Njóli. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Á sumarsólstöðum mun auðveldast að ná njóla upp með rótum, en hann á að vera næsta laus frá moldu einmitt nú. Þetta ráð kemur frá mætum manni, Bjarna Guðmundssyni, fv. prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og mun því ekki rengt hér heldur fólk hvatt til að láta reyna á rótleysi njólans á sumarsólstöðum, skildi hann eiga sér bústað þar ...

Ungar tómatplöntur í forræktun, hægt er að nota alls kyns ílát undir pottana og sem potta. Ljósm. Paulo Bessa.Ef þú ert búsett/ur í íbúð í bæ eða borg og heldur að þú getir ekki ræktað eigin mat þá hefur þú rangt fyrir þér!

Það er mjög einfalt að rækta grænmeti þó að þú hafir engann garð til umráða ef þú ert með smápall eða svalir, jafnvel bara gluggasillu.

Tómatplöntur er einfalt að rækta í ílátum innivið. Finndu ...

12. júní 2015

Tómatplöntur þurfa að hafa stöðugar vatnsbirgðir upp á að hlaupa. Þegar tómatplöntur eru ræktaðar í pottum í gluggum þarf undirskálin alltaf að vera hálffull af vatni. Með því að hafa steina eða vikur í botni pottsins er tómatplantan með stöðugan aðgang að vatni án þess að beinlínis liggja ofan í því.

Við vökvun tómatplantna sem ræktaðar eru útivið eða í ...

Bungubeð (Hügelbett á þýsku) er tegund af gróðurbeðum sem virka eins og vítamínsprauta í matjurtarækt.

Gerð bungubeða var kennd á vistræktarhönnunarnámskeiði í Alviðru í síðustu viku (Permaculture Design Certificate Course) sem Jan Martin Bang frá Norsk Permaculture Association og Nordic Permaculture Institute kenndi ásamt Kristínu Völu Ragnarsdóttur prófessor við Háskóla Íslands.

Námskeiðið var skipulagt af þeim Örnu Mathiesen arkitekt starfandi ...

Rauðsmári (Trifolium pratense) lagður til þurrkunarRauðsmári er gullfalleg jurt. Ef maður er heppinn og finnur rauðsmára í nægu magni er um að gera að tína og þurrka hann til vetrarins. Rauðsmári er lækningjurt og hefur m.a. reynst vel í smyrsl við exemi auk þess sem hann styrkir ónæmiskerfið. Rauðsmári er einnig góð tejurt. 

Í Flóru Íslands segir svo um rauðsmára:

Rauðsmári er innfluttur slæðingur ...

Gróðurhúsið í sundlauginniÞar sem ég hef þurft að ferðast nokkra kílómetra til að komast í „eldhúsgarðinn“ minn á sl. árum, þar sem ekkert pláss er í garðinum mínum og trjárgróðurinn þar svo þéttur og hár að varla birtir til á björtustu sumardögum, ákvað ég í vor að rækta ekki langt frá heimilinu. 

Ástæðan er sparnaður, það kostar mikinn pening að keyra bíl ...

Í kartöflugarði Hildar HákonardótturMikilvægt er að hafa sáðskipti. Góð regla er að setja ekki niður kartöflur tvö ár í röð í sömu beðum, en þær taka gjarnan helminginn af garðplássinu. Svo er öðrum gróðri líka víxlað til að fá sem mesta fjölbreytni.

Plöntur hafa mismunandi næringarþarfir svo jörðin þreytist síður. Æskilegast er talið að hafa sömu plöntur aðeins fjórða hvert ár í sömu ...

04. júlí 2014

Kálflugan barst hingað til lands um 1930, sennilega með rófum*. Þann 20. júní er kálflugan (Delia radicum) hvað sprækust að leggja egg í kálgarðana okkar en reikna má með sex dögum fyrir og sex dögum eftir þ 20. júní (gildir fyrir árið 2009 en er örlítið mismunandi milli ára).

Lýsing á kálflugunni og lífsferli hennar:

Flugurnar eru um 6 mm ...

Ég fór einu sinni á fyrirlestur í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði. Þar vorum við hvött til að læra að meta skordýrin og gagnsemi þeirra, og læra að elska þau eins og annað í náttúrunni. Líka ranabjöllur? – spurði ein konan í uppgjafartón, því hún vissi hvert svarið yrði. Ég fann til samkenndar því þrátt fyrir allt verðum við að læra að verjast ...

03. júní 2014

Veturinn 2012, þegar ég gekk með frumburðinn, fékk ég heimagert innigróðurhús í jólagjöf frá ástmanninum. Í ónotuðum fataskáp, sem staðsettur var í stofunni, kom hann upp björtu litlum varmareit, þakti hann að innan með speglandi dúk og lýst hann upp með stórri peru (sem heitir CFL 240V 6400K ef einhver hefur áhuga). Uppfrá því skein sól í skápnum 12 tíma ...

Í matjurtagarðinum er mælt með því af reyndum lífrænum ræktendum að hylja moldina milli plönturaða með þekju, gjarnan jurtakyns. Þetta var illmögulegt hér á landi áður en tætararnir komu til sögunnar. Þekjur örva góðkynja lífverur og halda raka í moldinni, minnka vind- og vatnsrof, halda arfa og illgresi verulega í skefjum og spara vökvun. Eymundur Magnússon í Vallanesi, sá mikli ...

Efnisorð:

Grænar síður aðilar

Lausnir

Skilaboð: