• Fjallagrasate að malla. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.50 g. fjallagrös
  • 1 l. vatn

Grösin eru hreinsuð og þvegin úr köldu og heitu vatni. Soðin í 1 l. af vatni við mjög hægan eld í 1-2 klst. Síað og teið soðið aftur með sykri eftir smekk. Bezt er að hafa kandíssykur. Þessi drykkur er drukkinn heitur, hann er mjög megn og er talinn ágætis læknismeðal, við lungnasjúkdómum. Einnig er hann oft settur á flöskur og tekinn inn sem læknismeðal.

Úr bókinni Grænmeti og ber allt árið eftir Helgu Sigurðardóttur.

Efri mynd: Fjallagrasate að hætti Helgu Sigurðardóttur sýður. Neðri mynd: Fjallagrasateið soðið aftur upp eftir að búið er að sjóða fjallagrösin og sía þau frá og bæta siðan púðursykri út í (í stað kandíssykurs sem ég átti ekki til).
Ljósmyndir. Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
Oct. 19, 2014
Tilvitnun:
Helga Sigurðardóttir „Fjallagrasate“, Náttúran.is: Oct. 19, 2014 URL: http://nature.is/d/2009/09/13/fjallagrasate/ [Skoðað:May 18, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Sept. 13, 2009
breytt: Oct. 22, 2014

Messages: