Tímamótasamkomulag í loftslagsmálum náðist í kvöld á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Samningurinn var samþykktur einróma, með atkvæðum 195 þjóða, laust fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma. Mikil fagnaðarlæti brutust út í fundarsalnum þegar ljóst var að samkomulagið væri í höfn. Fulltrúar margra þjóða táruðust af gleði yfir því að samkomulag hefði náðst.
Það var Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands ...
Efni frá höfundi
Loftslagssamningur samþykktur með klappi 12.12.2015
Tímamótasamkomulag í loftslagsmálum náðist í kvöld á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Samningurinn var samþykktur einróma, með atkvæðum 195 þjóða, laust fyrir klukkan hálf sjö að íslenskum tíma. Mikil fagnaðarlæti brutust út í fundarsalnum þegar ljóst var að samkomulagið væri í höfn. Fulltrúar margra þjóða táruðust af gleði yfir því að samkomulag hefði náðst.
Það var Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, sem lýsti því yfir að loftslagssamningurinn hefði verið samþykktur samhljóða. - Ég lít yfir salinn og sé að allir eru jákvæðir ...
Ný náttúruverndarlög sem leysa munu lög frá 1999 af hólmi voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir klukkan tvö í gær þ. 12. nóvember 2015 með 42 samhljóða atkvæðum. Þingmenn allra flokka hafa sagt við atkvæðagreiðsluna að lögin séu stórt framfaraskref, búið sé að lenda helstu ágreiningsefnum og ljóst sé að tíminn hafi verið notaður vel og hann hafi komið náttúrunni ...
Margt af því sem gert hefur verið til að bregðast við ágangi ferðamanna og vernda viðkvæm svæði, hefur í raun gert illt verra. Þetta segir Bob Aitken, skoskur landfræðingur og ráðgjafi í umhverfismálum.
Hann hefur í 30 ár sérhæft sig í ráðgjöf um lagningu göngustíga á viðkvæmum svæðum og viðhaldi á þeim. Hann hefur heimsótt ýmsa staði hér á landi ...
160 efni eru nú á lista Efnastofnunar Evrópu yfir sérlega hættuleg efni. Markmiðið er að finna og skrá þau öll fyrir árið 2020. Efnin eiga það sameiginlegt að valda sjúkdómum eða safnast upp í lífverum. Sum leiða til alvarlegra truflana á hormónastarfsemi. Fjrósemi karla getur þannig minnkað.
Þeir fá kvenlegra yfirbragð, minna typpi og stærri brjóst. Efnalöggjöf Evrópusambandsins REACH tók ...
Lampar knúnir sólarorku eru nú til sölu í gamla söluturninum á Lækjartorgi. Fyrir ágóðann af hverjum seldum lampa hér er annar framleiddur, niðurgreiddur og sendur þangað sem rafmagn er af skornum skammti.
Það er listamaðurinn Ólafur Elíasson og verkfræðingurinn Frederik Ottesen sem standa að baki verkefninu, sem kalla má félagslegt átaksverkefni. Þeir hagnast ekki sjálfir af sölu hans heldur er ...
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við gerð stafræns gróðurkorts af miðhálendi Íslands. Kortið á eftir að auðvelda vinnu við mat á umhverfisáhrifum en verður líka gert aðgengilegt almenningi.
Stuðst var við öll gróðurkortagögn sem aflað hefur verið frá upphafi en kortlagning á gróðri á miðhálendinu hófst fyrst árið 1955 þegar meta þurfti beitarþol á afréttum. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða ...
Fimmtíu verkefni hljóta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Úthlutunin var tilkynnt í dag og nemur hú 244 milljónum króna. Vatnajökulsþjóðgarður hlaut hæsta styrkinn 29,7 millj.kr. til framkvæmda í Skaftafelli.
Sjö verkefni hlutu tíu milljónir eða meira í styrk:
- Þingeyjarsveit vegna endurbóta við Goðafoss, 15 milljónir k
- Umhverfisstofnun fyrir salernisaðstöðu við Hverfjall í Mývatnssveit 13,8 milljónir kr
- Vatnajökulsþjóðgarður vegna ...
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag var samþykkt að hvetja borgarbúa til matjurtaræktunar á opnum svæðum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram og allir borgarfulltrúar greiddu henni atkvæði.
„Víða um borgina eru opin svæði sem henta til matjurtaræktunar. Lagt er til að auglýst verði eftir hugmyndum frá borgarbúum um svæði sem áhugi er fyrir að nýta til ræktunar," segir í tillögunni ...
Máttur matarins er yfirskrift málþings Náttúrulækningafélags Íslands sem haldið verður á Hótel Natura á morgun.
Á málþinginu verður fjallað um hvað í raun gerist þegar við borðum óhollan og hollan mat. Hvað gerir til dæmis íþróttafólk sem vill ná langt í sinni íþrótt? Ragna Ingólfsdóttir, fyrrverandi atvinnumaður í badminton og ólympíufari og Geir Gunnar Markússon, næringafræðingur á heilsustofnun NLFÍ og ...
Íbúar í þéttbýli eiga að geta losað plast, gler og málma nálægt heimilum sínum samkvæmt nýju frumvarpi um meðhöndlun úrgangs. Þá eiga þeir sem flytja inn og framleiða drykkjavörur að koma upp skilakerfi fyrir umbúðir þeirra.
Frumvarpið er lagt fram til að innleiða Evróputilskipun um meðhöndlun úrgangs. Samkvæmt því er sveitarfélögum skylt að innheimta gjald fyrir alla meðhöndlun úrgangs og ...
„Þetta er mjög græn stefna. Við viljum hafa matjurtagarða og kaupmanninn á horninu í öllum hverfum“, sagði Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs við undirritun nýs aðalskipulegs Reykjavíkur í Höfða í gær.
Ekki er gert ráð fyrir nýjum úthverfum. Markmiðið er að þétta byggðina og eiga 90 prósent allra íbúða að rísa innan núverandi þéttbýlismarka. Skapa á heildstæðari borgarbyggð, nýta betur ...
Sjónvarpið er hinn mesti tímaþjófur á heimilinu. Það eyðir líka einna mestri raforku.
Nýju flatskjáirnir eyða t.d. gífurlegri orku, miklu meiri en forverar þeirra túpuskjáirnir.
Nokkrar gerðir sjónvarpa eru á markaði í dag, en algengustu sjónvörpin eru Led-sjónvörp. Auk þess eru til NeoPlasma og Oled-sjónvörp. LCD og Plasma voru algengastir áður fyrr og eru enn til á markaði.
Orkunotkun ...
Tvö alþjóðleg stórfyrirtæki hér á landi, Alcoa og Norðurál, borga litla sem enga tekjuskatta hér á landi, þar sem þau skulda systurfélögum sínum erlendis hundruð milljarða króna. Fyrirkomulagið er alþekkt erlendis, en lög hér á landi gera þessa aðferð við að lækka skatta auðveldari.
Þetta kemur fram í Kastljósi kvöldsins 20.03.2013. Fyrirkomulagið er í grófum dráttum svona.
Alcoa ...
Andmælaréttur landeigenda á Vatnsleysuströnd, sem eiga yfir höfði sér eignarnám, er í raun ekki virtur þar sem Orkustofnun hefur synjað þeim um að fá afhent gögn. Þetta segir lögmaður landeigenda.
Mánuður er síðan Landsnet óskaði eftir því við atvinnuvegaráðherra að fyrirtækið fengi að taka jarðir á Vatnsleysuströnd eignarnámi til þess að leggja raflínur og reisa möstur. Ósamið er um afnotarétt ...
Grænfriðungar fullyrða í nýrri skýrslu að fatnaður frá 20 þekktum framleiðendum víða um heim hafi að geyma eiturefni sem geti í versta falli valdið krabbameini. Umhverfisverndarsamtökin hvetja tískukeðjur til að uppræta það innan átta ára.
