Farfuglaheimilið í Laugardal fyrirtæki
Á Græna kortinu:
Vottanir og viðurkenningar:
Grænt Farfuglaheimili
Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau farfuglaheimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig Græn farfuglaheimili. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá heimild til að nota umhverfismerkið þurfa heimilin auk þess að uppfylla ýmis viðbótarskilyrði sem tengjast umhverfismálum.
Lögð er áhersla á að hér er ekki um viðurkennda umhverfisvottun að ræða heldur viðmið sem samtökin setja og hafa eftirlit með, með aðstoð frá óháðum aðila.
Svanurinn
Svanurinn, Norræna umhverfismerkið, er opinbert umhverfismerki Norrænu ráðherranefndarinnar. Merkið hefur skapað sér ótvíræðan sess sem mikilvægasta umhverfismerkið á Norðurlöndunum. Vottun hverrar vörur gildir að hámarki til þriggja ára. Við endurnýjun vottunar þarf að uppfylla auknar kröfur sem eru í sífelldri þróun og aukast. Kröfurnar eru gerðar í samráði við yfirvöld, iðnaðinn, verslun og umhverfissamtök. Kröfurnar taka til alls lífsferils vörunnar/þjónustunnar, frá framleiðslu til úrgangs. Svanurinn tekur nú til 70 vöruflokka allt frá uppþvottalegi til húsgagna og hótela.