Lífrænar varnir 20.6.2015

Lífrænar varnir hafa aukist í garðrækt á síðustu árum. Þær felast í því að nota lífveru á móti lífveru. Í þessu skyni hafa verið fundin skordýr og gerlar sem ráðast á meindýrin en láta annað í friði. Þetta er rökrétt og sennilega skárra en eitrun og lyfjagjöf. Ástæða þess að varlega skyldi fara í notkun eiturs er sú að það verða alltaf einhverjir einstaklingar sem komast af og hafa þá byggt upp ónæmi. Og það eru þessir einstaklingar sem koma ...

Lífrænar varnir hafa aukist í garðrækt á síðustu árum. Þær felast í því að nota lífveru á móti lífveru. Í þessu skyni hafa verið fundin skordýr og gerlar sem ráðast á meindýrin en láta annað í friði. Þetta er rökrétt og sennilega skárra en eitrun og lyfjagjöf. Ástæða þess að varlega skyldi fara í notkun eiturs er sú að það ...

Ef þú hefur ákveðið að setja upp fallega og græna grasflöt til þess að geta tölt á eftir sláttuvélinni vikulega eða oftar, ættirðu að fá að vita að hægt er að hafa annars konar flöt, ekki síður fallega og sem þarf ekki að slá.
Í staðinn fyrir grasfræl er sáð öðru fræi af lágvöxnum plöntum sem þola átroðning. Kannski ekki ...

Það sem algengast er að fólk geri til þess að hæna að sér villt dýr í garða er að gefa fuglunum. En fleira er matur en feitt kjöt og það er ýmislegt sem þú getur gert til þess að laða að þér fánuna. Aukna fjölbreytni plantna, meira frjóduft, meiri blómasafa og fleiri ber og fræ hefur þegar verið fjallað um ...

Sýrustig jarðvegs er mælt í stigum, sem kölluð er ph-gildi og eru frá 0 til 14. Meðalgildið er talið 7 og er þá sagt að jarðvegurinn sé hlutlaus. Flestar plöntur vaxa best við hlutleysi og margar þola örlítið súran jarðveg, þ.e. lægri gildi en 7. Sumar eru þó ansi sérhæfðar og fúlsa við jarðvegi sem hæfir þeim ekki hvað ...

Lærðu að þekkja plönturnar, íslenskt nafn, latneskt nafn, blómskipun, lauf, vaxtarlag, vaxtarstað og blómgunartíma. Aðeins ef þú þekkir jurt verðurðu þess umkomin að finna hana út í náttúrunni, eða gróðrarstöðinni, og veist hvort þig langar að hafa hana í garðinum.

Þetta er auðveldasti hluti garðyrkjunnar, eins konar „hægindastólsgarðyrkja“. Allar skyndamlegar ákvarðanir sem þú tekur um nánasta umhverfi þitt verða að ...

Ef þú vilt hafa matjurtagarð gætirðu freistast til að álykta sem svo að með því að hæna að þér allar þessar pöddur væri borin von að ná einhverri uppskeru. Ég vil halda því fram að þessu sé einmitt öfugt farið. Ef umhverfið er vinalegt þá verða kvikindin sem nærast á illþýðinu sennilega fleiri en þau sem nærast á kálinu þínu ...

Ég segi ekki að “villigarðurinn” þinn jafnist á við ómengaða náttúruna. Ég held því blákalt fram að með örlítilli vinnu í byrjun og réttu skipulagi verði hann betri en villt náttúran. Þér er nefnilega í lófa lagið að skapa náttúruleg skilyrði fyrir dýra- og plöntulíf sem jafnvel í nepjunni hér norður undir heimskautsbaug eru betri en þau sem eru á ...

Villigarður án tjarnar er eins og bíó án tjalds. “Skógarjaðarinn” og “engið” skapa eins konar sveitatilfinningu og dýralífið sem þetta tvennt hþsir er fjölbreytt.
Hið raunverulega lífríki í garðinum er þó í og við tjörnina. Það er stórkostlegt á sumrin en ef þú getur haldið tjörninni ófrosinni á veturnar þannig að fuglarnir komist í hana hefurðu dottið í lukkupottinn.  Þegar ...

Klifurplöntur eru ekki algengar í íslenskri náttúru. Reyndar er það eiginlega bara umfeðmingur (Vicia cracca) sem getur gert tilkkall til þess að kallast klifurplanta. Hann er reyndar fremur aumkunarverður sem slíkur.
En hér eru ýmsar innfluttar plöntur sem virðast hafa aðlagast og þrífast vel. Fyrst skal telja bergfléttuna (Hedera helix) sem ýmsar skordýrategundir hafa tekið fagnandi og hreiðrar um sig ...

Runnar hafa orðið æ vinsælli á síðari árum enda má segja að þeir séu eins konar “mýkingarefni”. Þeir draga úr andstæðum og tengja saman tré, blómabeð og grasflatir. Þá er líka hægt að nota runna til að hylja það sem ekki á að vera áberandi eins og til dæmis safnkassa. Ef þú hefur komið í skóg hefurðu eflaust veitt því ...

Ef þú hefur ákveðið að setja upp fallega og græna grasflöt til þess að geta tölt á eftir sláttuvélinni vikulega eða oftar, ættirðu að fá að vita að hægt er að hafa annars konar flöt, ekki síður fallega og sem þarf ekki að slá.
Í staðinn fyrir grasfrl er sáð öðru fræi af lágvöxnum plöntum sem þola átroðning. Kannski ekki ...

Nú skulum við aðeins velta fyirr okkur grasflötinni. Mjög oft er hún stærsti hluti garðsins og hana þarf að hirða, ef vel á að vera. En það kostar vinnu, ekki satt? Jú vissulega ef við viljum að hún líti út eins og “green” á golfvelli. Ef við ætlum að spila golf í garðinum okkar, getum við staðið öðruvísi að verki ...

Áður en við förum að huga að ástæðum þess að hafa sem flestar innlendar tegundir og hvernig við öflum þeirra og fáuð þær til þess að þroskast hjá okkur er ekki úr vegi að fjalla svolítið nánar um grunninn, jarðveginn.
Í öllum menningarsamfélögum hefur jörðin eða jarðvegurinn haft sérstaka tilvísun, fósturjörðin til dæmis eða að vera jarðaður í mold föðurlandsins ...

Láttu þer ekki detta í hug að til þurfi fleiri hektara lands áður en þú getur hafist handa við að skipuleggja “villigarð”. Jafnvel blómakassi getur verið áningarstaður fyrir fiðrildi sem eiga leið um ef þú ert rétt blóm í kassanum. Maður nokkur í Hollandi er með á nokkurra fermetra svölum, fjörustubb, kalkríkt graslendi og súra mýri, hvert um sig fullt ...

Það er talið víst að áður en land byggðist var það þakið skógi og kjarri að stórum hluta. Um þetta vitna skógarleifar sem finnast víða um land og að minnsta kosti á einum stað í um 650 metra hæð yfir sjó. Um leið og farið var að ryðja land til akuryrkju og landbúnaðar, brenna skóginn til kolagerðar og nota hann ...

Flestum mönnum er í blóð borin ást á náttúrunni. Þetta er hvað augljósast hjá börnum sem hlaupa fagnandi að bakkanum niður við Tjörn þegar þau fá brauðmola til þess að gefa öndunum. Þegar firðrildi flýgur inn í híbýli fólks opna flestir gluggann til þess að reka það með lagni út í frelsið.
Að komast í snertingu við náttúruna virðist vera ...

Nýtt efni:

Skilaboð: