}

Vistræktarvinnustofan heldur áfram í Vesturborg

Staðsetning
Hagamelur 55
Hefst
Laugardagur 24. maí 2014 10:00
Lýkur
Laugardagur 24. maí 2014 13:00
til baka sjá mánuð

Tengt efni

Hópur vaskra kvenna sat daglangt á vistræktarvinnustofu Kristínar Völu Ragnarsdóttur og Önnu Gandelman á leikskólanum Vesturborg síðastliðinn laugardag. Tilgangurinn var að kynna meginhugmyndir vistræktar og hanna svo leikskólalóðina í anda vistræktarviðmiða.

Ekki vantaði hugmyndaflugið en konurnar höfðu núverandi virkni lóðarinnar að leiðarljósi og komu með tillögu um innsetningu eða breytingar sem gæti orðið umhverfinu, börnunum og starfsmönnum til góðs. Ennfremur var lögð áhersla á að börnin tækju þátt í umbreytingunni en á morgun, laugardaginn 24. maí, kl. 10-13, munu aðstandendur leikskólans, foreldrar, börn og starfsfólk, ásamt nokkrum nemendum vinnustofunnar láta hendur standa fram úr ermum, búa til hugelkultur beð og jarðvinna matjurtarreit skólans.

Öllum sem áhuga hafa, er velkomið að slást í hópinn, kynna sér tillögur kvennanna og læra eitt og annað um vistrækt um leið og höndunum er stungið í mold.

Birt:
23. maí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Hulda Pálsdóttir „Velheppnuð vinnustofa“, Náttúran.is: 23. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/23/velheppnud-vinnustofa/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Nýtt efni:

Veður frá windyty.com

Skilaboð: