Fuglinn Sora-rella sem á latnesku heitir Porzana carolina, er kominn til Íslands og hefur sést síðustu daga á Hala í Suðursveit. Þetta er í fyrsta sinn sem Sora-rella, sem er amerískur vaðfugl, sést hér á landi. Hún er gulnefjuð með svart framhöfuð, en brún á baki og með hvíta bringu.

Hún er ein vinsælasta bráð skotveiðimanna í Bandaríkjunum, en kjörlendi hennar eru meðal annars votlendi í Kaliforníu, Florída, Louisiana, New Jersey og Texas. Fuglaskoðarar hafa síðustu daga brugðið sér á menningarsetrið í Hala til þess að sjá þennan sjaldgæfa gest.

Ljósmynd: Sora-rella, af ruv.is.

Birt:
28. apríl 2011
Höfundur:
Ríkisútvarpið
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „Nýr fugl fannst á Hala í Suðursveit “, Náttúran.is: 28. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/28/nyr-fugl-fannst-hala-i-sudursveit/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: