Andri Ottesen framkvæmdastjóri Carbon Recycling International* mun halda fræðsluerindi í Sesseljuhúsi , Sólheimum, laugardaginn 17. júlí kl 13:00. Þar mun hann fjallar um vistvæna tækni og vistvænar áherslur í atvinnuuppbyggingu. 

Hann mun fjalla um endurnýtingu á CO2 útblæstri frá iðnaðarframleiðslu til eldsneytisframleiðslu (metanól sem er blandað í bensín til lækkunar á CO2 útblæstri frá umferð). Einnig fjallar hann um uppbyggingu iðnaðargarða sem vistvæn stóriðja.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

*Carbon Recycling International ehf er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað tækni til framleiðslu á metanóli úr koltvíoxíði en frumgerð vélar sem getur breytt útblæstri í orku „metanól“ sem getur knúið bifreiðar er fullbúin. Fyrirhugað er að reisa stöð á Svartsengi, nærri orkuveri HS Orku. Vísindamenn Carbon Recycling hafa fengið einkaleyfi á Íslandi á aðferðinni sem hefur vakið mikla athygli enda myndi slík framleiðsla leysa hluta af vandamáli kolefnislosunar frá orkuverum og þannig gera þau loftslagsvænni.

Sjá Carbon Recycling hér á Grænum síðum.

Birt:
16. júlí 2010
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Carbon Recycling kynning í Sesseljuhúsi“, Náttúran.is: 16. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/16/carbon-recycling-kynning-i-sesseljuhusi/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: