Green Key fáni Radisson Blu. Ljósm. Landvernd.Landvernd afhenti í gær Radisson hótelunum á Íslandi umhverfisviðurkenninguna Green Key/Græna lykilinn.

Radisson hótelin eru fyrst íslenskra hótela til að hljóta þessa alþjóðlegu viðurkenningu. Landvernd hlakkar til að takast á við nýjar áskoranir tengdar þessu spennandi verkefni og að auka útbreiðslu þess á Íslandi.

Green Key /Græni lykillinn er alþjóðleg umhverfisvottun fyrir hóteliðnaðinn. Um 2.300 hótel í 46 löndum hafa uppfyltt skilyrði Græna lykilsins. Til að fá Græna lykilinn verða hótel að uppfylla strangar umhverfiskröfur og viðmið sem taka bæði til starfseminnar sem slíkrar, fræðslu og samskipta. Græni lykillinn tekur til ábyrgðar fyrirtækisins gagnvart umhverfinu og samfélaginu.

Græni lykillin sefnir að:

  • því að auka umhverfisvitund hótelgesta- og viðskiptavina
  • auka notkun sjálfbærra lausna í rekstri og tækni
  • reka umhverfislega ábyrgt fyrirtæki og takmarka notkun hráefna og orku.

Sjá nánar um Græna lykilinn á green-key.org.

Birt:
29. janúar 2015
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Radisson hótelin á Íslandi fá Græna lykilinn“, Náttúran.is: 29. janúar 2015 URL: http://nature.is/d/2015/01/29/radisson-hotelin-islandi-fa-graena-lykilinn/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 30. janúar 2015

Skilaboð: