Í dag eru margir sem kaupa tilbúna matvöru í stað þess að matreiða frá grunni innan veggja heimilisins. Slíkur matur inniheldur venjulega þráavarnar- og rotvarnarefni til þess að hann endist lengur. Meira en 3000 slík aukefni eru á markaðnum í dag.
Yfirleitt er bætt salti eða sykri í matinn. Einnig eru notuð álsílíköt (E-559), amínósýrur, ammóníum karbónöt (E-503), bútýlerað hýdroxítólúen ...


Drykkir með eða án goss sem innihalda blöndu sykurs, sætuefna, litarefna, bragðefna og eru ekki úr hreinum ávaxtasafa eða kolsýrðu vatni.
Erfðabreytt matvæli eru í sjálfu sér ekki hluti af E-efna kerfinu. En rétt að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Rannsóknir hafa að mestu verið framkvæmdar og kostaðar af framleiðendum og því verður að taka þeim með fyrirvara.
Margir hafa tekið eftir því að algengar brauðtegundir eru farnar að endast æ lengur. Samt er það svo að brauð sem er nýbakað úr náttúrulegum hráefnum helst ekki lengi ferskt.