Náttúran hefur frá upphafi starfrækt Náttúrumarkað, vefverslun með hugsjón en eitt af meginmarkmiðum Náttúrunnar er að veita neytendum samræmdar upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur á óháðu markaðstorgi, þannig að þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á samanburði óvéfengjanlegra upplýsinga um vottanir, uppruna og tilurð vörunnar, hreinleika, samsetningu og förgun innihalds og umbúða.

Hér á nýjum vef Náttúrunnar munum við ...

Það sem áður var skilgreint sem úrgangur eða rusl er í dag hráefni eða auðlind fyrir aðra framleiðslu. Úrgangur og rusl er ekkert annað en auðlind á villigötum. Næstum allt er hægt að endurnota eða endurvinna. Lykillinn er að flokka úrgang rétt til að það sé mögulegt. Röng flokkun getur gert að verkum að ómögulegt sé að endurvinna úrgang á ...

Ferskir ávextir eru oft grunsamlega fagrir. Það er ekki einungis að ljótu ávextirnir hafa verið flokkaðir burt, heldur hafa margir ávextir einnig verið úðaðir eða þvegnir með skordýraeitri til þess að þeir líti betur út. Lífrænir ávextir hafa hins vegar ekki verið þvegnir upp úr eiturefnum, ekki hafa verið notuð fyrirbyggjandi lyf og varnarefni og einungis er notaður lífrænn áburður ...

Börnin okkar verðskulda það besta og hreinasta sem völ er á. Framleiðsla vörutegunda eins og vefnaðarvöru, leikfanga, húsgagna og matvöru er oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa þó að sum framleiðsla sé sem betur fer umverfisvænni en önnur. En hvernig vitum við hvaða framleiðandi er ábyrgur og hvaða vara er betri og heilbrigðari en önnur? Viðurkenndar vottanir hjálpa okkur til að vita ...

Korn er uppistaða brauðmetis og hreinleiki kornsins er því það sem mestu máli skiptir varðandi brauðmat. Sætt brauð, kökur og kex hafa aftur á móti oft sykur og fitu sem aðaluppistöðuefni. Brauðmatur úr lífrænu korni er almennt umhverfisvænna en annað brauð, sérstaklega ef kornið er ekki flutt um langan veg. Mikil mengun vegna flutninga getur vegið upp á móti öllum ...

Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri. Íslendingar eru menningarþjóð sem leggur mikið upp úr lestri og kaupir mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða áratugi. Hvernig væri að ...

Fair Trade deildin

Fair Trade eða sanngirnisvottun er oft nefnt réttlætismerki enda byggist hugmyndafræðin á því að sanngirni og virðing sé viðhöfð í viðskiptum. Sanngirnisvottun er nokkurs konar viðskiptasamband framleiðanda, innflytjanda, verslana og neytenda, sem er opið, gagnkvæmt og með virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi.
Sanngirnisvottun er staðfesting á því að varan er unnin á siðferðislega sanngjarnan hátt, án skaðlegra áhrifa fyrir starfsmenn og ...

Fatnaður er okkur mannfólkinu nauðsynlegur og stendur okkur næst i orðsins fyllstu merkingu. Húðin snertir efnið og því er mikilvægt að íhuga hvað við berum næst okkur. Mörg litarefni og framleiðsluferli fela í sér að efnið er meðhöndlað með sýruböðum, og eiturefnum af ýmsum gerðum, sumum jafnvel skaðlegum heilsunni. Eins er framleiðslan sjálf oft uppspretta alvarlegra umhverfisáhrifa og heilsutaps fólks ...

Þegar verslað er hér á Náttúrumarkaði fer pöntunin alltaf í pakka sem er sendur með Íslandspósti samdægurs eða næsta dag eftir því á hvaða tíma dagsins þú pantar. Pöntunin fer af stað samdægurs sé pantað fyrir kl. 12:00 á hádegi og er þá að jafnaði komin á leiðarenda daginn eftir. Þú getur einnig sent pakkann til annarra, sem gjöf ...

Ferskt lífrænt grænmeti er án efa besta grænmeti sem hægt er að fá. Ekki er verra ef það er íslenskt. Lífrænt grænmeti er ræktað á þann hátt sem styður við vistkerfi og viðheldur heilbrigði jarðarinnar. Grænmeti er einnig ein aðaluppistaðan í mörgum unnum matvörum og því tilefni til að lesa vandlega á umbúðirnar. Hér í deildinni eru nákvæmar upplýsingar um ...

Heilsuvörur eru vörur sem stuðla að bættri heilsu á einhvern hátt. Í dag er nokkuð erfitt að skilgreina hvað flokkast undir heilsuvörur og hvað ekki, því úrvalið er gríðarlegt og hugtakið heilsa svo víðfemt. Það sem fyrir einn er hollt er kannski óheppilegt fyrir annan svo það er erfitt að alhæfa í því sambandi. Til að mynda eru þarfir ófrískra ...

Það hefur verið margsannað í rannsóknum að það að eiga gæludýr eykur lífsgæði og lengir lífið. Gönguferð með hundinum er góð líkamsrækt í hvernig veðri sem er. Gæludýrahald er mannvænt en sem slíkt er það ekki talið umhverfisvænt. Það borgar sig að gefa gæludýrinu góðan mat sem er ekki búinn til úr úrgangi heldur hollu hráefni, helst lífrænu. Mikil gróska ...

Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað ...

Kaffi, te og krydd eru þurrkaðar afurðir ýmissa jurta. Líkt og með lifandi plöntur gildir að ræktun sé sem hreinust og náttúrulegust til að tryggja gæði. Einnig ráðast gæðin af því hvernig þurrkun, geymsla og pökkun á sér stað. Lífræn vottun eða umhverfisvottun snýst um allt ferlið frá framleiðslu til pökkunar og tryggir að hvergi hafa verið notuð skaðleg efni ...

Að borða lítið af kjöti er eitt það umhverfisvænsta sem hægt er að gera. Það þarf mikið magn vatns, heys, korns og ekki síst lands til þess að framleiða hvert kíló af kjöti. Íslenskt kjöt er þó betra en flest annað kjöt í Evrópu að þessu leyti. Íslenska fjallalambið gengur um frjálst úti í guðsgrænni náttúrunni og er því umhverfisvænt ...

Náttúruleg leikföng eru þau leikföng oft kölluð sem framleidd eru úr náttúrulegum efnum. Oft eru náttúrulegu efnin þó sjálf mettuð aukaefnum og máluð eða lökkuð með óvistvænum efnum sem ekki eru sérstakleg heilsusamleg og jafnveg skaðleg. Góð leikföng þurfa ekki alltaf að vera úr hreinum náttúrlegum efnum þó að þau geti verið það. Gerviefni geta verið jákvæð út frá umhverfissjónarmiðum ...

Lífrænar vörur eru þær vörur kallaðar sem bera vottun sem standast reglugerð Evrópusambandsins um lífræna framleiðslu og viðurkennd er af IFOAM, alheims-regnhlífarsamtökum um lífrænan landbúnað. 750 samtök frá 108 löndum eru aðilar að IFOAM. Vottunarmerkin bera ýmis nöfn sem getur verið erfitt að átta sig á. Þess vegna eru viðurkenndar vottanir alltaf skýrðar sérstaklega hér á vefnum og tengjast hverri ...

Í matvörudeildinni finnur þú allar mat og drykkjarvörur eða allt vöruúrval Náttúrumarkaðarins sem er ætlað til manneldis. Hér í deildinni leitumst við við að setja fram sem nákvæmastar upplýsingar og birta innihalds, framleiðslu- og vottunarupplýsingar á sem nákvæmastan hátt. Regla er að allar upplýsingar sem er að finna á umbúðunum séu hér vel læsilegar. Það á við bæði um samsetningu ...

Framleiðsla á einföldustu raftækjum hefur gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif. Þess vegna keppast framleiðendur víða um heim nú um að sýna lit og minnka umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En ekki taka allir þátt í því og bíða þangað til að fyrirskipanir berast t.d. frá ESB sem þvinga þá til að minnka umhverfisáhrifin. Við getum tekið þátt í því að „umhverfisvæni verði markaðsforskot ...

Fiskur er holl uppspretta próteins og vítamína. Hann inniheldur einnig Omega-3 fitusýrur sem eru fyrirbyggjandi gegn mörgum sjúkdómum.

Nokkrir aðilar hafa þróað staðla og vottunarkerfi fyrir sjálfbæra nýtingu sjávarfangs. Umfangsmest þeirra er Marine Stewardship Council (MSC), en einnig hafa Friends of the SeaFriends of the Sea, KRAV í Svíþjóð, Naturland í Þýskalandi og stjórnvöld nokkurra ríkja þróað slík kerfi ...

Grænar síður aðilar

Náttúrumarkaður

Skilaboð: