
Vistvænar hreinlætisvörur eru til í miklu úrvali og margar þeirra umhverfisvottaðar. Oft er hægt að sleppa hreingerningarefnum við þrif ef notaðir eru örtrefjaklútar og náttúruleg efni eins og edik eða salt. Ofnotkun hreinsiefna er mikil og dýrkeypt fyrir umhverfið. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komin í skolpleiðslurnar heldur enda þau í hafinu. Efnin eru áfram virk og geta skaðað ...