Hringdu í skóginn 29.5.2009

Frá og með 1. júní nk. býður Skógrækt ríkisins gestum þjóðskóganna upp á skemmtilega viðbót við kyrrðina, fuglasönginn og þytinn í trjánum. Við stíga í skógunum standa nú staurar með símanúmeri sem hægt er að hringja í og hlusta á fróðleik eða skemmtun tengda umhverfinu.

 

"Hugmyndin er að veita gestum þjóðskóganna upplýsingar um skóginn sem þeir eru staddir í, án þess að þeir þurfi að fá með sér leiðsögumann eða lesa bækling," segir Esther Ösp Gunnarsdóttir, kynningarstjóri Skógræktar ...

Árangursrík skóggræðsla með birki á vikursöndum Heklu. Kjötmjöl nýtist vel við þessa uppgræðslu. Ljósmynd: Pétur HalldórssonStilla þarf saman strengi og nýta þessa auðlind

Í undirbúningi er ráðstefna um nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu og annarrar ræktunar. Ráðgert er að hún verði haldin í húsakynnum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars. Skipað hefur verið í undirbúningshóp þar sem sitja fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka, fyrirtækja í úrgangsiðnaði, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins ...

Á föstudaginn voru veitt verðlaun í ljóða- og ritgerðasamkeppni Yrkjusjóðs en afhendingin átti sér stað í Norræna húsinu.

Í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga 2011 og 20 ára formlegu afmæli Yrkjusjóðs árið 2012 ákvað sjóðurinn að efna til ljóða- og ritgerðasamkeppni meðal grunnskólabarna síðasta haust. Þema samkeppninnar var ,,Þetta gerir skógurinn fyrir mig“. Er það tilbrigði við meginstef Alþjóðlegs árs ...

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu, en fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Núna um helgina verða eftirtalin skógræktarfélög með jólatrjáasölu:

Jóla- og tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands er komið út. Kortið prýðir mynd er heitir „Jack Lumber in the green” og er eftir Söru Riel. Þessi mynd prýðir einnig forsíðu 2. heftis Skógræktarritsins 2011, sem einnig er nýlega komið út. Kortin eru seld 10 saman í búnti með umslagi, á kr. 1.000. Ef pöntuð eru 50 kort eða fleiri er veittur ...

Laugardaginn 29. október kl. 10:00-16:00 verður útsala á ýmsum garðyrkju- og gróðurvörum úr þrotabúi gróðrarstöðvarinnar Borgarprýði á Smiðjuvöllum 12-20, Akranesi, sem Skógræktarfélag Íslands keypti sl. vor.

Upplagt tækifæri fyrir þá sem stunda ræktun.

Helstu gróðurvörur:  Plöntubakkar og pottar af ýmsum gerðum og stærðum,  bæði fyrir sáningu og framræktun á grænmeti, runnum og trjám. Ýmsar gerðir af jarðvegsdúkum, þykkar ...

Ráðstefnan Heimsins græna gull verður haldin í Kaldalóni í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu, laugardaginn 22. október n.k.  Um er að ræða alþjóðlega ráðstefnu sem allur skógræktargeirinn á Íslandi stendur fyrir á Alþjóðlegu ári skóga og fjallar hún um ástand og horfur skóga heimsins.

Helstu talsmenn og sérfræðingar á málefnum skóga á heimsvísu munu fjalla um þátt skóga og þýðingu ...

Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tré ársins er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar. Þetta er í fyrsta skipti sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu en þetta tiltekna tré þykir fyrirtaks dæmi um hvernig trjágróður getur vaxið og dafnað ...

Skógakortið „Rjóður í kynnum“ er komið út en kortið er leiðarvísir um skóga landsins.

Í tilefni af alþjóðlegu ári skóga árið 2011 hafa Skógræktarfélag Íslands og Arion banki gefið út kortið ,,Rjóður í kynnum“ en í því er að finna upplýsingar um 50 áhugaverða útivistarskóga um land allt. Skógarnir eru af öllum stærðum og gerðum, langflestir í alfaraleið og margir ...

Öskjuhlíðardagurinn verður haldinn í fyrsta sinn laugardaginn 7. maí. Tilefni þess er að þá verður undirritað samkomulag um stofnun starfshóps sem ætlað er að móta samstarf Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Skógræktarfélags Íslands um útivistarsvæðið í Öskjuhlíð með það að markmiði að styrkja svæðið sem náttúruperlu, útivistar- og kennslusvæði. Starfshópnum er ætlað að móta tillögur um verkefni með eftirfarandi markmið ...

Skógræktarfélög víða um land munu selja jólatré fyrir jólin í ár, eins og undanfarin ár. Það er öllum í hag að velja ferskt íslenskt jólatré af skógræktarfélögunum og styrkja með því skógræktarstarfið í landinu. Fyrir hvert selt jólatré geta skógræktarfélögin gróðursett 30-40 ný tré.

Eftirfarandi skógræktarfélög eru með jólatrjáasölu nú fyrir jólin:

Tækifæriskort Skógræktarfélags Íslands nýtast við margvísleg tækifæri - sem jólakort, afmæliskort, boðskort og margt fleira. Kortin eru auð að innan, þannig að þau nýtast sem jólakort, afmæliskort, boðskort eða hvað sem fólki dettur í hug.

Kortin eru seld tíu saman í búnti með umslagi og kostar búntið 1.000 kr. Ef keypt eru 50 kort eða fleiri er veittur 25% afsláttur ...

Frá og með 1. júní nk. býður Skógrækt ríkisins gestum þjóðskóganna upp á skemmtilega viðbót við kyrrðina, fuglasönginn og þytinn í trjánum. Við stíga í skógunum standa nú staurar með símanúmeri sem hægt er að hringja í og hlusta á fróðleik eða skemmtun tengda umhverfinu.

 

"Hugmyndin er að veita gestum þjóðskóganna upplýsingar um skóginn sem þeir eru staddir í ...

29. maí 2009

Skógræktarfélag Austurlands - Eyjólfsstaðaskógur

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Austurlands verður haldin í Eyjólfsstaðaskógi  20.-21. desember kl. 10:00-16:00. Komið og höggvið eigið tré. Nánari upplýsingar veitir Orri Hrafnkelsson í síma 894-8845.

Skógræktarfélag Austur Húnvetninga- Gunnfríðarstaðir
Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga verður með sölu á jólatrjám sunnudaginn 21. desember að Gunnfríðarstöðum. Komið og fellið eigið jólatré. Sala á trjánum hefst kl. 11:00 báða dagana ...

Nú stendur yfir Evrópska skógarvikan, sem tileinkuð er skógum 46 Evrópulanda. Markmið vikunnar er að gera skógargeirann sjálfan sýnilegri, auk áhrifa hans á efnahagslíf og þjóðfélag, að auka meðvitun um mikilvægi þess að draga úr loftslagsbreytingum og að hvetja til umræðu um skógrækt og skyld málefni.

Markmiðum skógræktarvikunnar ná þátttökulöndin með ýmsum hætti, t.d. með ráðstefnuhaldi, skógarferðum, fræðslu, plöntun ...

22. október 2008

Á laugardaginn 19 júlí verður Skógar- og útivistarhátíð fjölskyldunnar í Hafnarfirði.

Skógræktarfélag Hafnarfjarðar Kaldársvegi:
Kl. 14:00 – Hugvekja í Bænalundi, Höfðaskógi - séra Gunný ór Ingason flytur hugvekju. Að hugvekju lokinni verður gengið undir leiðsögn Steinars Björgvinssonar garðyrkjumanns frá Bænalundi gegnum Höfðaskóg og meðfram Hvaleyrarvatni inn í Seldal þar sem vígður verður minnisvarði um Björn Árnason.

Sjá dagskrána hér að neðan:

Fimmtudaginn 12. júní er önnur gangan í röð gangna skógræktarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um Græna trefilinn. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með þessari göngu.

Guðríður Helgadóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands, leiðir gönguna, en áhersla verður á að skoða gróðurinn í grennd við skóginn og skógarbotninn. Gangan hefst við Borgarstjóraplan, kl. 20:00.

Skógargöngur á Græna treflinum verða öll fimmtudagskvöld í júní og fyrstu vikuna ...

Fimmtudaginn 22. maí klukkan 20:00 stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir Fuglagöngu við Elliðavatn. Það er Einar Ó. Þorleifsson frá Fuglaverndarfélagi Íslands sem fræðir fólk um farfugla og staðfugla við Elliðavatn og í Heiðmörk. Mæting við Gamla salinn á Elliðavatnsbæ.

Leiðarlýsing að Elliðavatni:
Akið Suðurlandsveg, framhjá Norðlingaholti og farið inn í Heiðmörk gegnum Rauðhólana (gult vegaskilti: 408 Heiðmörk).
Farið eftir malarvegi ...

Þriðja Opna hús Skógræktarfélags Íslands á árinu verður þriðjudagskvöldið 6. maí og hefst kl. 19:30. Að þessu sinni er það haldið í fundarsal á jarðhæð Kaupþings, Borgartúni 19. Gengið er inn um aðaldyr að austanverðu og salurinn er svo á vinstri hönd.

Að þessu sinni mun Einar Ó. Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Fuglaverndarfélagi Íslands, flytja nýtt erindi, er mun fjalla ...

Laugardaginn 3. maí kl. 14:00 verður formlega tekin í notkun útikennslustofa í fallegum lundi við Húshöfða, á athafnasvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.

Hjónin Hörður Zóphaníasson og Ásthildur Ólafsdóttir gáfu Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar peningagjöf á 60 ára afmæli félagsins árið 2006. Gjöfinni fylgdi sú ósk að hún yrði notuð til að fræða ungt fólk um gildi skógræktar og uppgræðslustarfs og til að sýna ...
Annað Opna hús Skógræktarfélags Íslands og ársins 2008 verður þriðjudagskvöldið 8. apríl og hefst kl. 19:30, í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, í stofu 132.

Þar mun Rannveig Einarsdóttir, Skógræktarfélagi A-Skaftfellinga, segja í máli og myndum frá ferð um regnskóga S-Ameríku og Galapagos. Dþra- og plöntulíf á Galapagos –eyjum er einstakt og eyjarnar frægar í sögu náttúruvísinda, en rannsóknir Charles ...
Fyrsta Opna hús ársins 2008 verður þriðjudagskvöldið 11. mars og hefst kl. 19:30, í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (sjá kort til hægri), í stofu 132.

Þar munu Brynjólfur Jónsson og Barbara Stanzeit segja í máli og myndum frá hópferð til Sviss, sem Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir á síðasta ári. Ferðasagan verður rakin og sagt frá skógum og áhugaverðum trjátegundum ...

Jólatréssala á landsbyggðinni

Þeir sem kaupa íslensk jólatré eru jafnframt að styrkja skógræktarstarfið í landinu. Algengustu íslensku jólatrén eru stafafura, sem ný tur vaxandi vinsælda, er fallegt tré, sérlega barrheldið og ilmar vel, rauðgreni sem er nokkru viðkvæmara en afar fallegt og sitkagreni sem er einnig mjög fallegt tré

Skógræktarfélag Árnesinga
heggur jólatré til sölu úr skógi sínum á Snæfoksstöðum í Grímsnesi. Ekki ...

Nýtt efni:

Skilaboð: