Sáðtíðin hefur hafist í höfuðstöðvum Náttúrunnar í Alviðru.
Þann 20. mars sl. sáði ég nokkrum kúrbítsfræjum og 6 dögum síðar leit bakkinn svona út (sjá efri mynd).
Daginn eftir höfðu þær næstum tvöfaldast að stærð (sjá neðri mynd) sem þýðir að í síðasta lagi á morgun þurfa þær meira rými, sína eigin potta.
Af reynslunni að dæma veit ég að ...


Miðvikudaginn 9. mars kl 19:30 efna Skógræktarfélag Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands til fræðslufundar í sal Garðyrkjufélagsins í Síðumúla 1 Reykjavík (gengið inn af jarðhæð frá Ármúla).
Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga sem er í dag laugardaginn 21. mars hefur Skógrækt ríkisins gefið út ljósmyndasyrpu með hugleiðingu um stöðu skóga og skógræktar á tímum örra breytinga í veðrakerfum náttúrunnar.
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju, á nýjum tíma, á miðvikudagsmorgnum kl. 9:15-10:00.
Prinsessutré (Paulownia tomentosa) er fljótvaxnasta tré veraldar en það er upprunnið í mið- og vestur Kína.
Með því að velja íslenskt jólatré leggur maður sitt af mörkum til umhirðu og ræktun skóga á Íslandi, einu skóglausasta landi Evrópu. Víðast hvar er jólatrjáahöggið liður í nauðsynlegri grisjun ungskóga. Það er því ekki gengið á auðlindina heldur vex hún og dafnar við grisjunina. Fyrir hvert fellt tré má svo reikna með að 30-40 ný tré verði gróðursett.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir bændur í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hafa á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].
Áhugi á rósarækt hefur vaknað hér á landi á undanförnum árum. Lengi hefur ræktun rósa þótt vandasöm og margir orðið fyrir vonbrigðum af því að kaupa rósir, þar sem innkaup garðplöntustöðva hafa gjarnan beinst að blómfögrum en viðkvæmum rósayrkjum frá Danmörku og Hollandi sem ekki verður langra lífdaga auðið í umhleypingasamri íslenskri veðráttu. Hins vegar hefur komið í ljós með ...