Á Græna kortinu:

Vefmiðlun um umhverfismál

Vefslóðir á síður með staðbundnar upplýsingar um ýmiskonar umhverfismál.

Umhverfisfræðsla

Allt frá skipulögðu námi á öllum skólastigum, til einstakra umhverfisfræðslunámskeiða og fyrirlestra ætluðum almenningi.

Grasþak

Grasþök eru aftur að verða algengari í mörgum löndum. Bæði á háhýsum og sveitabýlum eða frístundahúsum. Á Íslandi er sterk hefð fyrir grasþökum enda hluti af byggingarhefð torfbæjanna. Grasþök eru umhverfisvæn m.a. að því leyti að þau kæla og hreinsa loftið, eru ágætis eldvörn í húsum og endurvinna regnvatn. Grasþök í borgum auka lífsgæði og yndisauka á mölinni.

Umhverfissérfræðingur

Sérfræðingar, þjónusta eða skrifstofur sem vinna að því að hjálpa bæði einstaklingum og samfélaginu í heild sinna við að móta umhverfisvænar stefnur og lífshætti. Geta verið ríkisrekin, frjáls félagasamtök, grasrótarsamtök, verkfræðistofur, umhverfisfræðingar og ráðgjafar á sviði umhverfisfræða og umhverfisfræðslu

Vistvæn bygging

Þrjár byggingar eru nú vottaðar samkvæmt vottunarkerfinu BREEAM. Lagt er mat á hönnun, umhverfisstjórnun í rekstri og framkvæmd og lögð áhersla heilsusamlegt umhverfi fyrir notendur byggingarinnar. Aðrar vistvænar byggingar eru t.d. Sesseljuhús á Sólheimum

Umhverfisvæn upplýsingaþjónusta

Staður eða vefsvæði sem hægt er að leita til til að fá upplýsingar um ýmiskonar umhverfistengt málefni. Þaðan er vísað áfram á græn vefsvæði og aðra þjónustu á sviði umhverfismála.

Skilaboð: