Dagskrá Hrafnaþings í vetur
Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar sem eru á dagskrá yfir vetrartímann, að jafnaði annan hvern miðvikudag í hádeginu.
Athugið að ný heimkynni Hrafnaþings eru í sal söngskólans Domus Vox að Laugavegi 116, 2. hæð (austan 11-11)
Á Hrafnaþingi kynna stafsmenn stofnunarinnar rannsóknir sínar og gestafyrirlesurum er boðið að flytja erindi. Hrafnaþing er vettvangur fyrir umræður um náttúrufræði.
Fræðsluerindi á Hrafnaþingi eru opin öllum!
Sjá dagskrá vetrarins hér að neðan:
Dagsetning | Fyrirlesari | Heiti erindis | |
25. nóv. | Svenja Auhage, umhverfis- og vistfræðingur NÍ |
Fuglalíf á endurheimtun vötnum á Vesturlandi | |
9. des. | Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur NÍ |
Mþrar í norðlægum löndum: fjölbreytni og flokkun | |
20. jan. | Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur NÍ |
Árangur birkisáninga - dæmi úr Gára á Rangárvöllum | |
10. feb. | Kristján Jónasson og Sigmundur Einarsson, jarðfræðingar NÍ |
Flokkun og verndargildi jarðminja á háhitasvæðum á Íslandi | |
10. mars | Ásrún Elmarsdóttir, plöntuvistfræðingur NÍ |
Flokkun og verndargildi gróðurs og landgerða á háhitasvæðum á Íslandi | |
24. mars | Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur NÍ |
Villisveppir á barrnálabeði - sveppavertíðin 2009 | |
14. apríl | Kristinn P. Magnússon, sameindalíffræðingur NÍ og dósent við HA |
Sameindaerfðafræði notuð til að meta líffræðilegan fjölbreytileika | |
21. apríl | Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur NÍ |
Breytingar á fuglalífi í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar |
Veturinn 2009-2010 fer Hrafnaþing fram í sal söngskólans Domus Vox að Laugavegi 116, 2. hæð frá kl. 12:15-13:00, sjá kort.
Birt:
Nov. 23, 2009
Tilvitnun:
Náttúrufræðistofnun Íslands „Dagskrá Hrafnaþings í vetur “, Náttúran.is: Nov. 23, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/23/hrafnathing/ [Skoðað:Sept. 12, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Dec. 2, 2009