Grænfriðungar hafa á síðustu árum látið gera rannsóknir á vinsælum klæðnaði hjá helstu tískuverslunum til að kanna hvort í honum séu efni sem séu hættuleg ...
Alþjóðasamfélagið hefur náð samstöðu um að tveggja gráðu hlýnun á jörðinni á þessari öld sé hámark þess sem þolanlegt sé, en þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til eða heitið eru allsendis ófullnægjandi. Verði ekkert frekar aðhafst er líklegt að hlýnunin verði allt að fjórar gráður til næstu aldamóta. Þessu er haldið fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans sem birt ...
Loforð um græna leika átti drjúgan þátt í að Bretar fengu að halda Ólympíuleikana. Græni metnaðurinn hefur þó ekki skilað tilætluðum árangri, margar viðmiðanir sem ekki nást.
Ýmsum umhverfisverndarsinnum gremst þó mest aðkoma stórfyrirtækisins Rio Tinto. Reiðir borgarar í Salt Lake borg í Utah í Bandaríkjunum nota leikana til að vekja athygli á málaferlum gegn Rio Tinto vegna loftmengunar í ...
Það mun taka áratugi fyrir mosa á Hellisheiði að verða samur eftir mengun vegna jarðgufuvirkjana á heiðinni. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðist eyðileggingin eiga rætur að rekja til prófunar á borholunum, en mosagróðurinn er nú að jafna sig hægt en örugglega.
Fyrir fjórum árum kom í ljós að að mosi hafði drepist á stóru svæði við Hellisheiðarvirkjun. Töluverðar líkur eru á ...
Metanframleiðsla hefst á Akureyri snemma á næsta ári gangi áætlanir Norðurorku eftir. Áætluð ársframleiðsla samsvarar eldsneytisþörf um 700 fólksbíla.
Norðurorka hefur þegar borað átta vinnsluholur fyrir hauggas á gömlu sorphaugunum á Glerárdal. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að ráðast í hönnun og byggingu vinnslustöðvar og hefja metanframleiðslu.
Talið er að hér sé hægt að vinna um eina og hálfa milljón rúmmetra ...
Íslenska landbúnaðarkerfið heldur aftur af eðlilegri þróun búskaparhátta. Kerfið snýst fyrst og fremst um sauðfjárrækt og nautgriparækt og stuðlar að því að bændur haldi áfram að framleiða þar sem framleitt hefur verið. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.
Daði segir miklar breytingar framundan í landbúnði, á Íslandi og í heiminum öllum, meðal annars vegna hækkandi ...
Hollvinasamtök Elliðaárdalsins voru stofnuð í gærkvöld. Sumir vilja kalla þetta síðasta dalinn í bænum, náttúruperlu sem þurfi að hlúa að og varðveita. Hópurinn sem stendur að samtökunum telur brýnt að skilgreina betur ytri mörk svæðisins, meðal annars með tilliti til byggðar, og ná sátt um vegaframkvæmdir og mannvirki á mörkum svæðisins og innan þess.
Forsaga stofnunar samtakanna er sú að ...
Bandaríska heimildamyndin Food Inc. fjallar um matvælaframleiðslu stórfyrirtækja þar í landi en myndin verður sýnd í ríkissjónvarpinu miðvikudaginn 7. desember kl. 22:20. Mest er lagt upp úr því að framleiða mat með sem minnstum tilkostnaði en minni áhersla lögð á aðbúnað dýra og starfsmanna og öryggi neytenda.
Höfundur myndarinnar er Robert Kenner.
Það er fráleitt að ekki skuli vera til björgunaráætlun fyrir hvítabirni hér á landi og endurspeglar ekkert annað en viljaleysi stjórnvalda, segir Húni Heiðar Hallsson, heimskautalögfræðingur. Hann segir stjórnvöld hafa fengið þrjár viðvaranir með komum hvítabjarna á síðustu tveimur árum þegar fjórða dýrið kom í gær og ekkert hafi verið gert. Dráp birnunnar í gær hafi verið bæði ólöglegt og ...
Fuglinn Sora-rella sem á latnesku heitir Porzana carolina, er kominn til Íslands og hefur sést síðustu daga á Hala í Suðursveit. Þetta er í fyrsta sinn sem Sora-rella, sem er amerískur vaðfugl, sést hér á landi. Hún er gulnefjuð með svart framhöfuð, en brún á baki og með hvíta bringu.
Hún er ein vinsælasta bráð skotveiðimanna í Bandaríkjunum, en kjörlendi ...
Fjórir eru látnir og á annað hundrað slasaðir eftir mengunarslys í súrálsverksmiðju í vesturhluta Ungverjalands. Slysið er sagt vera eitt hið versta í landinu fyrr og síðar.
Neyðarástandi var lýst yfir í þremur sýslum í Ungverjalandi í dag eftir að rauð, báxítmenguð leðja rann frá verksmiðjunni í stríðum straumum. Auk þeirra fjögurra sem hafa fundist látnir er sex til viðbótar ...
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar leggst gegn samþykkt rannsóknarleyfis fyrir Landsvirkjun í Gjástykki. Tryggvi Harðarson sveitarstjóri hafnar því að með þessari afstöðu sé Þingeyjarsveit að leggja stein í götu frekari orkuöflunar í Suður-Þingeyjarsýslu.
Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í gær var tekið fyrir erindi Orkustofnunar þar sem leitað var umsagnar sveitarstjórnar um ósk Landsvirkjunar um áframhaldandi rannsóknarleyfi í Gjástykki.
Í samþykkt sveitarstjórnar er lagst ...
Talsverð loftmengun fylgir öskufalli frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Umhverfisstofnun hefur tekið saman eftirfarandi leiðbeiningar fyrir almenning vegna gjóskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli.
Fínasti hluti gjóskunnar flokkast sem svifryk. Öskusýni frá Mýrdalssandi sýna að um fjórðungur kornanna eru svifryk, það er minna en 10 míkron. Svifryk á greiða leið niður í lungu og getur haft óæskileg áhrif á heilsu.
Umhverfisstofnun biður ...
Eldgosið í Eyjafjallajökli er margfalt stærra en eldgosið í Fimmvörðuhálsi, segir Víðir Reynisson, sem stjórnar Samhæfingarstöð Almannavarna. Hann hefur eftir vísindamönnum um borð í TF-Sif að heildarlengd sprungunnar sé sennilega um tveir kílómetrar. Sprungan liggur í norður-suður. Flóðbylgja er á leið niður Markarfljótsaurana gamla brúin er komin á kaf. Til að reyna að bjarga nýju Markarfljótsbrúnni var Suðurlandsvegur rofinn austan ...
Fulltrúar á Loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn samþykktu lokayfirlýsingu ráðstefnunnar á tíunda tímanum í morgun.
Ekki er enn ljóst hvort einhver ríki og þá hve mörg undirriti hana með fyrirvara. Hlé var gert á ráðstefnunni rétt fyrir klukkan níu í morgun að kröfu Breta. Áður en Bretar báðu um hlé hafði Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur, sem stjórnar ráðstefnunni, tilkynnt að ekki ...
Auðugari þróunarríki, með Kína í fararbroddi, eru andvíg samkomulaginu sem lagt var fram á loftslagsráðstefnunni í gær og óttast að slíkur samningur yrði til að hefta vöxt þeirra.
Þróunarríkin hafa klofnað í afstöðu sinni til ný s loftslagssamnings sem ræddur er á ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Smærri eyríki og fátæk lönd í Afríku, sem eru berskjölduð fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, vilja lagalega ...
Álverð í heiminum þyrfti að tvöfaldast frá því sem nú er til að Kárahnjúkavirkjun skilaði hagnaði. Þetta segir prófessor og lífefnafræðingur sem hefur reiknað út að um 90 milljóna króna tap verði að óbreyttu á rekstri virkjunarinnar á þessu ári.
Ef ekki komi til orku- og auðlindaskattur segir hann virkjunina koma til með að verða baggi á þjóðarbúinu.
Verð á ...
Rúmlega 80% Breta eru andsnúin hvalveiðum Íslendinga og rúmlega tveir þriðju eru tilbúnir að sniðganga íslenskar vörur vegna veiðanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun sem nokkur náttúruverndarsamtök ytra hafa látið gera.
Gert er ráð fyrir að hrefnuveiðar hefjist hér á landi í dag og hafa náttúruverndarsamtök boðað til mótmæla fyrir utan sendiráð Íslands í Lundúnum ...
Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna EPA lýsti því yfir í dag að útblástur gróðurhúsalofttegunda ógnaði heilsufari manna og lífsskilyrðum, bæði fyrir núverandi og komandi kynslóðir.
EPA sagði að niðurstöður þessar leiddu ekki sjálfkrafa til setningu laga og reglna, en ...
Nýtt lag Bjarkar Guðmundsdóttur, lagið Náttúra, verður frumflutt í Ríkisútvarpinu í dag. Lagið verður selt á vefnum nattura.info og rennur allur ágóði af sölunni til nýsköpunar á sviði sjálfbærrar þróunar.
Björk og aðstandendur vefsíðunnar nattura.info, hafa í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, staðið fyrir vinnufundum þar sem leiddir eru saman fjárfestar og iðnhönnuðir, fulltrúar atvinnuþróunarfélaga, þekkingarfélaga og háskólasetra ...
Fullyrt er að hvítabjörn sé á ferli í æðarvarpi í um 300 metra fjarlægð frá bænum Hrauni á Skaga. 10 ára dóttir hjónanna á Hrauni sá fyrst til bjarndýrsins þegar hún elti hund sinn út að æðarvarpinu um klukkan hálf eitt í dag. Foreldrar hennar létu lögreglu vita. Björninn er sagður svipaður að stærð og sá sem gekk á land ...
Björk, Sigur Rós, Ólöf Arnalds, Ghostdigital og fleiri koma fram á útitónleikum þann 28. júní í Þvottalaugabrekkunni í Laugardal. Tónleikarnir verða haldnir í brekkunni fyrir ofan Þvottalaugarnar. Listamennirnir vilja með þeim vekja athygli á náttúru Íslands og náttúruvænum atvinnugreinum. Ókeypis verður á tónleikana en Reykjavíkurborg styrkir þá um 4 milljónir.
Bæjarstjórnin sé einhuga um, að með því að leyfa byggingu Bitruvirkjunar verði meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Samþykkt bæjarstjórnarinnar byggir á fundargerð ...
Fjölmenni ræddi kosti og galla olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum á Bíldudal í gærdag. Sérfræðingar reifuðu þar sjónarmið atvinnusköpunar og umhverfisverndar. Fjórðungssamband Vestfjarða stóð að málþinginu í félagsheimilinu á Bíldudal. Samskonar málþing verður á Ísafirði í dag.
Olíuhreinsunarstöð þyrfti gríðarmikla orku eða sem nemur nærri því heilli Kárahnjúkavirkjun. Hana má annað hvort framleiða með vatns- eða gufuafli, eða með olíu sem brennd ...
Í hádegisfréttum ríkisútvarpsins var í dag fjallað um þann stórmerka atburð að flugvélaeldsneyti sem er bókstaflega umhverfisvænt sé í þróun í Svíþjóð.
Fyrirtæki í Stokkhólmi er komið vel á veg með að þróa aðferð til að búa til flugvélaeldsneyti úr blöndu af koldíoxíði, etanóli og vetni og mynda þannig kolvetnisbasa sem hægt er að umbreyta. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur skoðað þessa ...