Enn á ný hefst ræktun í samfélagslega grenndargarðinum og gróðurhúsinu Seljagarði við Jökulsel í Seljahverfi.

Í boði eru bæði gróðurhúsarreitir og útireitir fyrir áhugasama ræktendur.  ÓKEYPIS þátttaka í sameiginilega hluta. Hægt er að taka frá lítil beð fyrir einkaræktun gegn umhirðu á sameiginlegu svæðum eða smávægilegu gjaldi.

Endilega hafið samband og gangið frá skráningu. Byrjendur og nýgræðingar í ræktun eru ...

27. janúar 2016

Almenningsrými eru til að nota, segir forsprakki Laugargarðs

Mikil vakning hefur orðið á borgarbúskap um allan heim og hefur hann skotið rótum sínum í almenningsgarði í Reykjavík. Í útjaðri grasagarðsins í Laugardal hefur í sumar verið starfræktur samfélagsrekinn matjurtargarður.  Hönnuðurinn Brynja Þóra Guðnadóttir er ein af forsprökkum verkefnisins Laugargarðs.

 Laugargarði er lögð áhersla á að skapa samfélag þar sem fólk vinnur saman að sameiginlegum markmiðum og miðlar af reynslu sinni. Ljósm. Niki Jiao, Laugagarður.Laugargarður er tilraunaverkefni sem gengur út á að nýta almenningsrými borgarinnar ...

Kaffi- og tepása á aðalfundi Vistræktarfélags Íslands.Um tuttugu manns mættu á fyrsta aðalfund Vistræktarfélags Íslands (VÍ) sem haldinn var í gær, 20. september, í sal Dýrverndunarsamtaka Íslands.

Samkvæmt samþykktum hins nýstofnaða félags er tilgangur þess að vinna að framgangi vistræktar á Íslandi og styðja þá sem stunda vistrækt, búa til ramma fyrir kennararéttindi innan vistræktar á Íslandi og vottun þeirra auk þess að vera vettvangur fyrir ...

Þátttakendur í vistræktarnámskeiði í Alviðru í sumar gera bingbeð (Hügelbett)Fyrsti aðalfundur Vistræktarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 20. september kl. 14:00 í húsnæði Dýraverndarsambands Íslands að Grensásvegi 12a.

Vistræktarfélag Íslands var formlega stofnað í ágúst sl.

Til að öðlast atkvæðisrétt á fundinum er gestum boðið að gerast félagar við innganginn. Allir velkomnir!

Dagskrá:

  • Setning aðalfundar
  • Hefðbundin aðalfundarstörf s.s. stefnumörkun félagsins, kjör stjórnar og ákvörðun félagsgjalds
  • Aðlfundi slitið
  • Kynningar ...

Í LaugargarðiVið verðurm í Laugargarði í dag milli 16:00-19:00 í dag fimmtudag.

Það fer bráðum að líða að undirbúningi fyrir vetur og huga að því hvernig garðurinn verður settur upp næsta vor.

Í sumar höfum við aðallega verið að vekja áhuga á verkefninu sem verður vonandi til þess að fleiri komi inn í verkefnið þegar fer að vora eða ...

28. ágúst 2014

Garðveisla í SeljagarðiÍ Seljahverfi hefur hópur fólks komið á laggirnar samfélagsreknu borgarbýli undir nafninu Seljagarður.

Seljagarður er skapaður í anda vistræktar og með þekkingu og getu samfélagsins má búast við miklu í framtíðinni. Verið er að reisa gróðurhús og garðræktin er komin vel á veg.

Í Seljagarði er einnig boðið upp á dagksrá en næstkomandi sunnudag þ. 17. ágúst  kl 16:00 ...

Grillpartí í SeljagarðiSunnudaginn 20. júlí kl. 13:00 er boðið í vinnu- og grillpartí í Seljagarði í Breiðholti undir mottóinu „Komið og takið þátt í að búa til eitthvað fallegt í hverfinu“. Búið verður til eldsstæði og í lok verksins  verður boðið upp á grillaða banana með súkkulaði og ís. 

Komið með stórar fötur og litlar skóflur og arfatínslugræjur til að auðvelda ...

Vöðvabúnt óskast á morgun laugardaginn 28. júní kl. 10:30 í Endurvinnsluna Knarrarvogi 4 til að massa smá stálramma í langþráð gróðurhús sem verður síðan reist í matjurtargarði Miðgarðs - borgarbýlis í Seljahverfi sem fengið hefur nafnið Seljagarður.

Mæting í Seljagarð kl. 12:00 allir sem vettlingi geta valdið. Veðurguðirnir hafa lofað sól og sumaryl og ekkert er skemmtilegra en að ...

Efnisorð:

Skilaboð: