Gæðapappírssöfnun
Gæðapappír er flokkaður til endurvinnslu undir Fenúrmerkinu Skrifstofupappír. Sjá merkið hér til hægri. Skrifstofupappír/ljósritunarpappír og annar hvítur pappír fellur undir þennan flokk. Einnig umslög og gluggaumslög úr hvítum pappír. Hefti og bréfaklemmur mega fara með. Gegnum litaður pappír er ekki flokkaður sem gæðapappír. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi til að koma slíkum verðmætum sem gæðapappír er til endurvinnslu.
Flestar stærri endurvinnslustöðvar taka við gæðapappír en hér á Endurvinnslukortinu má sjá hverjir taka við gæðapappír. Fenúrmerki skrifstofupappírs birtist þá undir þeim stöðvum sem taka við gæðapappír. Hluti af endurvinnsluþjónustu við fyrirtæki felst í því að koma gæðapappír í endurvinnslu. Til þess eru notuð ýmis úrræði, allt eftir þvi hve pappírsnotkun fyrirtækisins er umfangsmikil. Víða hentar að hafa sérstakar tunnur undir gæðapappírinn og jafnvel gáma en annars staðar nægir að safna gæðapappír saman í þar til gerða endurvinnslupappakassa sem endurvinnslufyrirtækið sér svo um að sækja um leið og annar flokkaður úrgangur er sóttur. Gámaþjónustan hf. bíður t.a.m. slíka þjónustu fyrir fyrirtæki en fyrir gæðapappír frá heimilinu er vísað á endurvinnslustöðina í þínu næsta nágrenni.
Finndu endurvnnslustöð sem tekur við gæðapappír hér á Endurvinnslukortinu.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Gæðapappírssöfnun“, Náttúran.is: 13. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2009/03/30/gaeoapappirssofnun/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. mars 2009
breytt: 13. apríl 2011