Garðlistaveisla í Seljagarði
Í Seljahverfi hefur hópur fólks komið á laggirnar samfélagsreknu borgarbýli undir nafninu Seljagarður.
Seljagarður er skapaður í anda vistræktar og með þekkingu og getu samfélagsins má búast við miklu í framtíðinni. Verið er að reisa gróðurhús og garðræktin er komin vel á veg.
Í Seljagarði er einnig boðið upp á dagksrá en næstkomandi sunnudag þ. 17. ágúst kl 16:00 verður haldin garðlistaveisla og mun verða boðið upp á ókeypis súpu og námskeið.
Guðrún Tryggvadóttir myndlistamaður og framkvæmdastjóri Náttúran.is býður upp á ókeypis leiðbeinslu í málun með vatnslitum, með jurtir sem hugmynd, fyrirmynd eða efnivið.
Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhússins og garðsins mun einnig vera með ókeypis námskeið en hún mun kenna að vefa úr greinum og viði.
Sjá Seljagarð hér á Grænum síðum.
Meiri upplýsingar um Seljagarð borgarbýli á seljagardur.is.
-
Garðlistaveisla í Seljagarði
- Staðsetning
- Seljagarður Jöklaseli
- Hefst
- Sunnudagur 17. ágúst 2014 16:00
- Lýkur
- Sunnudagur 17. ágúst 2014 18:00
Tengdir viðburðir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir „Garðlistaveisla í Seljagarði“, Náttúran.is: 12. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/12/gardlistaveisla-i-seljagardi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. janúar 2016