Sjónhverfingar í Helguvík 20.3.2009

Áform um álver í Helguvík ógna nú neðri Þjórsá. Það er lítil huggun að iðnaðarráðherrann segir engin áform um að virkja Þjórsá í tíð þessarar ríkisstjórnar. Líftími hennar telst í fáum dögum. Fjárfestingarsamningur um álver í Helguvík þýðir að mestöll orka suðvestanlands verði bundin við eina stórframkvæmd sem mikil óvissa er um.

Sól á Suðurlandi bendir á að ekki er sátt um línulagnir og með því að taka orku úr Búðarhálsvirkjun til álvers í Helguvík eru íbúar Suðurlands sviptir möguleikanum ...

Náttúruverndarsamtök Suðurlands og samtökin Sól á Suðurlandi lýsa vantrausti og furðu á gjörðum og yfirlýsingum Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Sunnlensku samtökin tvö taka þannig undir vantraustsyfirlýsingu Náttúruverndarsamtaka Íslands og harðorð mótmæli Landverndar vegna óviðeigandi framkomu ráðherrans í garð íslenskrar ...

Miðvikudaginn 1. maí verður græn ganga á vegum samtaka um náttúru- og umhverfisvernd. Gangan verður farin niður Laugaveg í kjölfar kröfugöngu verkalýðsfélaganna. Í lokin verður grænum fánum stungið niður á Austurvelli við Alþingi. Göngumenn eru hvattir til að mæta í einhverju grænu. Hist verður á Snorrabraut við Hlemm kl. 13. Gangan hefst hálftíma síðar.

Efnt er til grænnar göngu til ...

Samtökin Sól á Suðurlandi átelja fréttastofu Stöðvar 2 fyrir einhliða og villandi fréttaflutning af mögulegum tekjum af virkjunum í Þjórsá. Samtökin velta fyrir sér tilgangi slíkrar fréttamennsku, sem virðist fremur vera að hafa mótandi áhrif á skoðanir fólks en flytja því fréttir.

Í fréttum Stöðvar 2 hinn 22. febrúar flutti Kristján Már Unnarsson frétt um mögulegar tekjur Landsvirkjunar ef ráðist ...

Þann 2. mars mun Sól á Suðurlandi boða til samstöðufundar gegn virkjunum í neðri hluta Þjórsá. Lagðar verða fram kröfur um aðvirkjanaáform í neðri hluta Þjórsá verði slegin af og sátt sköpuð í samfélögum sem hafa um árabil verið klofin vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.

Auk talsmanna Sólar á Suðurlandi munu uppistandsstúlkurnar Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir stíga á stokk, hljómsveitin Mukkaló ...

Sól á Suðurlandi lýsir mikill hneykslun á framferði Samtaka atvinnulífsins,  sem klagar umhverfisráðherra fyrir að vilja skera úr um réttaröryggi almennings í byggðunum við Þjórsá. Og ekki nóg með  það heldur ýja þau að því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra ætti að víkja Svandísi Svavarsdóttur, úr ráðherrastóli, fyrir að vilja skýra réttaröryggi í meðferð skipulags- og byggingamála í kjölfar harðvítugra deilna ...

Stjórnvöld hvött til að veita upplýsingar um orkuöflun

Nokkur náttúruverndarsamtök hafa sent ríkisstjórn Íslands eftirfarandi áskorun:

Skorað er á ríkisstjórnina, einkum forsætisráðherra, umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra,

að taka saman yfirlit og gera rækilega grein fyrir því hvaða háhitasvæði og vatnsföll verður nauðsynlegt að virkja til þess að afla orku fyrir 360 þúsund tonna álverksmiðju í Helguvík.

Orkuþörf þessa fyrirhugaða álvers er ...

Eftirtalin samtök lýsa vaný óknun á ómálefnalegri auglýsingaherferð fyrirtækja á Suðurnesjum gegn ákvörðun umhverfisráðherra um Suðvesturlínur. Álver í Helguvík með allt að 360 þúsund tonna ársframleiðslu með tilheyrandi orkuöflun og umhverfisáhrifum er ekki einkamál Suðurnesjamanna. Ekki er útséð með að hægt verði að útvega alla þá orku sem fyrirtækið telur sig þurfa,auk þess sem orkuþörf Norðuráls í Helguvík hefur ...

Áform um álver í Helguvík ógna nú neðri Þjórsá. Það er lítil huggun að iðnaðarráðherrann segir engin áform um að virkja Þjórsá í tíð þessarar ríkisstjórnar. Líftími hennar telst í fáum dögum. Fjárfestingarsamningur um álver í Helguvík þýðir að mestöll orka suðvestanlands verði bundin við eina stórframkvæmd sem mikil óvissa er um.

Sól á Suðurlandi bendir á að ekki er ...

Krafa um ógildingu á samþykkt skipulagstillögu sem gerir ráð fyrir virkjun Þjórsár í byggð var afhent umhverfisráðherra í dag.

Atli Gíslason lögmaður fer fram á að umhverfisráðherra ógildi skipulagstillögu Skeiða og Gnúpverjahrepps eða vísi henni til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar. Atli afhenti umhverfisráðherra kröfu um þetta í dag.

Lögmaðurinn og félagar hans í samtökunum Sól á Suðurlandi hafa margsinnis gert ...

Sól á Suðurlandi og Náttúruverndar- samtök Suðurlands fagna tónleikum Sigur Rósar og Bjarkar sem haldnir verða 28. júní n.k. og framlagi þeirri til náttúruverndar á Íslandi.

Sól á Suðurlandi og Náttúruverndar- samtök Suðurlands vilja þakka Björk fyrir að bera hróður landsins um alla veröld og stuðning hennar við náttúruvernd með því að kolefnisjafna flugferð hennar til landsins.

1000 björkum ...

Sól á Suðurlandi skorar á umhverfisráðherra að ógilda álit Skipulagsstofnunar og tryggja með úrskurði sínum að framkvæmt verði heildstætt umhverfismat fyrir álver í Helguvík og allar tengdar framkvæmdir, sbr. kæru Landverndar.
Álver í Helguvík er langt frá því að vera einkamál sveitarstjórna í Reykjanesbæ og Garði þar sem virkjanir og háspennulínur hafa áhrif í nær öllum sveitarfélögum í Landnámi Ingólfs ...

18. mars 2008

Aukinn kraftur færðist í baráttuna fyrir verndun Þjórsár með hátíðarsamkomu sem haldin var í Fríkirkjunni í Reykjavík um helgina, þar sem fullt var út úr dyrum. Mikill stuðningur fólks af öllum sviðum þjóðfélagsins sýnir að fólki þykir vænt um landið sitt og vill vernda það gegn ágangi Landsvirkjunar. Það er ekki flokkspólitík þótt reynt sé að halda því fram.

Sól ...

20. febrúar 2008
Landsvirkjun og ríkisstjórn Íslands hljóta að skulda heimamönnum við Þjórsá og þjóðinni allri skýringar á því hvers vegna undirbúningur að virkjunum við Þjórsá á að renna inn í útrásarfyrirtæki sem heitir Landsvirkjun Power.
Hvers vegna ætti landnám ríkisins á kostnað sunnlenskra sveita að verða hluti af orkuútrás og áhætturekstri?

Sveitarstjórnir vissu ekki að síðasta ríkisstjórn hafi afhent Landsvirkjun um vatnsréttindi ...
Dómstólaleiðin lítur nú út fyrir að verða sú eina færa fyrir landeigendur við Þjórsá sem draga í efa lögmæti Títansamningsins og réttmæti aðgerða Landsvirkjunar við Þjórsá. Undirbúningur bótakrafna á hendur sveitarfélögum er einnig hafinn. Þetta kom fram á fundi landeigenda og andstæðinga virkjana í Sól á Suðurlandi á fundi í Flóanum. Á fundinum var rætt um nýja stöðu mála eftir ...
05. desember 2007

Í fréttatilkynningu frá Sól á Suðurlandi segir:

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra þáði í vikunni boð heimamanna við Þjórsá á óformlegan fund og kynnisferð upp með Þjórsá. Heimamenn og stuðningsfólk þeirra fóru þar yfir ýmsar hliðar málsins sem tþnst hafa í einhliða kynningu Landsvirkjunar.

Eitt af því er álit Páls Einarssonar jarðfræðings sem varaði við framkvæmdunum vegna jarðskjálftahættu í skýrslu sem fylgdi ...

13. ágúst 2007

Sveitungar í Sól á Suðurlandi boða til hátíðastundar í mynni Þjórsárdals föstudagskvöldið 27. júlí kl. 20:00. Þar verður komið fyrir öðru upplýsingaskiltinu sem fræðir vegfarendur um náttúrufórnirnar sem Landsvirkjun vill færa í von um álver einhversstaðar.

Allir eru velkomnir á þessa litlu samkomu. Sungið verður og spjallað og ýmislegt til gamans gert. Gestir eru hvattir til að hafa með ...

24. júlí 2007

Framboðsfundur um Þjórsá og framtíðina á Suðurlandi

Framjóðendur flokkanna ræða við sunnlenska kjósendur um áætlaðar virkjanir í Þjórsá og hvort af þeim verður. Hversvegna er virkjað og fyrir hverja er virkjað. Fundurinn verður haldinn í Þingborg næstkomandi laugardag þ. 28. 04. 2007 kl. 14:00.Fundarstjóri er Ólafur Sigurjónsson í Fosæti. Í pallborð verða frambjóðendur flokkanna.Umræðum stjórna G. Pétur ...

26. apríl 2007

Laugardaginn 24. mars n.k. kl. 14.00 - 16.30 verður opin ráðstefna í Hraunseli, Flatahrauni 3 í Hafnarfirði um þá framtíðarsýn, að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur.

Ráðstefna þessi er í framhaldi af ráðstefnum og fundum Landverndar um framtíðarsýn samtakanna á Reykjanesskaga og hvað hann hefur upp á að bjóða varðandi náttúruvernd, útivist, ferðamennsku og nýtingu jarðvarma og jarðhitaefna ...

Nýtt efni:

Skilaboð: