Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar sagði í gær að það veki undrun sína hve margir ráðamenn og leyfisveitendur séu reiðubúnir til þess að gera upp hug sinn og taka afstöðu til matsskyldra framkvæmda þó fullkomin óvissa ríki um umhverfisáhrifin“. Hann segir ennfremur að þessi viðhorf komi í veg fyrir að lögin um mat á umhverfisáhrifum ný tist sem tæki í ákvörðunartöku með þeim hætti sem þeim er ætlað og að umhverfisráðherra hafi með úrskurði sínum komið á breytingu á matsferli sem sé afar jákvætt enda fordæmisgefandi fyrir sambærilega verkefni. Tilgangur umhverfismats er fyrst og síðast sá að „draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdar “ - eins og það er orðað í markmiðum laganna.

Landvernd hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á að ákvörðun umhverfisráðherra um að heildstætt mat færi fram fyrir framkvæmdir á Bakka gæfi tilefni til endurskoðunar á ákvörðun ráðherra um að umhverfismat í Helguvík þyrfti ekki að fara í heildstætt mat.

Í gær sendi Landvernd síðan frá sér athugasemd við auglýst starfsleyfi Norðuráls í Helguvík þar sem fram kemur að Landvernd telji fyrihugaða útgáfu ótímabæra enda sé vitneskja um grundvallarþætti starfseminnar (s.s. orkuöflun, orkuflutninga, flutningskerfið sjálft, losunarheimildir, flúormælingar) ekki fyrir hendi.

Það verður því áhugavert að fylgjast með því hvort að gagnrýni norðanmanna um að Helguvíkurframkvæmdir hafi ekki þurft að fara í heildstætt mat og því væri um mismunun að ræða ylli því að báðir aðilar þ.e. bæði Bakka- og Helguvíkurframkvæmdir þurfi að hlýta ákvörðun um heildstætt mat þegar upp er staðið. Tilgangur Bakkamanna með upphlaupinu hefur þó vafalaust verið það að koma í veg fyrir kröfu um heildstætt mat hjá sér.

Birt:
14. ágúst 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hver er tilgangur umhverfismats raunverulega?“, Náttúran.is: 14. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/14/hver-er-tilgangur-umhverfismats-raunverulega/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: