Lífræna kortið

Lífræna kortið er sá hluti Græna kortsins sem gefur heildstætt yfirlit yfir lífrænt á Íslandi. Þú finnur framleiðendurna sem hafa lífræna vottun og fyrirtækin sem leggja höfuðárherslu á að bjóða upp á lífrænt vottaðar afurðir. Lífræna kortið er til þess gert að hvetja neytendur til að velja lífrænt vottað umfram annað þegar þess er kostur. 

Meira

Fréttir

Náttúran.is er óháður regnhlífarvefur og birtir fréttir af því markverðasta á sviði náttúru- og umhverfismála á Íslandi og annars staðar í heiminum. Birtar fréttir spanna tímabilið frá ágústmánuði 2005 til dagsins í dag. Fréttir birtast undir nafni höfunda og bera höfundar einir ábyrgð á skrifum sínum. Fréttir sendist á natturan@natturan.is.

Meira

Endurvinnslu – App

Náttúran.is hefur þróað Endurvinnslukort fyrir iPhone og iPad og er það aðgengilegt í AppStore. Appið er ókeypis og notkun þess líka. Tilgangur Endurvinnskortsins er að fræða um flokkun og endurvinnslu og einfalda leit að réttum stað fyrir hvern endurvinnsluflokk og stuðla þannig að betri og markvissari endurvinnslu.

Meira

Húsið – App

Húsið, app fyrir Android og iOS um allt á heimilinu og nágrenni þess, fyrir alla fjölskylduna. Appið er ókeypis eins og allt sem Náttúran.is þróar til að skapa sjálfbært samfélag. Í Húsinu eru þrír flokkar, Húsið og umhverfið, Merkingar og Leikir. Hús appið fjallar um umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýtingu, sparnað og hagsýn og vistvæn innkaup.

Meira

Viðburðadagatalið

Viðburðadagatal Náttúran.is gefur yfirlit yfir viðburði sem geta af ýmsum ástæðum verið áhugaverðir fyrir náttúruunnendur. Hér sérð þú fundi, ráðstefnur, sýningaropnanir og merkisdaga af ýmsum toga. Hægt er að senda inn tilkynningar um viðburði með mynd og upplýsingum um staðsetningu á natturan@natturan.is.

Meira

Grasa-Gudda

Grasa-Gudda er guðmóðir Náttúran.is en fyrsta útgáfa vefsins, sem fór í loftið haustið 2005, hét einmitt grasagudda.is og fræddi um jurtir og var ennfremur fréttavefur um umhverfismál. Tilgangur Grasa-Guddu er að seilast í viskubrunna fortíðar og nútíðar og fræða um villtu jurtirnar og hvernig þær geta fætt okkur og læknað.

Meira

E aukefnin

Í matvælum nútímans eru allskyns aukefni sem við flest kunnum lítil skil á. En hvaða efni eru þetta og hvaða áhrif skyldu þau hafa á líkama okkar? Í E aukefna gagnagrunni Náttúrunnar getur þú leitað eftir öllum E aukefnaheitum sem birtast á innihaldsmiðum umbúða og fræðst um hvort að aukefnin séu í grænum, gulum eða rauðum flokki.

Meira

Vistrækt

Vistrækt (Permaculture) er heildrænt hönnunarkerfi sem leitast við að líkja eftir náttúrunni. Í vistrækt felst m.a. matvælaframleiðsla sem vinnur með náttúrulegu umhverfi. Vistrækt hefur að leiðarljósi sjálfbæra og umhverfisvæna landnotkun, uppbyggingu jarðvegs og stöðugra samfélaga manna, plantna og dýra.

Meira

Merkingar

Í flokknum „Merkingar“ í appinu Húsið og hér á vefnum finnur þú heilan hafsjó af alls kyns merkjum sem hafa með umhverfi, sjálfbærni, endurvinnslu og hættur að gera. Með því að skilja þýðingu þeirra erum við fær um að velja jákvæðari kosti. Náðu þér í Húsið fyrir Android og iOS ókeypis og notaðu það við innkaupin.

Meira

Húsið og umhverfið

Húsið og umhverfið er gagnvirkur upplýsingabanki um umhverfisvænan lífsstíl og lykill að umhverfislausnum fyrir heimilið. Ef smellt er á einstaka rými í Húsinu og síðan einstaka hluti birtast upplýsingar um hvernig atriði eins og umhverfis- og heilsuáhrif, endurnýting, sparnaður og hagsýn og vistæn innkaup tengjast hverjum hlut fyrir sig.

Meira

Á 5 tungumálum

Ný útgáfa Græna kortsins yfir Ísland er á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, ítölsku og frönsku. Með því að auka við málaflóruna hefur Græna kortið nú möguleika á að ná til mun stærri hóps jarðarbúa en áður með dýrmætar upplýsingar um grænni fyrirtæki, vörur, og þjónustu sem og menningarstarfsemi og náttúrufyrirbæri alls staðar á landinu.

Meira

Veðurspáin

Náttúran.is nýtir sér þjónustu Veðurstofunnar og Reiknistofu í veðurfræði og birtir bæði hefðbundna veðurspá og veðurathuganir auk veðurþáttaspáar. Auk þess birtum við viðvaranir þegar vá er fyrir dyrum, af völdum veðurs, náttúruhamfara eða annars.  Þegar svo ber undir birtast jarðhræringar á Græna kortinu.

Meira

Sáðalmanakið

Sáðalmanak Náttúran.is er sett þannig fram að þú sérð á tímalínu hvaða tímabil hentar best til að sá til eða gróðursetja hina sex flokka; ávexti, blóm, blöð, rót, tré og ýmislegt. Einnig hvenær óhagstætt er að sá eða gróðursetja. Þú getur valið um að sjá einn dag, viku eða mánuð í senn. Með smelli á reitina sérð þú nákvæmar tímasetningar.

Meira

Prentuð Græn kort

Náttúran.is hefur á sl. árum gefið út Græn kort í prentútgáfum. Síðast kom kortið út haustið 2013 í 30 þúsund eintökum og er upplagið nú á þrotum. Grænu kortunum er dreift ókeypis og verðum við því að treysta á stuðning til útgáfunnar. Getur þú stutt útgáfuna gegn því að fá merkið þitt á kortið? Já ég vil styðja útgáfu Græna kortsins.

Meira

Græna kortið

Græna kortið yfir Ísland byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi sem auðveldar þér að finna grænni fyrirtæki, vörur, og þjónustu sem og menningarstarfsemi og náttúrufyrirbæri alls staðar á landinu. Athugið að sumir flokkar taka einnig til varhugaverðra fyrirbæra og svæða. Græn kort – Suður er app-útgáfa sérstaklega um Suðurland.

Meira

Endurvinnslukortið

Á Endurvinnslukortinu sérð þú hvar á landinu tekið er við hvaða endurvinnsluflokkum og hvar móttökustöðvar, grenndargámar, gámastöðvar og flöskumóttökur eru í þínu næsta nágrenni. Líka allar upplýsingar um endurvinnsluflokkana og þjónustuna sem er í boði víðs vegar um landið. 

Meira

Grænvarpið

Grænvarpið er mynd- og hljóðvarp Náttúran.is. Grænvarpið flytur vandaðar umfjallanir um samfélags-, ferða- og umhverfismál líðandi stundar, bæði efni úr eigin framleiðslu og aðsent efni. Í þættinum „Með náttúrunni“ er lögð sérstök áherslu á persónuleg viðtöl við fólkið sem stendur í eldlínu náttúruverndarbaráttunnar hér á landi.

Grænvarp

Meira

Eldhúsgarðurinn

Í Eldhúsagarðinum finnur þú góð ráð til að gera skipulag garðsins einfaldara, uppskeruna gjöfulli og ánægjuna af ræktuninni þar af leiðandi mun meiri. Í Eldhúsgarðinum er fjöldi greina og góðra ráða um jurtir og ræktun. Ný gagnvirk útgáfa af Eldhúsgarðinum er í vinnslu og birtist hér á vefnum innan tíðar.

Meira

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: