Ársfundur Veðurstofu Íslands 2014 26.3.2014

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn í húsnæði Veðurstofunnar Bústaðavegi 7-9, fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 8:15–10:30. Fundurinn er opinn öllum og skráning er hafin. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra verða flutt fimm erindi. Fundinum verður streymt á vefinn.

Dagskrá:

  • 8:15–9:00 Morgunverðarhlaðborð
  • Ávarp. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Styrking innviða. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands
  • Loftslagsbreytingar á norðurhjara. Halldór Björnsson, verkefnisstjóri loftslagsrannsókna
  • Veðurfarsbreytingar og væntingar. Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum
  • Hættumat flóða. Ásdís Helgadóttir, sérfræðingur ...

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn í húsnæði Veðurstofunnar Bústaðavegi 7-9, fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 8:15–10:30. Fundurinn er opinn öllum og skráning er hafin. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra verða flutt fimm erindi. Fundinum verður streymt á vefinn.

Dagskrá:

  • 8:15–9:00 Morgunverðarhlaðborð
  • Ávarp. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Styrking innviða. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands ...
26. mars 2014

Út er komið Jöklakort af Íslandi. Höfundar eru Oddur Sigurðsson, Richard S. Williams, Jr. og Skúli Víkingsson. Útgefandi er Veðurstofa Íslands (2013).

Jöklar setja mikinn svip á Ísland og hafa geysileg áhrif á land og þjóð. Í því breytilega loftslagi sem nú ríkir verða árlega stórbreytingar á jöklum. Þær verður að skrá og koma á framfæri. Þess vegna stendur Veðurstofan ...

Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýstu í dag þ. 26. mars 2013 yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu.

Veðurstofa Íslands hefur upplýst almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um óvenjulegar jarðhræringar í Heklu. Jafnframt hefur Veðurstofan hækkað eftirlitsstig Heklu í gult vegna flugumferða, sem þýðir að eldfjallið sýni óvenjulega virkni.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari ...

Líkur á góðu norðurljósaveðri með talsverðri virkni. Bestu aðstæðurnar eflaust á Suðurlandi og í uppsveitum suðvestan og vestanlands. Léttskýjað að mestu sunnantil á landinu og á Vesturlandi. Vestast á landinu gæti þó háskýjaslæða legið yfir um tíma. Búast má við skýjabakka við sjávarsíðuna á Norðurlandi vestra, en víða léttskýjað inn til landsins. Skýjabakki verður um tíma yfir Vestfjörðum í kvöld ...

Fréttatilkynning Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar

Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur sent frá sér fréttatilkynningu ásamt 14 blaðsíðna yfirliti yfir veðurfar á heimsvísu það sem af er þessu ári (2012).

Í yfirlitinu segir að fyrstu ellefu ár aldarinnar (2001 til 2011) séu öll í hópi hlýjustu ára sem vitað sé um frá því að mælingar hófust og að ekki sé annað að sjá en að svipað verði ...

Vísindafélag Íslendinga stendur fyrir málþingi um áhrif hnattrænna loftslagsbreytinga á umhverfið og samfélag manna föstudaginn 16. nóvember 2012 kl 15-17. Málþingið fer fram í sal V101 í Háskólanum í Reykjavík.

Dagskrá:

  • 15:00 Orsakavaldar loftslagsbreytinga fyrr og nú: Jón Egill Kristjánsson, prófessor við Oslóarháskóla
  • 15:30 Áhrif hnattrænna loftlagsbreytinga á jökla og sjávarborð: Helgi Björnsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ...

Vatn í listum er viðfangsefni hádegisfyrirlesturs í Þjóðminjasafninu, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 12:10. Þar mun Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands fjalla um vatn í myndlist og Karólína Eiríksdóttir, tónskáld fjalla um vatn í tónlist.

Í fyrirlestrum fyrr á árinu hefur verið fjallað um stærð og eðli vatnsauðlindarinnar á Íslandi annars vegar og í Afríku hins vegar þar sem ...

Veðurstofa Íslands var að senda frá sér eftirfarandi viðvörun:

Viðvörun vegna illviðris næstu daga
1.11.2012

Veðurstofan varar við norðan vonskuveðri á öllu landinu næstu tvo sólarhringa. Búast má við norðanstormi með vindhraða á bilinu 20-28 m/s um allt land og mjög hvassar vindhviður, allt að 55 m/s, við fjöll, einkum á S-verðu landinu frá Snæfellsnesi til ...

Veðurstofa Íslands sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í dag:

Viðvörun vegna norðan veðurs næstu daga

30.10.2012

Veðurstofan bendir á að vonskuveður verður um norðanvert landið næstu daga. Búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Gert er ráð fyrir stormi (meira en 20 m/s) norðvestantil á landinu á morgun miðvikudag og víða ...

Samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsins eru sumarsólstöður nákvæmlega kl. 23:09 kvöldið 20. júni. Þá er bara að gera sig tilbúin/nn til að fara út í guðsgræna náttúruna og baða sig í dögginni en hún á að vera svo heilnæm, að menn læknist af kláða og 18 öðrum óhreinindum í holdi við að velta sér í henni allsber. Og um leið ...

Samfelldar mælingar á styrk CO2 (koltvísýrings) í lofthjúpnum hófust árið 1957 á Suðurskautslandinu (suðurpólnum) og árið 1958 á Mauna Loa á Hawaii. Þessar mælingar sýndu fljótlega að styrkur CO2 í lofti jókst ár frá ári og var aukningin sambærileg í hitabeltinu og á suðurpólnum.

Við upphaf mælinga var styrkurinn um 315 ppm en árið 2010 var hann orðinn um 390 ...

Dagur og nótt á Jörðinni

Sumarsólstöður eru þegar sól er hæst á lofti á norðurhveli jarðar og þær ber ýmist upp á 20. eða 21. júní. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Á sólstöðum stefnir ofanvarp snúningsáss jarðar á braut jarðar beint á miðju sólar. Þessi atburður er því á tilteknu augnabliki innan dagsins.

Við sumarsólstöður sest sólin ekki á ...

Um klukkan 17:30 í dag (21. maí 2011) tók að mælast aukinn órói með upptök í eða nálægt Grímsvötnum. Gos er nú hafið í Grímsvötnum.  Úr flugvél sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur og í 18- 20000 feta hæð sást mökkur en hann sést nú allt frá Egilsstöðum og til Selfoss. Ekki er gert ráð fyrir að ...

Umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, opnaði nýja útgáfu af vef Veðurstofu Íslands í dag, á alþjóðaveðurdeginum 23. mars.

Nýja útgáfan er birtingarmynd þess að sameining Veðurstofu Íslands og Vatnamælinga Orkustofnunar er um garð gengin. Er það vel við hæfi þar sem í gær var dagur vatnsins.

Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 70 frá árinu 2008 og hefur fengið nýtt merki (lógó) sem ...

Nýtt efni:

Skilaboð: