ReyniberReyniber eru talin mjög holl. Af berjunum er rammur keimur, sem mörgum fellur mjög illa. Reyniberin eru tínd þegar þau eru vel þroskuð, og bezt er að þau hafi frosið. Rétt er að láta þau liggja í vatni í 3 sólarhringa, en skipta verður um vatn daglega; við það minnkar rammkeimurinn af berjnum. Úr berjunum nýjum má sjóða graut og súpur, eins og úr venjulegum berjum, en með þeirri súpu er sérstaklega ljúffengt að hafa þeyttan rjóma. Úr reyniberjum má einnig búa til saft og haup, en í reyniberjamauk er nærri því nauðsynlegt að hafa epli, annars er það ekki gott.

Reyniberjasaft

Í 1 l. af saft eru notuðu 1/2 - 3/4 kg. sykur.
Reynibering, sem eru vel þroskuð, eru tínd, hreinsluð og lögð ívatn í 3 sólarhringa.
Berin sett í pott með vatni, er tæplega flýtur yfir.
Hitað við hægan eld; þegar suðan kemur upp, er soðið í 5 mín., eða þangað til berin springa. Hellt í þunnan línpoka, sem látinn er á slá eða grind: saftin látin síga úr berjunum án þess að hrært sé í.
Í hvern l. af saft er látið 1/2 - 3/4 kg. sykur og það soðið í nokkrar mínútur; froðan veidd vel ofan af Saftinni er hellt á hreinar og heitar flöskur (sjá hreinsun á flöskum); tappi settur í lakkað yfir.

Reyniberjahlaup

Í einn líter af reyniberjasaft þarf 800-1000 gr. af sykri. Berin, sem helzt hafa frosið, eru hreinsuð og sett í pott með litlu vatni og hitað, svo safinn komi úr berjunum. Þetta má ekki sjóða lengi.
Hlemmur er settur á pottinn og bíði þannig í 10 mín.
Síað á þéttu líni, svo að saftin verði sem tærurst. Hituð með sykrinum og soðin í 10 mín. Hlaupinu hellt í heitar krukkur.

Úr bókinni Grænmeti og ber allt árið eftir Helgu Sigurðardóttur.

Mynd: Reyniberjaklasi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
18. ágúst 2014
Tilvitnun:
Helga Sigurðardóttir „Reyniberjasaft og reyniberjahlaup“, Náttúran.is: 18. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2009/09/05/reyniber/ [Skoðað:8. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. september 2009
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: