er viss léttir í því fólginn að ná öllu undir þak þegar veturinn kemur. Sumir hafa safnað meira en aðrir. Sumir eiga stærri og betri geymslur með sultum, sykruðum hvannaleggjum og tejurtum. Þeir eiga rótarávexti í kaldri kompu, fjallagrasapoka og vel ...

  • Fjallagrasate að malla. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.50 g. fjallagrös
  • 1 l. vatn

Grösin eru hreinsuð og þvegin úr köldu og heitu vatni. Soðin í 1 l. af vatni við mjög hægan eld í 1-2 klst. Síað og teið soðið aftur með sykri eftir smekk. Bezt er að hafa kandíssykur. Þessi drykkur er drukkinn heitur, hann er mjög megn og er talinn ágætis læknismeðal, við lungnasjúkdómum. Einnig ...

19. október 2014

Fennelblómið Nigella sativa (black seed, black cumin) þarf nú aðstoð okkar til að berjast gegn græðgi Nestlé fyrirtækisins sem sótt hefur um einkaleyfi á fræjum fennelblómsin, svarta kúmeninu, til framleiðslu ofnæmislyfs gegn fæðuofnæmi.

Fennelblómið hefur um árþúsundir þjónað mannkyni, ókeypis, við hinum ýmsum kvillum og sjúkdómum allt frá uppköstum og hitasóttum til húðsjúkdóma og hefur staðið fátækum samfélögum í mið- ...

HreindýramosiSé maður úti á gangi um heiðar og finni mjúkan og örlítið rakan hreindýramosa er ekkert á móti því að taka lúkufylli með heim og setja í flatbrauð eða heilhveitibollur. Best er að gera þetta strax því hann molnar þegar hann þornar og þó bragðið breytist ekki verður lítið úr honum. Björn í Sauðlauksdal segir að hann þurfi mikla suðu ...

14. september 2014

Vallhumall (Achillea millefolium)Eftirfarandi frásögn lýsir aðferðum grasalækna snemma á 20. öld. Guðfinna Hannesdóttir frá Hólum í Stokkseyrarhreppi er fædd 1906. Viðtalið var skrifað niður gegnum síma 1993.

Á Loftstöðum í Flóa bjó systurdóttir Þórunnar, Ragnhildur Gísladóttir. Guðfinna segir svo frá: – Ragnhildur fékkst nokkuð við grasalækningar, en var þó meira við búsýslu. Ég lá í brjósthimnubólgu (en hún var oft undanfari lungnaberkla) um ...

13. september 2014

Efnisorð:

Skilaboð: