Fimmtudaginn 22. maí klukkan 20:00 stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir Fuglagöngu við Elliðavatn. Það er Einar Ó. Þorleifsson frá Fuglaverndarfélagi Íslands sem fræðir fólk um farfugla og staðfugla við Elliðavatn og í Heiðmörk. Mæting við Gamla salinn á Elliðavatnsbæ.

Leiðarlýsing að Elliðavatni:
Akið Suðurlandsveg, framhjá Norðlingaholti og farið inn í Heiðmörk gegnum Rauðhólana (gult vegaskilti: 408 Heiðmörk).
Farið eftir malarvegi sem hlykkjast um Rauðhóla og mýri og liggur loks yfir litla brú. Beygið til hægri eftir brúna og upp að Elliðavatnsbænum. Allir velkomnir.

Myndin er af hrossagauksunga, ný skriðnum úr egginu. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
21. maí 2008
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Reykjavíkur „Fuglaganga við Elliðavatn“, Náttúran.is: 21. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/21/fuglaganga-vio-ellioavatn/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: