Rabarbari, þurrkaður 26.7.2015

Sé mikil rabarbarauppskera og ílát takmörkuð til geymslu á rabarbaranum, er heppileg aðferð að þurrka hann. Einnig kemur það sér vel, að minni sykur þarf í þurrkaðan rabarbara en nýjan, þegar hann er matbúinn. Best er að þurrka rabarbarann um hásumarið.

Rabarbarinn er þveginn, þerraður, ekki flysjaður. Skorinn í 10 cm. langa bita, sé leggurinn gildur, er hann skorinn í 2-4 ræmur eftir endilöngu.

Bitarnir eru dregnir á nál upp á soðinn seglspotta, sem gjarna má vera 3-4 metrar. Spottinn ...

RabarbariSé mikil rabarbarauppskera og ílát takmörkuð til geymslu á rabarbaranum, er heppileg aðferð að þurrka hann. Einnig kemur það sér vel, að minni sykur þarf í þurrkaðan rabarbara en nýjan, þegar hann er matbúinn. Best er að þurrka rabarbarann um hásumarið.

Rabarbarinn er þveginn, þerraður, ekki flysjaður. Skorinn í 10 cm. langa bita, sé leggurinn gildur, er hann skorinn í ...

26. júlí 2015
  • Fjallagrasate að malla. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.50 g. fjallagrös
  • 1 l. vatn

Grösin eru hreinsuð og þvegin úr köldu og heitu vatni. Soðin í 1 l. af vatni við mjög hægan eld í 1-2 klst. Síað og teið soðið aftur með sykri eftir smekk. Bezt er að hafa kandíssykur. Þessi drykkur er drukkinn heitur, hann er mjög megn og er talinn ágætis læknismeðal, við lungnasjúkdómum. Einnig ...

19. október 2014

ReyniberReyniber eru talin mjög holl. Af berjunum er rammur keimur, sem mörgum fellur mjög illa. Reyniberin eru tínd þegar þau eru vel þroskuð, og bezt er að þau hafi frosið. Rétt er að láta þau liggja í vatni í 3 sólarhringa, en skipta verður um vatn daglega; við það minnkar rammkeimurinn af berjnum. Úr berjunum nýjum má sjóða graut og ...

18. ágúst 2014

Krækiiyng (Empetrum nigrum)Krækiber hafa ekkert kjöt svo þau eru best í saftir. Þau eru bara skinn og lögur.

Krækiberjasaft – soðin eða hrá

1 l. krækiberjasaft
400 gr. sykur

Krækiberin eru hreinsuð, þvegin og pressuð í berjapressu. Saftin mæld og sykrinum blandað saman við. Vínsýran leyst upp í litlu heitu vatni og hrærð saman við. Saftin er ýmist höfð hrá eða soðin í ...

09. ágúst 2014

Krækalyng (Empetrum nigrum)1 kg rabarbari
1 kg krækiber
1 kg sykur
2 msk. sultuhleypir

  1. Takið frá 2 dl af sykri og geymið. Skerið rabarbara smátt, setjið í pott ásamt sykri og krækiberjum og sjóðið við hægan hita í 1 -2 klst.
  2. Blandið sykrinum sem tekinn var frá saman við sultuhleypinn, sigtið yfir sjóðandi sultuna og látið sjóða vel upp. Eða fylgið leiðbeiningum ...
06. ágúst 2014

Krukkur soðnarKrukkurnar sem geyma á maukið í, mega ekki vera sprungnar. Heppilegast er að sé brún á þeim, svo auðvelt sé að binda yfir þær; einnig má nota niðursuðuglös eða krukkur með skrúfuðu loki. Það er sjálfsagt að hreinsa öll ílát jafnóðum og þau eru tæmd og hvolfa þeim í geymslunni. Þegar nota á ílátín eða krukkurnar, eru þær þvegnar vel ...

03. ágúst 2014

Um þau segir Magnús Stephensen í hugvekjum 1808:
„Sérhver sjóarbóndi og sömuleiðis margt  sveitafólk gjörþekkir söl, sem eru almenn fæða fjölda manna í nokkrum héruðum, einkum Árness-, Borgarfjarðar og Dalasýslum, hvar þeim jafnvel er til sölu í uppsveitir töluvert safnað, hvar þau og seljast dýrum dómum, einkum fyrir beztu landaura, smjör, kjöt, ull, skinn og brúkast jafnaðarlega til mannafæðis...
Um ...

06. nóvember 2013

Í kaflanum „Nokkrar nytjajurtir, er vaxa hér villtar“ úr bókinni Grænmeti og ber allt árið - 300 nýjir jurtaréttir eftir Helgu Sigurðardóttur frá árinu 1941 segir:

„Skarfakál [Cochlearia officinalis] var fyrrum talið eitt hið óbrigðulasta meðal við skyrbjúg, og var tröllatrúin svo mikil á ágæti þess, að oft var sjúkt fólk sent langar leiðir, til að vera nokkurn tíma þar sem ...

08. ágúst 2013

Þegar flöskurnar eru losaðar, er nauðsynlegt að þvo þær vel um leið; en hafi það ekki verið gjört vandlega, eru þær lagðar í sódavatn yfir nóttina. Séu þær blettóttar, er látinn grófur sandur eða salt í þær og þær hristar þangað til blettirnir eru farnir úr þeim.
Þvegnar og burstaðar vel að innan, settar í pott með köldu vatni; hvolft ...

05. september 2009

Nýtt efni:

Skilaboð: