Surtsey: Smádýr á landi og fuglalíf 11/13/2013

Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt Surtsey: Smádýr á landi og fuglalíf, á Hrafnaþingi miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 15:15.

Í erindinu verður fjallað um dýralíf á Surtsey, - smádýr á landi og fugla. Sagt verður frá því hvernig dýrin bárust að yfir hafið til að nema nýjar lendur sem voru einkar óvistlegar lengi vel og hentuðu ekki nema þeim sem minnstu kröfurnar gerðu til lífsgæða. Fyrstu landnemarnir verða kynntir til sögu, hvernig skilyrðin breyttust og þróuðust ...

Dagur hinna villtu blóma verður næst haldinn sunnudaginn 15. júní 2014. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Flóruvinir og aðrir sem eru reiðubúnir til að standa fyrir plöntuskoðunarferð á blómadaginn eru hér með beðnir að láta ...

Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt Surtsey: Smádýr á landi og fuglalíf, á Hrafnaþingi miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 15:15.

Í erindinu verður fjallað um dýralíf á Surtsey, - smádýr á landi og fugla. Sagt verður frá því hvernig dýrin bárust að yfir hafið til að nema nýjar lendur sem voru einkar óvistlegar lengi vel og hentuðu ...

Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands mun á næsta Hrafnaþingi, í dag miðvikudaginn 28. mars, flytja erindi sitt „Gróðurframvinda í lúpínubreiðum endurmetin“.

Sumarið 2011 var farið á 15 svæði á landinu þar sem gróðurframvinda í lúpínubreiðum hafði verið rannsökuð um 20 árum áður. Á svæðunum hefur lúpína vaxið í 35–60 ár og breiðst út við mismunandi skilyrði. Reynt var ...

Hilmar Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, flytur erindi um Blávatn, nýjasta vatn landsins, á Hrafnaþingi í dag miðvikudaginn 2. nóvember.

Í erindinu verður fjallað um nýjasta stöðuvatns landsins sem myndast hefur í gíg Oksins í Borgarfirði á allra síðustu árum. Tilurð vatnsins er rakin til loftslagshlýnunar og jökulbráðnunar. Vatnið er um 10 ha að stærð og mesta dýpi um ...

Dagur hinna villtu blóma verður haldinn sunnudaginn 19. júní árið 2011. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa. Þátttakan á síðasta ári var alls 211 gestir í 16 skoðunarferðum. Neðst á þessari síðu er tengill inn á ...

Laugardaginn 5. mars verður opið hús hjá Náttúrufræðistofnun Íslands frá kl. 13 til 17 í nýjum heimkynnum stofnunarinnar í Urriðaholti í Garðabæ.

Í opna húsinu gefst almenningi kostur á að fræðast um störf náttúruvísindamanna stofnunarinnar og þeirri stórbættu aðstöðu sem þeir hafa fengið í nýja húsinu. Hægt verður að kynnast skordýrafræði, jarðfræði, steingervingafræði, frjómælingar, grasafræði, flokkunarfræði, fuglafræði og vistfræði, svo ...

Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur á Náttúrufræðistofnun, flytur erindi sitt Íslenskar fjörufléttur af svertuætt á Hrafnaþingi miðvikudaginn 9. febrúar kl. 15:15.

Flestar fjörufléttur sem vaxa við strendur landsins eru af svertuætt. Þekktust þeirra er fjörusvertan (Hydropunctaria maura) sem myndar oft áberandi svart belti sem nær rétt upp fyrir mörk stórstraumsflóðs. Fleiri svertutegundir vaxa við sjóinn, sumar við svipaðar aðstæður og fjörusvertan ...

Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi um Búrfellshraun á fyrsta Hrafnaþingi ársins 2011. Erindið hefst kl. 15:15 og lýkur um kl. 16:00.

Hraunasvæðin í Hafnarfirði og Garðabæ bera frá fornu fari ýmis nöfn, s.s. Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun og Vífilsstaðhraun en ofar eru Urriðakotshraun, Gráhelluhraun og Smyrlabúðarhraun. Síðar hafa þessi hraun verið nefnd einu nafni Búrfellshraun ...

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og er að jafnaði annan hvern miðvikudag kl. 15:15-16:00. Hrafnaþing hefur verið haldið allt frá árinu 2003.

Á Hrafnaþingi kynna stafsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur fyrir umræður um náttúrufræði.

Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru opin öllum!

Á vormisseri ...

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann, að jafnaði annan hvern miðvikudag í hádeginu.
Athugið að ný heimkynni Hrafnaþings eru í sal söngskólans Domus Vox að Laugavegi 116, 2. hæð (austan 11-11)

Á Hrafnaþingi kynna stafsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur fyrir umræður um náttúrufræði.

Fræðsluerindi á ...

Svenja Auhage, umhverfis- og vistfræðingur á Náttúrufræðistofnun, flytur fyrsta erindi Hrafnaþings á þessum vetri. Erindi Svenju ber heitið „Fuglalíf á endurheimtum vötnum á Vesturlandi“.

Á síðustu öld tók votlendi miklum breytingum hér á landi vegna framræslu og ræktunar mýra. Á láglendi hafa mýrar víðast hvar verið ræstar fram og lítið er eftir af ósnortnu landi. Framræslan hefur haft mikil áhrif ...

Fyrsta erindi vetrarins á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands verður flutt miðvikudaginn 29. október. Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur NÍ, ríður á vaðið með erindið „Fþllinn í Rangárvallasýslu: útbreiðsla og saga“. Hægt er að nálgast dagskrá vetrarins á vef stofnunarinnar.

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar og er þetta í sjöunda sinn sem það er haldið. Hrafnaþingið verður með svipuðu móti og áður, en ...

Fyrr í mánuðinum birti Náttúrufræðistofnun frétt Orkuveita Reykjavíkur á heimasíðu sinni um skemmdir í mosaþembu í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Það var álit stofnunarinnar að skemmdirnar mætti líklega rekja til brennisteinsmengunar frá virkjuninni sem starfað hefur í tvö ár. hefur í kjölfarið undirbúið rannsóknir á mosaskemmdunum og orskökum þeirra.

Við orkuver Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi eru hraun með mosaþembu svipaðri þeirri sem ...

Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2008 verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri þ. 05.05.2008

Dagskrá:

13:30 Setning ársfundar
13:35 Ávarp Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra
13:55 Skýrsla og hugleiðingar forstjóra Náttúrufræðistofnunar, Jón Gunnar Ottósson
14:20 Umræður
14:30 Ávarp fulltrúa náttúrustofa, Þorsteinn Sæmundsson
14:45 Ávarp fulltrúa SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
14 ...

Gróa Valgerður Ingimundardóttir, líffræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi um vorblóm á næsta Hrafnaþingi sem verður í Möguleikhúsinu miðvikudaginn 16. apríl.

Í fyrirlestrinum verður sagt frá mismunandi tegundum vorblóma í flóru Íslands og aðferðum við að greina þær. Ættkvísl vorblóma (Draba L.) er afar snúin frá flokkunarfræðilegu sjónarhorni. Hér á landi hafa helst Draba incana L., D. norvegica Gunn., D ...

Dr. Tómas Grétar Gunnarsson, vistfræðingur og forstöðumaður Háskólaseturs Snæfellsness flytur erindi um vaðfugla og votlendi á næsta Hrafnaþingi sem verður í Möguleikhúsinu miðvikudaginn 26. mars.

Yfir standa einhverjar mestu breytingar á landnotkun á Íslandi sem átt hafa sér stað frá landnámi. Nú og í náinni framtíð verður stóraukin þörf á betri þekkingu á kostnaði og ávinningi sem hlýst af mismunandi ...

Hrafnaþingi á Hlemmi - opin fræðsluerini Náttúrufræðistofnunar. Erindi eru flutt að jafnaði annan hvern miðvikudag og eru haldin í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík. Þau hefjast kl. 12:15 og er lokið kl. 13:00. Næsta erindi Hrafnaþings, verður miðvikudaginn 20. febrúar og nefnist „Birkifrjókorn - Má lesa sögu erfðablöndunar ilmbjarkar og fjalldrapa úr jarðvegi?“

Llilja Karlsdóttir líffræðingur á Líffræðistofnun Háskóla Íslands ...

Náttúrufræðistofnun vill vekja athygli á Hrafnaþingi á Hlemmi - opnum fræðsluerindum stofnunarinnar.

Erindi eru flutt að jafnaði annan hvern miðvikudag og eru haldin í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík frá kl 12:15 til 13:00. Næst á dagskrá er erindi Þorsteins Sæmundssonar Berghlaupið við Morsárjökul en það verður haldið miðvikudaginn 30. janúar.

Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra ...

Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og er að jafnaði annan hvern miðvikudag í hádeginu. Árið 2003 fékk stofnunin inni í sal Möguleikhússins við Hlemmtorg og gafst þá færi á að bjóða gestum að hlýða á erindin.

Á Hrafnaþingi kynna stafsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur ...

Nýtt efni:

Messages: