Vitnaleyðslur yfir níu-menningunum í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði
- Location
- Not located
- Start
- Thursday 11. September 2014 09:00
- End
- Thursday 11. September 2014 17:00
Related content
Styðjum níu-menningana úr Gálgahrauni
Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi mótmæla aðför að níu-menningunum úr Gálgahrauniog hvetja þau alla þá sem láta sér annt um náttúru Íslands og frelsið til að mótmæla athöfnum stjórnvalda til að mæta í Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði kl. 9.00 á fimmtudaginn 11. september til stuðnings níu-menningunum en þá hefjast vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjanes í sakamáli sem Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur höfðað gegn níu einstaklingum sem andhæfðu náttúruspjöllum Garðabæjar og Vegagerðar ríkisins í Gálgahrauni. Níumenningarnir eru hluti mun stærri hóps sem mótmælti vegalagningu nýs Álftanesvegar í Gálgahrauni sem var að mati margra bæði ónauðsynlegur og ólöglegur.
Þann 21. október á síðasta ári, á sama tíma og krafa stærstu umhverfissamtaka landsins um ógildingu framkvæmdaleyfis var fyrir dómstólum, lét lögregla höfuðborgarsvæðisins til skarar skríða gegn friðsömum mótmælendum. Yfir 60 lögreglumenn vopnaðir gasi og kylfum stóðu vörð um jarðýtu sem ruddist í gegnum hraunið og handtók á þriðja tug friðsamra mótmælenda sem voru fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Mörg þeirra þurftu að dúsa í einangrunarklefum tímum saman. Nokkru síðar voru níu manns ákærð af lögreglu höfuðborgarsvæðisins fyrir að óhlýðnast lögreglu. Lögmenn níumenninganna hafa farið fram á að kæran verði felld niður. Á það hefur ekki verið fallist og því ljóst að stjórnvöld ætla að taka hart á þeim sem bera hag náttúru Íslands fyrir brjósti.
Náttúruverndarhreyfingin á Íslandi mótmæla þessari aðför lögreglu að saklausu fólki sem vildi vernda fallega náttúruperlu og krefjast þess að stjórnvöld láti nú málið niður falla.
Birt:
Uppruni:
Náttúran.isNáttúruverndarsamtök Íslands
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands
Náttúrustofa Suðurlands
Framtíðarlandið
Landvernd
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Styðjum níu-menningana úr Gálgahrauni“, Náttúran.is: Sept. 9, 2014 URL: http://nature.is/d/2014/09/09/stydjum-niu-menningana-ur-galgahrauni/ [Skoðað:Dec. 8, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.